Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 12
sínum starfsskyldum. Verkferlar
eru orðnir óskýrari og kerfið sein-
virkara“, segir Júlíus Vífill.
„Framtíð borgarinnar eins og hún
verður ráðin af aðalskipulaginu á
næstu áratugum skiptir miklu máli.
Ég sé ekki neina aðra leið en að við
tökum upp aðalskipulagið aftur og
endurskoðum það,“ segir Júlíus
Vífill og telur að samkvæmt núver-
andi skipulagi um þéttingu byggðar
miðsvæðis í Reykjavík muni ungt
barnafólk ekki finna húsnæði né
umhverfi í samræmi við þarfir.
Það muni leiða til þess að færri
muni velja að búa í Reykjavík og
muni þess vegna flytjast til annarra
sveitarfélaga.
„Aðalskipulagið byggir á þétt-
ingu byggðar og að öll byggð verði á
þéttingarreitum. Það er augljóslega
áhugi skipulagshöfunda að borgin
þróist með þessum hætti,“ segir
Júlíus Vífill en bendir á að aðeins
4% borgarbúa vilji búa á þéttingar-
reitum í miðborginni sem sýnir
að borgarbúar séu ekki sammála
þessari stefnu meirihlutans. Segir
Júlíus að það sé áhyggjuefni að
Reykvíkingum hafi aðeins fjölgað
um 6% á undanförnum 10 árum en
um 27% í öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu. „Deiliskipu-
lag í miðri borg þarf að taka tillit
til svo margra þátta. Á þéttingar-
reitum þarf að haga skipulagsvinnu
og framkvæmdum með öðrum og
miklu kostnaðarsamari hætti en í
nýjum hverfum. Borgin á ekki að
bjóða einvörðungu þessa tegund af
uppbyggingu til ársins 2030 eins
og aðalskipulagið gerir ráð fyrir.
Það gengur ekki upp og er andstætt
eðlilegri borgarþróun. Aldurssam-
setning borgarbúa verður óeðlileg
og þá einnig samsetning útsvars-
greiðenda í Reykjavík. Þar af leiðir
að það verða færri til að halda uppi
grunnþjónustunni,“ segir Júlíus
Vífill.
„Ég vona að meiri umræða verði
um fjármál borgarinnar og nú er
fjárhagsáætlun á dagskrá og verður
til umræðu í borgarstjórn seinna í
mánuðinum,“ segir Júlíus Vífill.
Segir hann að núverandi meiri-
hluti borgarstjórnar taki ekki þátt í
pólitískri umræðu í fjölmiðlum sem
hljóti þó að vera skylda stjórnmála-
fólks að gera. Hann hafi áhyggjur af
halla borgarsjóðs.„ Frá því að þessi
meirihluti tók við hefur verið halli á
rekstri borgarsjóðs en því var öfugt
farið á síðasta kjörtímabili,“ segir
Júlíus Vífill. Segir Júlíus að skilvirk
stjórnun og gott utanumhald séu
nauðsynleg til að bæta borgar-
reksturinn. „Við þurfum að vera
sérstaklega á verði á kosningavetri
að fjármálin fari ekki úr böndunum
eins og dæmi eru um í aðdraganda
kosninga,“ segir Júlíus Vífill.
Forréttindi að starfa sem
borgarfulltrúi
Júlíus Vífill telur það vera forréttindi
að starfa sem borgarfulltrúi og hef-
ur mikinn áhuga á því að bæta borg-
ina og hafði til dæmis frumkvæði
að því að breyta áherslum á gamla
hafnarsvæðinu. Gömlu verbúðirnar
sem áður höfðu verið notaðar sem
geymslur hefur nú verið breytt í
leiguhúsnæði sem nýtur sín mjög
vel sem verslunarhúsnæði, gallerí
og veitingastaðir. Glöggt má sjá að
þær breytingar hafa haft mjög góð
áhrif á umhverfið og er Júlíus Vífill
ánægður með niðurstöðuna. „Ég
hef gaman af því að minnast þess
að mörgum fannst það ekki góð
hugmynd að nýta verbúðirnar með
þessum hætti en ég var sannfærður
um þetta verkefni og vildi leigja út
verbúðirnar fyrir lifandi starfsemi
og mér finnst mjög gaman að sjá
hvernig það hefur gengið og hversu
góð áhrif það hefur á annan rekstur
þarna í kring og bæjarlífið. Við eig-
um að stefna að því að sá andi sem
þarna hefur skapast verði ráðandi
annars staðar á hafnarsvæðinu,“
segir Júlíus Vífill.
Megináherslur Júlíusar Vífils
liggja í því að skapa tækifæri fyrir
ungar fjölskyldur og telur hann að
það sé eitt af skyldum höfuðborgar-
innar að skapa ungu fólki aðstæður
sem gera þeim kleift að fjárfesta
í húsnæði. Einnig segir Júlíus að
brýn þörf sé fyrir að bæta húsa-
leigukerfið.
Mikill fjölskyldu- og listamaður
Júlíus Vífill er mikill fjölskyldumað-
ur en hann á fjögur börn. Á sínum
yngri árum stundaði hann lögfræði
en einnig lagði hann stund á óperu-
söng við erlenda háskóla og dvaldist
hann til dæmis í Bologna á Ítalíu
með konu sinni, Svanhildi Blöndal
presti og hjúkrunarfræðingi.
„Við kynntumst heima þegar
ég var í lögfræðinni en við fórum
svo til Bologna á Ítalíu þar sem við
bjuggum. Okkur tókst að safna
peningum fyrir eldgömlum bíl og
þá gátum við keyrt á kvöldin til
Feneyja en veturnir þar eru miklu
rómantískari en sumrin,“ segir
Júlíus Vífill. Hann starfaði einnig
sem leiðsögumaður fyrir Íslendinga
á Ítalíu á þessum tíma og segir að
dvölin á Ítalíu hafi verið eins og löng
brúðkaupsferð.
Áhugi Júlíusar Vífils á óperusöng
vaknaði þegar hann var í mennta-
skóla.„ Ég söng með mörgum
kórum og áhuginn var mikill en svo
kom í ljós að ég gat eitthvað sungið.
Ég tók inntökupróf við tónlistarhá-
skóla á Ítalíu og Austurríki og var
svo heppinn að fljúga inn í óperu-
deildirnar. Síðan starfaði ég hér
heima í sjö ár við að syngja óperur
en það var að sjálfsögðu ekki aðal-
starfið. Ef maður ætlaði að starfa
sem söngvari á þeim tíma þurfti að
hafa eitthvað annað starf með,“ seg-
ir Júlíus Vífill sem vann um 20 ár
sem framkvæmdastjóri í fjölskyldu-
fyrirtækinu Ingvari Helgasyni hf.
„Þetta var mjög skemmtilegur tími
en það er bara þannig að það er ekki
hægt að gera allt. Það er til dæmis
mjög erfitt að vinna allan daginn og
ætla svo að standa á sviði og syngja
að loknum starfsdegi,“ segir Júl-
íus. Hann hefur þó haldið góðum
tengslum við tónlistarheiminn, set-
ið í stjórnum og komið náið að tón-
listarmálum í gegnum tíðina. „Ég
veit hvað tónlist getur verið dýrmæt
fyrir ungt fólk í námi og þess vegna
setti ég af stað átaksverkefni þegar
ég var formaður menntaráðs þar
sem tónlistarskólarnir komu með
starfsemi sína inn í grunnskólana
og þannig nýttist tími nemenda
betur og þeir fengu tækifæri til að
kynnast tónlist,“ segir Júlíus Vífill.
„Svo stækkaði fjölskyldan og
önnur störf tóku við. Það er samt
engin eftirsjá að hafa stigið til hlið-
ar. Þetta var mjög skemmtilegt og
ég kynntist svo mikið af áhugaverðu
listafólki þannig að maður býr að
þessari reynslu sem gagnast manni
hvar sem er, ekki síður í pólitík en
annars staðar. Það er gaman að hafa
getað leyft sér þetta á sínum tíma
og haft tækifærið, tekið námslán og
farið út,“ segir Júlíus Vífill.
„Þegar ég var úti í Bologna
hringdi þáverandi þjóðleikhússtjóri
í mig og sagði mér að það vantaði
tenór í sýningu og hvort að ég gæti
komið heim. Ég var alveg orðinn
blankur svo að ég sló til og kom....,
en ef slík della dytti í mig í dag að
hlaupa til og taka þátt í sýningu, þá
myndi ég taka mér nokkra mánuði
til þess að koma mér í form,“ segir
Júlíus og hlær.
„Þó að ég sé tenór þá myndi ég
vilja syngja bassa. Ekki að ég geti
sungið bassa, en bassahlutverkin
eru svo skemmtileg. Ég myndi til
dæmis vilja syngja grínhlutverk
fyrir bassa í óperum eftir Donizetti
og Rossini bara því að það er svo
skemmtilegur leikur í þeim og
sprellandi húmor,“ segir Júlíus Vífill
borgarfulltrúi, lögfræðingur og
óperusöngvari sem stefnir að því
að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í
næstu borgarstjórnarkosningum.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
VERKSÝN
Námskeið í undirbúningi
viðhaldsframkvæmda fyrir húsfélög
Verksýn ehf. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í
undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu, sem tekur
eina kvöldstund, verður farið yr ferli viðhaldsframkvæmda
á ölbýlishúsum. Námskeið verða haldin á þriðjudagskvöldum
í október og nóvember, í húsakynnum Verksýnar ehf. að
Síðumúla 1 í Reykjavík. Námskeiðin eru opin öllum stjórnar-
mönnum húsfélaga, þeim og húsfélögunum að kostnaðarlausu.
Áhugasamir geta skráð sig á námskeið með tölvupósti á
netfangið verksyn@verksyn.is eða í síma 517-6300.
Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem
sérhær sig í viðhaldi og endurnýjun
fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt ölda
verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og
húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar
með áratuga reynslu í mannvirkjagerð
og viðhaldi fasteigna.
Verksýn ehf l Síðumúla 1 l 108 Reykjavík l www.verksyn.is
Tónagull
Tónlistarnámskeið
fyrir ung börn
hefjast 21. september
www.tonagull.is
Netskráning á
É g hef haft mikla ánægju af því að starfa í stjórnmálum en skemmtilegast er að sjá
árangur verka sinna. Þetta hefur
verið skemmtilegur og gefandi
tími en það á auðvitað enginn
neitt í stjórnmálum. Þú vinnur
fyrir opnum tjöldum og leggur
allt í dóm þeirra sem ráða hvar þú
verður á framboðslista og síðan er
það dómur kjósenda sem ræður í
kosningum. Ég get ekki annað en
verið ánægður með það sem ég hef
gert í borgarmálum. Ég vona að
fólki líki það og ég er tilbúinn til að
gefa kost á mér til næstu fjögurra
ára,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson
borgarfulltrúi, lögfræðingur og
óperusöngvari sem býður sig fram
í oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins sem mun fara fram í
nóvember næstkomandi. Júlíus Víf-
ill hefur starfað í áratugi sem fram-
kvæmdastjóri, sem lögmaður og
sem óperusöngvari og segir hann
að öll reynsla skipti miklu máli. „Ég
hef verið svo heppinn að hafa fengið
tækifæri til þess að starfa á mjög
ólíkum vettvangi í gegnum tíðina
og ég held að sú reynsla skili sér
áfram,“ segir Júlíus.
Skipulagsmál ráða þróun
borgarinnar
Júlíusi eru menntamál, skipulags-
mál og fjárhagur borgarinnar
ofarlega í huga. Hann boðar aðhald
í rekstri og segir að nýta þurfi fjár-
muni skattgreiðenda betur. Hann
telur nauðsynlegt að breyta aðal-
skipulagi og telur óraunhæft að
Reykjavíkurflugvöllur fari eftir
rúmlega tvö ár. „Ég var formaður
menntaráðs og ég þekki vel að það
þarf að fara varlega með peningana.
Þetta eru um 34 milljarðar sem fara
í menntamálin á næsta ári og við
verðum að gera kröfu um að hver
króna nýtist,“ segir Júlíus. Hann
segir borgina skorta skýra stefnu
og að það sé gagnrýnisvert að nú-
verandi borgarstjóri taki ekki þátt í
daglegum rekstri. „Óháðir sérfræð-
ingar sem gerðu úttekt á stjórnsýslu
borgarinnar gagnrýndu að borgar-
stjóri kýs að sinna aðeins hluta af
Júlíus Vífill telur það vera forréttindi að starfa sem borgarfulltrúi. „Ég hef verið svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að
starfa á mjög ólíkum vettvangi í gegnum tíðina og ég held að sú reynsla skili sér áfram,“ segir hann. Ljósmynd/Hari
Skapa þarf góð tækifæri
fyrir ungt fjölskyldufólk
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi segir að enginn eigi
neitt í stjórnmálum og segir starf sitt hafa verið gefandi og
skemmtilegt. Hann vonar að meiri umræða verði um fjármál
borgarinnar og segir að framtíð hennar ráðist að miklu leyti af
aðalskipulaginu á næstu áratugum. Júlíus stefnir á að leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum.
12 viðtal Helgin 18.-20. október 2013