Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 8
Á föstudaginn [í dag] verður knúsdagur og við förum um bæinn og gefum öllum knús og barm-merki sem á stendur „Ég er vinur“. Við hjálpum fólki við verslunarinnkaupin, setjum í poka og berum vörurnar út í bíl og fleira. Á lokadegi Vinavikunnar verður kærleiksmaraþon og þá verður opið hús í safnaðarheimili Vopnafjarð- arkirkju. Við bjóðum upp á bílaþvott, vöfflukaffi, andlitsmálun, Vinabingó – allt ókeypis. Einnig verður gengið í hús þar sem við bjóðumst til að að- stoða fólk við heimilisverkin,“ segja Emilía í 9. bekk, Hugrún í 9. bekk, Ágúst í 10. bekk, Hemmert í 10. bekk og Broddi í 9. bekk á Vopnafirði. Vinavika stendur nú yfir á bæjar- félaginu. Hún hófst síðastliðinn sunnu- dag en lýkur næstkomandi sunnudag, 20. október. Þá verður Vinamessa klukkan 17 í Vopna- fjarðarkirkju, þar sem unglingarnir taka virkan þátt og vikunni lýkur með pítsuveislu og flugeldasýningu. Um 30 unglingar taka þátt og hefur undirbúningur- inn staðið yfir frá því í vor. Vinavikan nýtur stuðnings HB Granda hf., Vopnfjarðarhrepps, Bíla og véla ehf. á Vopnafirði, Landsbankans, Hótels Tanga, Mælifells, Kiwanisklúbbsins Öskju, Olla sjoppu, Félagsbúsins Engihlíð, Ölgerðinnar, Vilko, N1 og MS. Fyrr í vikunni var skrifað undir Vinasamning, sem er fyrsti samningur sinnar tegundar á Íslandi, en á gildis- tíma samningsins bætir Vopnafjarðarhreppur forskeyt- inu „Vinur“ fyrir framan nafn sveitarfélagsins: Vina- Vopnafjörður. „Á þriðjudaginn,“ segir hópurinn, „fórum við um bæinn og dreifðum hjörtum í hús með vinalegum skilaboðum. Á miðvikudaginn var blái dagurinn og Vinastund, en þá klæddust allir bláu og við hvöttum alla að gera að minnsta kosti eitt góðverk. Vinaskrúðganga var í gær, fimmtudag, og eftir hana var Vinakökuboð í félagsheimilinu, en við í æskulýðsfélaginu völdum skúffuköku sem Vinaköku ársins 2013. Við höldum Vinavikuna til þess að minna fólk á vin- áttu og kærleik,“ segja krakkarnir. „Við gerum allt sem í valdi okkar stendur til að reyna að fá sem flesta til að gera góðverk svo er þetta einfaldlega bara gaman.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  VinaVika Unglingarnir minna Á VinÁttU Um 30 unglingar á Vopnafirði taka þátt í Vinavikunni og hefur undirbúningurinn staðið yfir frá því í vor. Einkunnarorðin eru: Ég er vinur. Knúsdagur á Vopnafirði Vopnafjarðarhreppur bæti forskeytinu „Vinur“ fyrir framan nafn sveitarfélagsins í vinaviku: Vina-Vopnafjörður. Við gerum allt sem í valdi okkar stendur til að reyna að fá sem flesta til að gera góð- verk svo er þetta einfald- lega bara gaman.  Ferðir Dohop í útrÁs Opna skrifstofu í Noregi „Eftir vel- gengni hérna heima undan- farin ár er kominn tími til þess að færa út kvíarnar,“ segir Kristján Guðni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri íslenska hugbúnað- arfyrirtækisins Dohop. Fyrirtækið hefur nú opnað skrifstofu í Noregi. Dohop var stofnað árið 2004 og þar starfa í dag 10 manns við þróun, rekstur og markaðssetn- ingu ferðaleitarvélarinnar Dohop. com. Hjá Dohop er boðið upp á flug-, hótel- og bílaleit. Vikulega framkvæma notend- ur Dohop um 150 þúsund leitir. Notendurnir koma frá öllum þjóð- löndum en 15 prósent þeirra eru Íslendingar og 3 prósent Norð- menn. Á Dohop.com getur fólk fundið hagstæð verð á flugi, hótelum og bílaleigubílum. Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.