Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 2
Leikföng Barnaherbergið
olatagardur.is / Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin við Faxafen) / Sími: 511 3060
Opið: mán.–fös. 11.00–18.00 og laugardaga 11.00–16.00
Skapandi jól
í Ólátagarði
Föndur Púsl
PIPA
R
\TBW
A
•
SÍA
•
133324
Spil
Sorpflokkun ný Sending af bláu tunnunni er væntanleg eftir helgi
Bláa tunnan er uppseld
Bláa tunnan er uppseld hjá Reykjavíkurborg og
hafa sorphirðumenn því sýnt sveigjanleika þegar
kemur að pappír í hefðbundum sorptunnum. Átakið
Pappír er ekki rusl hófst hjá borginni fyrr á þessu
ári og gefið var út að frá og með 11. október yrðu
gráu sorptunnurnar ekki tæmdar ef í þeim væri of
mikið af pappír. Gámasending með bláum tunnum
er væntanleg eftir helgina og þeir sem eru að bíða
eftir tunnum fá þær væntanlega í lok næstu viku.
Tekið skal fram að einkaaðilar bjóða einnig upp á
flokkunartunnur.
Í lok síðasta árs voru um 4 þúsund bláar tunnur
í Reykjavík. Í byrjun október voru þær orðnar um
9 þúsund og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru
tæplega 11 þúsund bláar sorptunnur í borginni.
„Viðtökurnar hafa verið ákaflega góðar. Við erum
greinilega tilbúin til að verða græn,“ segir Elfa Björk
Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
Hún hvetur fólk einnig til að flokka gler, plast og
annað endurvinnanlegt efni og skila í grenndar-
gáma.
Nú stendur yfir samevrópsk nýtnivika en mark-
mið hennar er að draga úr myndun úrgangs og
hvetja fólk til að nýta hluti betur. Í tilefni af því er í
gangi samkeppni um „Best nýtta pappírinn“ á Fa-
cebook-síðu Reykjavíkurborgar þar sem pappír eða
pappi er endurnýttur eða hefur fengið nýtt hlutverk.
- eh
Á ellefta þúsund
bláar tunnur eru
nú í Reykjavík. Þar
sem tunnan er upp-
seld hafa sorp-
hirðumenn sýnt
sveigjanleika þegar
kemur að tæmingu
á gráu tunnunum.
Ljósmynd/Hari
Safna fyrir rúmum á Staðarfell
Nýstofnað stuðningsfélag meðferðarheimilisins Staðarfells í Dölum safnar nú fyrir
nýjum rúmum því rúm vistmanna eru öll komin mjög til ára sinna. „Þeir sem dvelja á
Staðarfelli eru þar að öllu jafna í fjórar vikur. Að okkar mati er afar brýnt að tryggja
að hver vistmaður eigi sem mestan möguleika á góðri hvíld, sem af sér leiðir betri
möguleika á að einstaklingar nái bata,“ segir Ólafur Hákonarson, einn aðstandenda
söfnunarinnar. „Fjármagn SÁÁ til rekstursins er af skornum skammti. Allt kapp hefur
verið lagt á að viðhalda meðferðinni sjálfri, en þar starfa áfengisráðgjafar með
áralanga reynslu í fullu starfi. Allar kannanir sem gerðar hafa verið á starfseminni
benda til þess að gæði meðferðarinnar standast fyllilega samanburð við það sem
best gerist erlendis,“ segir Ólafur.
-sda
Barnavörubasar Lífs
styrktarfélags
Líf styrktarfélag stendur annað árið í röð
fyrir basar í fjáröflunarskyni. Nú ætlar
félagið að gefa öllum barnavörum nýtt
líf en í fyrra var eingöngu tekið á móti
leikföngum.
Mótttaka á barnavörum verður laugar-
daginn 23. nóvember milli klukkan 11
og 15 að Skeifunni 19, við hliðina á
Hreysti. Barnavörubasarinn verður svo á
sunnudeginum 24. nóvember frá klukkan
11 til 14 á sama stað.
Tekið verður á móti barnaleikföngum,
barnafötum, spilum, bókum, húsgögnum
og öllu öðru barnatengdu.
Barnavörubasarinn er opinn öllum og
hvetur Líf þá sem hafa hug á að gera góð
kaup, en í leiðinni styrkja gott málefni, að
kíkja við á markaðnum á sunnudaginn.
-sda
Nýtt úrræði fyrir
bótalausa
Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör sam-
starfsverkefni með sveitarfélögum í land-
inu um þjónustu við atvinnuleitendur sem
eru án bótaréttar í atvinnuleysistrygg-
ingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá
félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið
hefur fengið nafnið Stígur og markmið
þess að styrkja viðkomandi einstaklinga í
leit sinni að atvinnu og fækka þannig í hópi
þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitar-
félaga að halda. -sda
ASÍ gagnrýnir SA
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam-
bands Íslands, gagnrýnir harðlega
sjónvarpsauglýsingar frá Samtökum
atvinnulífsins sem hann segir sögufölsun.
„Í þeim er með sérlega ósmekklegum
hætti látið í það skína að kröfur launafólks
um launahækkanir séu ástæða hárrar
verðbólgu á Íslandi. Samtök atvinnulífsins
skauta algerlega framhjá þeirri augljósu
staðreynd að hér á landi er í umferð veikur
gjaldmiðill sem fellur reglulega með braki
og brestum svo ekki sé talað um hrun
krónunnar fyrir 5 árum,“ segir í tilkynn-
ingu frá ASÍ. -sda
h eilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins hefur tilkynnt nokkrum foreldrum fyrirbura að í janúar á næsta ári
standi til að leggja niður sérstakt fyrirbura
eftirlit sem þeim hefur staðið til boða. Ekki
hafa allir foreldrar fengið slíka tilkynn-
ingu heldur heyrt af þessum áformum
annars staðar frá. Þjónustan hefur staðið
þeim börnum til boða sem hafa fæðst fyrir
32 vikna meðgöngu og/eða með fæðingar-
þyngd undir 1500 grömmum. Meðal for-
eldra fyrirbura hefur almennt verið mikil
ánægja með þjónustuna og eru þeir því
ósáttir við að ekki standi til að halda henni
áfram.
Hafdís Magnúsdóttir hefur nýtt sérhæfða
ung- og smábarnavernd fyrirbura fyrir dótt-
ur sína sem fæddist eftir rúmlega 32 vikna
meðgöngu. „Fyrstu sex mánuðina fórum
við í hefðbundna ungbarnavernd og fengum
góðan hjúkrunarfræðing en því miður var
sá ekki með sérhæfingu í málefnum fyrir-
bura. Dóttir mín fæddist eftir 32 vikna og
1 dags meðgöngu og því fórum við ekki
sjálfkrafa í fyrirburaeftirlitið en fengum svo
að færa okkur yfir,“ segir Hafdís. Hún fann
mikinn mun á þeirri þjónustu sem henni
bauðst í sérhæfða fyrirburaeftirlitinu og í
því hefðbundna. „Í sérhæfða fyrirburaeftir-
litinu var skilningur á öllu því sem fylgir
að vera fyrirburi. Í hefðbundna eftirlitinu
var hjúkrunarfræðingurinn til dæmis með
miklar áhyggjur af því hversu hægt dóttir
mín þyngdist og við þurftum að mæta í
vigtun vikulega. Þetta olli mikilli streitu
hjá mér því ég hafði áhyggjur af því að hún
þyngdist ekki nóg. Í sérhæfða fyrirbura-
eftirlitinu sá hjúkrunarfræðingurinn strax
að dóttir mín fylgdi sinni vaxtarkúrfu þó
hún væri minni en jafnaldrar hennar og því
mættum við aðeins mánaðarlega í vigtun.“
Á vef Heilsugæslunnar kemur fram að
með sérhæfða eftirlitinu sé markmiðið að
fylgjast reglulega með heilsu og framvindu
á þroska fyrirbura og að lögð sé áhersla á
stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað
að því að börnum séu búin bestu möguleg
uppvaxtarskilyrði a hverjum tíma. Þá sé
börnum tryggðum viðeigandi stuðningur
og þjónusta fagaðila við frávik.
Drífa Baldursdóttir heldur utan um vef-
svæði fyrirburaforeldra, fyrirburar.is, og
segir hún fjölda fólks mjög uggandi yfir
þessum áformum Heilsugæslu Höfuðborg-
arsvæðisins. „Það er mjög gott fyrir foreldra
fyrirbura að hafa alltaf aðgang að sér-
fræðingum í málefnum fyrirbura og að fá
allan þann stuðning sem þeim er nauðsyn-
legur eins og til dæmis við brjóstagjöf og
líðan sína sem foreldra fyrirbura sem þarf
mikla sérhæfingu til að sinna. Við fyrir-
bura foreldrar erum mjög ósátt við að þessa
sérhæfðu þjónustu eigi ekki að veita áfram
og viljum að fyrir alla þá fyrirbura sem eiga
eftir að koma standi þetta til boða.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
heilbrigðiSmál heilSugæSla höfuðborgarSvæðiSinS
Hætta með sérhæft
fyrirburaeftirlit
Fyrirburum hefur staðið til boða sérhæfð ungbarnavernd hjá Heilsugæslu
Höfuðborgarsvæðisins en nú eru uppi áform um að hætta þeirri þjónustu.
Almenn ánægja hefur verið meðal foreldra fyrirbura með þjónustuna og eru
margir þeirra ósáttir við fréttir af því að til standi að hætta að veita hana.
Til stendur að
leggja niður
sérhæfða ung- og
smábarnavernd
fyrirbura.
Þjónustan
hefur staðið þeim
börnum til boða
sem hafa fæðst
eftir minna en 32
vikna meðgöngu
og/eða verið með
fæðingarþyngd
undir 1500
grömmum.
Ljósmynd/Hari.
2 fréttir Helgin 22.-24. nóvember 2013