Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 8
Á föstudaginn [í dag] verður knúsdagur og við förum um bæinn og gefum öllum knús og barm-merki sem á stendur „Ég er vinur“. Við hjálpum
fólki við verslunarinnkaupin, setjum í poka og berum
vörurnar út í bíl og fleira. Á lokadegi Vinavikunnar
verður kærleiksmaraþon og þá verður
opið hús í safnaðarheimili Vopnafjarð-
arkirkju. Við bjóðum upp á bílaþvott,
vöfflukaffi, andlitsmálun, Vinabingó
– allt ókeypis. Einnig verður gengið
í hús þar sem við bjóðumst til að að-
stoða fólk við heimilisverkin,“ segja
Emilía í 9. bekk, Hugrún í 9. bekk,
Ágúst í 10. bekk, Hemmert í 10. bekk
og Broddi í 9. bekk á Vopnafirði.
Vinavika stendur nú yfir á bæjar-
félaginu. Hún hófst síðastliðinn sunnu-
dag en lýkur næstkomandi sunnudag,
20. október. Þá verður Vinamessa klukkan 17 í Vopna-
fjarðarkirkju, þar sem unglingarnir taka virkan þátt og
vikunni lýkur með pítsuveislu og flugeldasýningu.
Um 30 unglingar taka þátt og hefur undirbúningur-
inn staðið yfir frá því í vor. Vinavikan nýtur stuðnings
HB Granda hf., Vopnfjarðarhrepps, Bíla og véla ehf. á
Vopnafirði, Landsbankans, Hótels Tanga, Mælifells,
Kiwanisklúbbsins Öskju, Olla sjoppu, Félagsbúsins
Engihlíð, Ölgerðinnar, Vilko, N1 og MS.
Fyrr í vikunni var skrifað undir Vinasamning, sem er
fyrsti samningur sinnar tegundar á Íslandi, en á gildis-
tíma samningsins bætir Vopnafjarðarhreppur forskeyt-
inu „Vinur“ fyrir framan nafn sveitarfélagsins: Vina-
Vopnafjörður. „Á þriðjudaginn,“ segir hópurinn, „fórum
við um bæinn og dreifðum hjörtum í hús með vinalegum
skilaboðum. Á miðvikudaginn var blái dagurinn og
Vinastund, en þá klæddust allir bláu og við hvöttum alla
að gera að minnsta kosti eitt góðverk. Vinaskrúðganga
var í gær, fimmtudag, og eftir hana var Vinakökuboð
í félagsheimilinu, en við í æskulýðsfélaginu völdum
skúffuköku sem Vinaköku ársins 2013.
Við höldum Vinavikuna til þess að minna fólk á vin-
áttu og kærleik,“ segja krakkarnir. „Við gerum allt sem
í valdi okkar stendur til að reyna að fá sem flesta til að
gera góðverk svo er þetta einfaldlega bara gaman.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
VinaVika Unglingarnir minna Á VinÁttU
Um 30 unglingar á Vopnafirði taka þátt í Vinavikunni og hefur undirbúningurinn
staðið yfir frá því í vor. Einkunnarorðin eru: Ég er vinur.
Knúsdagur
á Vopnafirði
Vopnafjarðarhreppur bæti forskeytinu „Vinur“ fyrir framan
nafn sveitarfélagsins í vinaviku: Vina-Vopnafjörður.
Við gerum
allt sem
í valdi
okkar
stendur til
að reyna
að fá sem
flesta til að
gera góð-
verk svo
er þetta
einfald-
lega bara
gaman.
Ferðir Dohop í útrÁs
Opna skrifstofu í Noregi
„Eftir vel-
gengni hérna
heima undan-
farin ár er kominn tími
til þess að færa út kvíarnar,“ segir
Kristján Guðni Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri íslenska hugbúnað-
arfyrirtækisins Dohop. Fyrirtækið
hefur nú opnað skrifstofu í Noregi.
Dohop var stofnað árið 2004
og þar starfa í dag 10 manns við
þróun, rekstur og markaðssetn-
ingu ferðaleitarvélarinnar Dohop.
com. Hjá Dohop er boðið upp á
flug-, hótel- og bílaleit.
Vikulega framkvæma notend-
ur Dohop um 150 þúsund leitir.
Notendurnir koma frá öllum þjóð-
löndum en 15 prósent þeirra eru
Íslendingar og 3 prósent Norð-
menn.
Á Dohop.com getur fólk fundið
hagstæð verð á flugi, hótelum og
bílaleigubílum.
Helgin 18.-20. október 2013