Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 2
A lls hafa 160 vændiskaupendur verið til rannsóknar í tveimur málum hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum. Um er að ræða vændi sjö kvenna. Tíu hafa verið ákærðir hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu en lögreglan á Suðurnesjum er langt komin með rannsóknina. Búast má við töluverðum fjölda ákæra til viðbótar. „Hér er blússandi vændi, mikið framboð og gífurleg eftirspurn, það er alveg ljóst af þessum tölum.“ segir Karl Steinar Vals- son, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuð- borgarsvæðisins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar tvö mál er varða 160 vændiskaupendur. Annars vegar eru 86 karlmenn grunaðir um vændiskaup af sex konum í Reykjavík og hins vegar um 80 karlmenn af einni konu, einnig í Reykjavík. Karlarnir eru á öllum aldri, búsettir víðs vegar um landið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki ólíklegt að um sömu mennina sé að ræða í einhverjum tilfellunum í báðum málunum og því ekki hægt að fullyrða að svo stöddu um fjölda einstaklinga þar sem rannsóknirnar standi yfir í sitt hvoru lög- regluumdæminu og séu í raun ótengdar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfir- heyrði á annað hundrað manns vegna gruns um vændiskaup. Niðurstaðan var sú að 86 mál voru send til ríkissaksóknara sem hefur ákært tíu þeirra. Lögreglan á Suðurnesjum hóf upphaf- lega rannsókn máls fertugrar lettneskrar konu við komu hennar hingað til lands í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem grunur vaknaði um mansal. Hún hefur margoft á undanförnum mánuðum farið fram og til baka milli Íslands og Lett- lands og kom hún með ungar stúlkur með sér hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni leiddi rannsóknin ekki í ljós mansalstengsl en stúlkurnar ungu eru farnar af landi brott. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að konan stundaði vændi í húsnæði í Reykjavík og eru um 80 karlmenn grun- aðir um að hafa keypt af henni vændi á síðastliðnum þremur mánuðum. Sjötíu þeirra hafa þegar verið yfirheyrðir og mun ríkissaksóknari taka ákvörðun um hvort þeir verði í framhaldinu ákærðir fyrir vændiskaup. Konan auglýsti þjónustu sína á netinu og í fjölmiðlum undir því yfirskyni að hún væri að bjóða upp á nudd, meðal annars á vefsíðunni cityoflove.com sem er vefsíða sem notuð er til að auglýsa vændi, að sögn lögreglunnar. Þegar leitað er undir Reykjavík á síðunni má sjá auglýsingu frá sjö konum og tveimur klúbbum, Strawber- ries á Lækjargötu og Goldfinger í Kópa- vogi. Konurnar auglýsa ýmist erótískt nudd eða beinhart kynlíf og verðsetja það á allt frá 150 evrum fyrir klukkustundina, um 25 þúsund íslenskar krónur. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er þetta umsvifamesta vændismál sem lögreglan á Suðurnesjum og Reykjavík hefur haft til rannsóknar frá því að lögum um vændiskaup var breytt árið 2009 og vændiskaup voru gerð ólögleg en vændi ekki en síðastliðið haust réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir gegn kaupendum vændis. Útlit er fyrir að fleiri verði ákærðir í þessum málum en voru ákærðir í Catalinu-málunum svokölluðu þegar 11 vændiskaupendur voru ákærðir. Níu þeirra voru sakfelldir og dæmdir til greiðslu sektar á bilinu 40-120 þúsund króna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Sigmundur Davíð hefur boðað lausn á skuldavanda heimilanna í nóvember en endanlegar tillögur munu að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári.  EfnAhAgsmál skuldAmál hEimilAnnA lEysAst Ekki 2013 Skuldalausnin bíður næsta árs „Sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna sem skipaður var af forsætisráðherra skilar tillögum sínum í lok nóvember líkt og gert hefur verið ráð fyrir,“ segir Jó- hannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í viðtali við Bloomberg fréttastofuna á miðvikudag telja ólíklegt að nokkrar endanlegar ákvarðanir verði teknar um skuldaniðurfellingar á þessu ári. Jóhannes Þór vill ekki taka undir það sjónarmið og leggur áherslu á að starfið í sérfræðingahópnum gangi vel. „Grunnlínurnar liggja nokkurn veginn fyrir en ljóst er að það eru ýmsar flækjur sem greiða þarf úr,“ segir hann. Aðspurður segir hann „flækjurnar“ varða fólk sem hefur til að mynda þegar endurfjármagnað húsnæði sitt eða selt það, hefur misst húsin sín, skilið og þar fram eftir götunum. „Þá eru ýmsir þættir sem skoða þarf sérstaklega og varða þjóðhagsleg áhrif skuldaniðurfell- inga,“ segir Jóhannes Þór. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er þó ólíklegt talið að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingu verði teknir á þessu ári, líkt og Bjarni sagði. Sérfræð- ingahópurinn skili ekki tillögum sínum fyrr en í lok nóvember, þá þurfi ráðherranefndin að fjalla um málið og ákveða næstu skref. Semja þurfi frumvarp um málið sem Alþingi þarf að taka til meðferðar. Svo komi jól og áramót og því nokkuð ljóst að ekkert muni gerast í skuldamálum heimilanna fyrr en á næsta ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Vændi RAnnsókn á VændiskAupum Af sjö konum Hér er blússandi vændi Alls eru 160 vændiskaupendur grunaðir um að hafa keypt vændi af sjö konum í Reykjavík og á Suðurnesjum. Ein konan sinnti um 80 viðskiptavinum á þremur mánuðum og hafa 70 þeirra verið teknir til yfirheyrslu. Hún auglýsti þjónustu sína á þekktri vændissíðu, cityoflove.com, og í fjöl- miðlum. Rannsókn á vændi konu frá Lettlandi hófst sem grunur um mansal sem ekki fékkst staðfestur. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Konan aug- lýsti þjónustu sína á netinu og í fjölmiðl- um undir því yfirskyni að hún væri að bjóða upp á nudd ... Þegar leitað er undir Reykjavík á síðunni má sjá auglýsingu frá sjö konum og tveimur klúbbum, Strawberries á Lækjargötu og Goldfinger í Kópavogi. Vill minnka plastnotkun og styrkja byggingar Margrét Gauja Magnúsdóttir, varaþing- maður Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, hyggst leggja fram tvær þingsályktunartillögur. Sú fyrsta fjallar um að láta skoða hvað verið er að samþykkja í öðrum löndum er varðar plastpokanotkun í ljósi þess hvað plast er mikill mengunarvaldur. „Ég vil láta skoða það hvort að það séu forsendur fyrir því að það sé hagkvæmt fyrir okkur minnka plastnotkun og nota bréfpoka. Ég vil láta skoða hvað Evrópusambandið hefur ályktað í þessum efnum og láta kanna hvort það geti nýst á Íslandi,“ segir Margrét. Hin þingsályktunartillagan sem Mar- grét hyggst leggja fram er að varpa fram þeirri hugmynd að stofnaður verði umbótasjóður til þess að styrkja gamlar opinbera byggingar sem misst hafa hlutverk sitt. Hækkandi íbúðaverð Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu var 370,1 stig í september 2013 og hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,4%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 5,3% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,0%. Lítið fjármagn í vinnu- markaðsaðgerðir Komandi kjarasamningar voru Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreina- sambandsins, hugleiknir í setningar- ræðu hans á þingi sambandsins sem fór fram á Akureyri á miðvikudag. Björn gagnrýndi nýframlagt fjárlagafrumvarp harðlega og sagði það vera meingallað. Sagði hann að það yrði nauðsynlegt að fara í töluverðar breytingar og hvatti hann stjórnvöld til samráðs við aðila markaðarins. „Það er verið að taka út stuðning við atvinnulausa í þessu fjárlagafrumvarpi. Það er verið að taka út það fjármagn sem farið hefur í vinnumarkaðsaðgerðir sem menn hafa verið að vinna saman að til þess að hjálpa fólki að komast aftur á vinnumarkað og jafnvel fyrir fólk sem er dottið út af bótum,“ segir Björn. Nýtt gistiskýli fyrir heimilislausa karla Nýtt og endurbætt gistiskýli fyrir heimilislausa karl- menn verður opnað að Lindargötu 48 á vormánuðum 2014. Þar með mun starfseminni sem hefur verið í Þingholtsstræti 25 í nær 50 ár ljúka. Markmiðið með nýju húsnæði er að bæta aðstöðu og stuðning við heimilislausa, en að undanförnu hefur ítrekað verið bent á nauðsyn þess. Núverandi húsnæði gistiskýlisins að Þingholtsstræti 25 uppfyllir ekki þau skilyrði sem gerð eru til starfsemi gistiskýla, meðal annars vegna öryggis- sjónarmiða og aðgengis. Gistiskýlið er opið alla daga ársins frá klukkan 17 til klukkan 10 næsta dag. Markmiðið með starfseminni er að veita húsnæðislausum reykvískum mönnum næturgistingu. Í gistiskýlinu er mönnunum veitt ráðgjöf og þeir fá stuðning til að breyta aðstæðum sínum auk þess sem þeir eru í tengslum við félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðvum, ef um ítrekaða dvöl er að ræða. 2 fréttir Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.