Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann kolfinna nikulásdóttir Dreymir um að eignast Segway-hjól Kolfinna Nikulásdóttir er 22 ára tónlistarkona og starfsmaður í Hinu húsinu. Hún treður upp með hljómsveit- inni Amaba Dama á Iceland Airwaves. Kolfinna drekkur kaffi á Kaffivagninum og langar í Segway-hjól. Kolfinna vakti athygli á dögunum þegar hún var ein þeirra sem komu fram á umtöluðu rappkvennakvöldi. Auk þess er hún meðlimur í reggísveitinni Amaba Dama sem kemur fram á Iceland Airwaves í þarnæstu viku. „Við höfum verið að æfa á fullu og semja ný lög fyrir plötu sem við vinnum að. Svo höfum við verið að spila úti um allt til að forma þetta band, verða þétt saman,“ segir hún. „Það er mikil ástríða í gangi og þetta er ógeðs- lega gaman. Það er sál og kærleikur í reggímúsík, einhver dýpri tilfinn- ing.“ Staðalbúnaður Öll föt sem ég á eru notuð. Ég hef það ekki í mér að kaupa nýtt ef það er barnablóð á því. Áður fyrr gekk ég oft í rifnum fötum en ég er reyndar hætt því, mér finnst það ekki lengur smart. Fötin sæki ég til að mynda í búningageymslur í leikhúsunum, þar er góss og gersemar. Svo hef ég lagt það í vana minn að sækja mér föt í óskilamunageymslur, ég á mikið af óskilamunum héðan og þaðan. Hugbúnaður Ég geri nú ekki mikið af því að fara á skemmtistaði lengur en þegar ég gerði það fór ég oft á Áslák í Mos- fellsbæ eða á Mónakó. En það er liðin tíð. Nú fer ég á BSÍ til að tjilla og spjalla við fólk og á Kaffivagninn. Þar er gott að vera og þar fæ ég innblást- ur. Annars er ég mestmegnis bara á vinnustofunni minni og svo mæti ég á hljómsveitaræfingar hjá litlu systur minni. Uppáhaldsmyndin mín er Kokkurinn, þjófurinn, konan hans og elskhuginn hennar. Það er algerlega ódauðleg mynd sem ég horfi reglu- lega á. Annars horfi ég ekki mikið á sjónvarp og alls ekki á þætti. Ég er nefnilega með þá reglu að hafa ekki tölvuna með upp í rúm. Vélbúnaður Síminn minn er Nokia 3110. Batteríið á honum endist í heila viku. App? Hvað er það? Aukabúnaður Það er misjafnt hvort ég elda eða borða á veitingastöðum. Ég er mikið fyrir að gera aspashlaup. Það er gul- grænt á litinn, meinhollt og megr- andi. Uppáhalds veitingastaðurinn minn er Aktu taktu, það er svo frábært starfsfólk þar. Ég er alltaf svo glöð í hjartanu þegar ég er búin að fara í bílalúguna þar en svo er líka gott að sitja inni og njóta útsýnisins. Ég fer allt labbandi eða á hjóli en drauma ferðamátinn er Segway-hjól. Ég hef sett stefnuna á að halda heilög jól á Tenerife. Mig hefur lengi langað að prófa að gera eitthvað í stíl við samlanda mína.  appafengur iTranslate Appið iTranslate er einfaldlega algjör snilld. Eins og nafn- ið bendir til þá er þetta þýðingarapp og möguleikarnir eru ótrúlega marg- ir. Þetta hefur lengi verið eitt vinsæl- asta þýðingarappið fyrir iPhone en er nú einnig fáanlegt fyrir Android. iTranslate þekkir yfir 70 tungumál og auðvitað er íslenska þar á meðal. Eins og gengur og gerist með þýðingarfor- rit eru alltaf ein- hverjir hnökrar en ef iTranslate er í vafa gefur appið þér aðgang að orðabók þar sem nokkrir möguleikar koma til greina. Þýðingarnar og orðabækurnar eru gagnvirkar þannig að notendur gefa þýðing- um einkunn og leggja þannig sitt til að bæta gæði appsins. Ekki er aðeins hægt að fá skriflega þýðingu heldur les app- ið líka upp fyrir þig, og þá getur þú valið hvort karl eða kona les fyrir þig, og hversu hratt lesið er. iTranslate hefur bæði skemmt- anagildi, námsgildi og svo getur þú notað það til að hafa samskipti við fólk í útlöndum. Það gerist varla betra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kolfinna kemur fram með Amaba Dama á Amsterdam föstudagskvöldið 1. nóvember. Auk þess treður sveitin upp utan dagskrár í Lucky Records þriðjudaginn 29. október klukkan 16 og á Hlemmi Square miðvikudaginn 30. október klukkan 17. Ljósmynd/Hari 68 dægurmál Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.