Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 18.10.2013, Blaðsíða 16
Vikan í tölum 13 mörk hefur Kolbeinn Sigþórsson skorað í 19 leikjum sínum með íslenska landsliðinu. Ég mundi alltaf eftir gamla bekkjarfélaganum því ég var svo hissa á að hann hlustaði á Metallica Gamli bekkjarfélaginn É g var 13 ára þegar ég komst að því að Metallica væri besta hljómsveit í heimi. Svarta albúmið svokall- aða var nýkomið út en ég var öllu hrifnari af eldri plötunum – ...And Justice for All, Master of Puppets og Ride the Lightning. Þegar ég æfði mig að skrifa skrifstafi dró ég fram textann við lagið Fade to Black, sem fjallar um þverr- andi lífslöngun, og skrifaði hann aftur og aftur með fagurri teng- iskrift. Við vinkon- urnar vorum svolítið öðruvísi en bekkjar- félagar okkar, gengum í hermannastígvélum, útkrotuðum klíku- jökkum og reyktum. Ég man þegar ljóshærður, stuttklipptur bekkjarfélagi minn sagðist líka vera hrifinn af Metallica. Gott ef hann sagðist ekki vera hrifinn af laginu One sem fjallar um hermann sem missti bæði handleggi og fótleggi vegna jarðsprengju, og hann liggur á sjúkrahúsi og óskar sér dauða. Ég man að ég var svo hissa á að svona venjulegur strákur hlust- aði á Metallica, strákur sem var ekkert líkur vinum mínum sem klæddu sig eins og pönkarar. Líklega 15 árum síðar rakst ég á þennan bekkjarfélaga minn á röltinu í Vesturbænum. Hann var þá að læra guðfræði og sinnti æskulýðsstarfi í Nes- kirkju. Ég mundi að þetta var góður drengur og fannst það fara honum betur að vera prest- ur en hlusta á Metallica. Nú líður að 20 ára útskriftar- afmæli gamla bekkjarins okkar úr Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands, eða Háteigsskóla eins og hann heitir í dag, og því var eðlilega stofnaður Facebook- hópur þar sem bekkjarfélögum var safnað saman og flest gerðumst við Facebook-vinir. Þannig urðum við vinir í net- heimum, ég og Metallica-aðdá- andinn ljóshærði – Sigurvin Lárus Jónsson. Stuttu seinna rakst ég á hann á Glæstum vonum, mannréttindahátíð Samtakanna 78, en þaðan fór forvitni blaðamaðurinn ég á aðra hátíð í næsta húsi, Hátíð vonar. Þegar ég svo birti myndir af Hátíð vonar á Facebook- síðunni minni tók ég fram að ég hefði rekist á tvo presta á Glæstum vonum en fór rangt með í hvaða kirkjum þeir störf- uðu. Ég nefnilega hélt að Sigur- vin þjónaði í Neskirkju en séra Sigríður Guðmarsdóttir, hinn presturinn á hátíðinni, leiðrétti mig og benti á að Sigurvin væri kominn yfir í Laugarneskirkju. Ég, forvitni blaðamaðurinn, skammaðist mín auðvitað mikið fyrir að fara rangt með en til að dreifa athyglinni frá mis- tökum mínum rifjaði ég upp á síðunni minni að við Sigurvin hefðum verið bekkjarsystkin og bæði hlustað á Metallica hérna í gamla daga. Sigurvin blandaði sér þá í Facebook-umræðuna og sagðist enn hlusta á Metallica. Hann bætti síðan um betur og sagðist líka hlusta á sænskt dauðarokk. „Jesús minn al- máttugur,“ hugsaði ég með mér, enda leggur efahyggjukonan ég iðulega bæði nafn Jesú og Guðs við hégóma. Ég vissi að hann hefði nýlega haldið bæði Regnbogamessu og Geðveika messu og datt í hug að fá Sigur- vin í smá viðtal. Viðtalið varð aðeins meira en smá, eins og sjá má hér aftar í Fréttatímanum. Ég er búin að heyra úr ólíkum áttum að Sigurvin sé sérlega vinsæll meðal þeirra sem sækja æskulýðsstarf hjá honum og rétt áður en við kvöddumst eftir langt og upplífgandi spjall til- kynnti ég honum að ég væri alvarlega að íhuga að senda óskírða dóttur mína til hans í sunnudagaskólann þegar hann snýr aftur í Neskirkju. Gullsmiðadagurinn laugardaginn 19. október Kíktu til gullsmiðsins þíns Hann tekur vel á móti þér Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu. Verið velkomin Hafnarfjörður Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c Nonni gull, Strandgötu 37 Sign gullsmiðaverkstæði við smábátahöfnina Kópavogur Carat-Haukur gullsmiður, Smáralind Meba Rhodium, Smáralind Reykjanesbær Fjóla gullsmiður, Hafnargötu 21 Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49 Gull og hönnun, Njarðvíkurbraut 9 Reykjavík Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Aurum, Bankastræti 4 Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13 GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Jens gullsmiður, Kringlunni og Síðumúla 35 Meba Rhodium, Kringlunni Metal Design, Skólavörðustíg 2 Orr gullsmiðir, Bankastræti 11 Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5 Leifur Kaldal gullsmiður www.gullsmidir.is 918 milljón króna hagn- aður varð af rekstri lögmannsstofunnar Logos á síðasta ári eftir skatt. Hagn- aður fyrirtækisins frá bankahruni nemur yfir þremur milljörðum króna. 3.060 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins fyrstu níu mánuði ársins. Aðfluttir umfram brott- flutta voru 1.430. 7.100.000 krónur var meðaltalskostnaður á hvern fanga í fangelsum ríkis- ins árið 2012. Meðaltalskostn- aður á hvern fanga í rafrænu eftirliti er tæpar tvær milljónir króna. LO G O S Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll 112 milljónir króna hljóðuðu kröfur í þrotabú Bókabúðar Máls og menn- ingar upp á. Félagið fór í þrot árið 2011. Forgangskröfur voru 12,2 millj- ónir, mest vegna ógreiddra launa, og fengust 7,7 milljónir upp í þær. 867 hross hafa verið flutt út frá Íslandi það sem af er ári sem er svip- aður fjöldi og í fyrra. Alls voru 1.333 hestar seldir út í fyrra. 22 milljónir króna fær Guðmundur Guðmundsson í árslaun sem landsliðsþjálfari Dana í handbolta. Á morgun segir sá lati Með slíkri aðgerð var í raun óumflýjan- legt að þeir sem eru á lægstu launum sjái lítinn tilgang í því að vinna þegar hægt er að sleppa því og hafa sömu ráðstöfunartekjur Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, undrast ofrausn borgarinnar við atvinnulausa. Rauðsokki Þetta er líka huglægt og getur verið mjög erfitt fyrir marga menn að þola en þar sem ég er landsþekktur femínisti þá lifi ég þetta nú af, það er nú bara ein af ástæð- unum fyrir því. Brynjar Níelsson alþingismaður þjáist ekki af vanmáttarkennd vegna þess að tekjur hans eru lægri en eiginkonunnar, enda einlægur femínisti eins og ítrekað hefur komið fram. Veður ösku og reyk Ég held að slík auglýsing yrði nánast á við annað Eyjafjallagos. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs á Alþingi til þess að stökkva á vinsældavagn landsliðsins í knattspyrnu og greip til sérkennilegs líkingamáls þegar hann útlistaði áhrif þess ef liðið kemst á HM í Brasilíu. Skróp í kladdann! Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráð- herra sjálfur, er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er orðinn langþreyttur á tíðum fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og klagaði hann úr ræðustóli þingsins. Ekki benda á mig! Lögin ná ekki markmiði sínu, sem er að koma í veg fyrir vændi, nema menn séu nafngreindir. Það er það eina sem dugar. Ótrúlegur fjöldi manna á yfir höfði sér ákærur fyrir vændiskaup. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, gerir skýlausa kröfu um að þeir verði sviptir nafnleynd. Að drekka meira kampavín? Við getum verið hér og drukkið og ef þú ert sáttur með mig þá getum við farið heim til þín eftir á. Stöð 2 spilaði í fréttum sínum samtal viðskiptavinar við starfsstúlku á kampavínsklúbbi í Reykjavík sem virtist til í ýmislegt sem ekki má. Kampavínshvítþvottur Ég er á morgun að tala fyrir tillögu til þingsályktunar um það að fela ráðherra að skoða hvaða lagabreyt- ingar þurfi til þess að koma í veg fyrir að svona staðir, þar sem að grunur á refsiverðri háttsemi í skjóli annarar, löglegrar starfsemi, og við viljum koma í veg fyrir svona kampavínsstaði. Björk Vilhelmsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sætti lagi á meðan hún situr á þingi og mælir fyrir lagabreytingu sem ætti að þurrka upp klámfengið kampavínssull í höfuðborginni. Quis custodiet ipsos custodes? Við höfum þegar ákveðið að fara þá leið að taka upp ákveðinn farveg þannig að þessi mál fari í samráðs- vettvang eða einhvers konar ráð, helst utan lögreglunnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var undrandi á niðurstöðu rannsóknar á stöðu kynjanna innan lögreglunnar og þröngri stöðu lögreglukvenna.  Vikan sem Var 16 viðhorf Helgin 18.-20. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.