Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 22
Kirkjan reyndi að breiða yfir og fela það sem hafði gerst í stað þess að takast á við það opin- skátt. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Nýtt og nærandi rakagefandi krem með 70% fituinnihaldi Decubal Lipid Cream fyrir þurra og erfiða húð M ér vitanlega er ég eini prestur-inn innan Þjóðkirkjunnar sem hlustar á dauðarokk. Ég hef sérstaka unun af sænsku dauðarokki,“ segir séra Sigurvin Lárus Jónsson og bætir kómískur við: „Það er miklu betra en norskt dauðarokk.“ Mér er samt ljóst að hann er ekkert að grínast. „Ég hlustaði mikið á þungarokk sem unglingur, hlust- aði á Metallica, Sepultura og Slayer. Það er samt ekki fyrr en á seinni árum sem ég kynntist dauðarokki og þá sérstak- lega sænsku hljómsveitinni Opeth að ég heillaðist af því.“ Sigurvin hefur sinnt æskulýðsstarfi við Neskirkju frá árinu 2006 og eftir prestvígslu árið 2010 fékk hann þar stöðu æskulýðsprests. Hann er afar vinsæll meðal barna og unglinga sem sækja kirkjuna og þykir hafa rifið æskulýðs- starfið mikið upp. Það er kannski ekki að undra. Sigurvin hefur glaðlega og hlýja nærveru og strákslegt útlit þegar hann er ekki í hempunni. „Unglingunum finnst mjög svalt að presturinn þeirra hlusti á dauðarokk. Ég hef í raun mjög fjölbreytt- an tónlistarsmekk og nota tónlist til að næra mig og til að slaka á. Það er mikil tilfinning í tónlist og oft mikil reiði í rokk- inu. Ég er ekki reiður maður en þegar ég er ákveðnu skapi veit ég ekkert betra en að finna kraftinn í dauðarokkinu.“ Hann reynir að sannfæra mig um að hann sé bara ósköp venjulegur maður og því til staðfestingar bendir hann á ósköp venjulegt fjölskyldulíf sitt. „Ég á tvo yndis- lega stráka, 8 og 10 ára. Ég er fráskilinn en er í góðum samskiptum við mína fyrr- verandi konu og við búum nálægt hvort öðru. Ég á síðan yndislega sambýliskonu, Rakel Brynjólfsdóttur, sem er formaður Kristilegrar skólahreyfingar og ég er mjög stoltur af henni.“ Gagnrýndi Hátíð vonar Í fjarveru séra Bjarna Karlssonar er Sigurvin þennan veturinn settur prestur í Laugarneskirkju og hefur hann allavega sýnt og sannað að hann er enginn venjulegur prestur. Framganga hans í tengslum við hina umdeildu Hátíð Vonar vakti mikla athygli en hann boðaði til sér- stakrar Regnbogamessu þá sömu helgi í Laugarneskirkju þar sem regnbogafáni var dreginn að húni. Sigurvin mótmælti opinberlega guðfræði Franklins Graham, sem hann segir ala á fordómum í garð samkynhneigðra, að hún sé amerísk bók- stafshyggja sem sé íslensku þjóðkirkj- unni framandi á alla vegu. „Ég var mjög afgerandi í því að við ættum ekkert að vera að púkka upp á þennan mann,“ segir Sigurvin en sem kunnugt er hélt biskup Íslands ávarp á hátíðinni. „Kirkjan á að vera opin öllum og við eigum öll að sitja við sama borð. Það er í raun býsna rót- tækt því í samfélaginu erum við alltaf að flokka og skilgreina fólk, út frá menntun, út frá starfi, fegurð, gæði bílsins sem þú ekur á eða fötunum sem þú gengur í. Við erum alltaf að flokka og greina. Jesús er ítrekað í guðspjöllunum að rjúfa félagsleg landamæri, að hneyksla og ögra og segja: Við erum öll jöfn. Það er það sem ég hef reynt að gera. Kannski ekki að heyksla og ögra heldur segja að við sögum öll jöfn. Mér var bara algjörlega misboðið yfir þessari hátíð. Við gleymum því stundum í umræðunni um trúfrelsi og skoðanafrelsi, sem stundum virðist snúast um rétt til að berja á minnihlutahópum, að þarna er um að ræða raunverulegar manneskjur.“ Hann segir Regnbogamessuna hafa heppnast afskaplega vel. „Hér var ekki þurrt auga í salnum og fólk úr Hinsegin kórnum hefur komið að máli við okkur og þakkað okkur fyrir að orða sársaukann. Það er auðvitað meiðandi að stærstu og áhrifamestu trúarbrögð samtím- ans skuli velja að berja á samkyn- hneigðum. Jesú bannar okkur að skilja, það er klárt bann við hjóna- skilnuðum í Biblíunni en kristnir í samtímanum eru ekki að ofsækja eða halda uppi ofbeldisfullri orðræðu gegn fráskildum. Það hafa samt vissulega verið miklar framfarir og margar kirkjudeildir eru komnar en lengra en við. Sums staðar eru jafnvel samkynheigðir biskupar sem er yndislegt en þessi meiður bókstafshyggjunnar birtist hjá of mörgum.“ Glímdi við depurð Það lá sannarlega ekki alltaf bein- ast við að Sigurvin yrði prestur. „Ef einhver hefði sagt mér þegar ég var unglingur að ég ætti eftir að verða prestur hefði ég líklegast hlegið,“ segir Sigurvin Lárus Jóns- son þjóðkirkjuprestur. „Ég hafði þó sem barn mjög jákvæða mynd af kirkjunni. Hjalti Guðmundsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, var góður vinur föður míns og mér er svo minnisstætt hvernig hann mætti okkur börnunum í ferming- arfræðslunni. Ég man varla orð af því sem hann sagði en ég gleymi aldrei hvernig hann mætti okkur og hvað hann sýndi okkur mikinn kærleika. Það virkilega sat í mér. Á unglingsárunum var ég mjög týndur, glímdi við depurð, mis- notaði áfengi og gekk mjög illa að fóta mig. Rétt rúmlega tvítugur fór ég í áfengismeðferð og kynnt- ist í kjölfarið góðu 12 spora fólki sem kenndi mér að iðka trú. Þetta fólk hafði engan áhuga á að ræða við mig um guðfræði eða skoðanir mínar á trúarbrögðum heldur ein- faldlega kenndi mér að biðja, sitja í kyrrð og hjálpa öðrum. Ég varð fyrir sterkri trúarlegri reynslu við að vinna 12 sporin, þessi reynsla að upplifa sig ekki einan. Ég er sann- færður um að Guð er til, að hann er hér með okkur og að til hans meg- um við leita.“ Eftir að Sigurvin varð edrú skráði hann sig í öldunga- deild, lauk stúdentsprófi og skráði sig í guðfræði. „Ég sá þetta sem vettvang til að hjálpa. Ég byrjaði í guðfræði 2001 og fer þá strax að gefa vinnu mína í Laugarneskirkju. Við Bjarni byrjuðum þá að vinna saman og hann sagði snemma við mig að guðfræði væri ekki stunduð einungis bak við skrifborð. Þarna átti hann við að þrátt fyrir ólíkar kenningar og áherslur þá snýst þetta allt saman um fólk. Ég er ekki sérfræðingur í guðlegum málefn- um.. Ég segi oft að ég þekki Guð en ég skil hann ekkert meira en aðrir.“ Sigurvin veit að hann fann sína réttu braut og er þakklátur fyrir að fá að sinna preststarfinu. „Ég elska þetta starf fram í fingurgómana. Prestinum er boðið inn í helgustu vé fjölskyldunnar. Þegar það fæðist barn er kallaður til prestur og hann fær að vera hluti af fjölskyldunni skamma stund. Á erfiðustu tím- unum fáum við að ganga með fólki sem er að kveðja eða hefur misst. Það er miserfitt, stundum nálgast það að vera skemmtilegt því fólk er skemmtilegt, en stundum er það alveg skelfilegt því aðstæður geta verið svo óbærilegar. Það er vandi að umgangast fólk í mikilli sorg. Þá þiggur fólk oft samfylgd prestins af því hann þekkir sorgina og van- máttinn. Þetta starf snýst um fólk og fólk er uppáhalds – að vinna með fólki og ganga með því.“ Kirkjan sjálfri sér verst Þegar Þjóðkirkjuna ber á góma í almennri umræðu virðast flestir hafa sterkar skoðanir á henni, hvort sem þeir tilheyra henni eða ekki. „Þjóðkirkjan er þverstæðu- kennd stofnun. Hún nýtur trausts í samfélaginu hefur haft mikil völd en það er sem betur fer alltaf þann- ig að þegar kirkjan ætlar að beita völdum þá grípur íslenskt samfé- lag inn í og tekur af henni þau völd sem hún á ekki að hafa.“ Sigurvin segir sér ekki fært að tjá sig um einstök dæmi. „Við skulum bara Sonur Sigurvins er með ADHD og hefur hann þurft að standa vörð um soninn í skólakerfinu. Messan næsta sunnudag er tileinkuð fólki með ADHD, ein af mörgum óhefðbundnum messum í vetur. Ljósmynd/Hari 22 viðtal Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.