Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 10
É g fór á leiðbeinendanám-skeið hjá Blátt áfram að gefnu tilefni. Ég var leik-
skólafulltrúi Vestmannaeyjabæjar,
starfaði ein á leikskólaskrifstofunni
og kom að umsjón allra barna, frá
fæðingu til 6 ára, bæði hvað varðar
ráðgjöf og fræðslu til dagforeldra og
leikskólakennara. Á meðan ég var
starfandi fór barn sem var gróflega
misnotað í gegnum dagmæðrakerf-
ið hjá mér og áfram uppi í leikskóla.
Það var greinilegt að eitthvað var að
en þetta var bara svo fjarri mér. Ég
þekkti ekki einkennin. Þá ákvað ég
að gera allt sem í mínu valdi stæði
til að koma í veg fyrir að þetta
myndi gerast aftur,“ segir Guðrún
Helga Bjarnadóttir, nýr starfsmaður
á skrifstofu Blátt áfram. „Þetta ýtti
við mér og á næstu þremur árum
fóru um fimm hundruð manns á
vegum Vestmannaeyjabæjar á nám-
skeið hjá Blátt áfram, bæði grunn-
og leikskólastarfsmenn, starfsfólk
í frístundaveri, sundlaugum og víð-
ar,“ segir hún.
Samtökin Blátt áfram berjast
fyrir því að efla forvarnir gegn kyn-
ferðisofbeldi gagnvart börnum. Þau
hafa starfað í níu ár og hafa meðal
annars vakið athygli fyrir opinská-
ar auglýsingar sem hafa farið fyrir
brjóstið á sumum. Til að mynda tók
fólk misjafnlega sjónvarpsauglýs-
ingum þar sem börn komu fram og
lítil stúlka sagði: „Ég vil ekki að ein-
hver strjúki mér og verði góður við
pjölluna mína.
Mega neita að kyssa afa
Sigríður Björnsdóttir, annar stofn-
enda Blátt áfram, leggur áherslu á
að öllum þeirra auglýsingum sé beint
að fullorðnum. „Sumir hafa túlkað
þetta þannig að við séum að reyna
að ná til barna. Skilaboðin okkar eru
að fullorðnir þurfa að fræða börnin
um þeirra mörk og um snertingu og
markmiðið er að börn geti sagt frá
þessum hlutum,“ segir hún. Guð-
rún Helga tekur undir: „Engu barni
dettur í hug að segja svona ef eng-
inn hefur sagt þeim að það megi
tala. Það er á ábyrgð foreldra að taka
þetta til sín.“ Og sumir foreldrar hafa
upplifað að samtökin taki fram fyrir
hendurnar á þeim þegar kemur að
fræðslu til barnanna þeirra um kyn-
ferðisofbeldi. „Í ljósi þess að aðeins
29% foreldra fræða börnin sín þá er
sannarlega ástæða til að hreyfa við
foreldrum,“ segir Sigríður. „Reyndar
voru bara tveir aðilar með höfðu sam-
band á sínum tíma og voru ósáttir
við auglýsingarnar. Fleiri komu eða
hringdu í okkur og þökkuðu okkur
fyrir og lýst yfir ánægju sinni með
auglýsingarnar,“ bætir hún við.
Við Sigríður og Guðrún Helga sett-
umst niður til að ræða áherslur sam-
takanna og þá gagnrýni sem kynn-
ingarefni þeirra hefur hlotið. Þær
segjast vissulega kannast við að hafa
hitt fólk á námskeiðum sem finnst
vera of mikið um hræðsluáróður og
að hvorki feður né afar geti lengur
leyft sér að sýna börnum nánd og já-
kvæða snertingu án þess að það sé
gert tortryggilegt. Ég sýni þeim líka
skrif á netinu þar sem þessu er hald-
ið fram. „Það er auðvitað ekki það
sem námskeiðin okkar snúast um en
það væri óeðlilegt ef umræðuefnið
hreyfði ekki við okkur,“ segir Guð-
rún Helga. „Ég hef stundum tekið
saklaust dæmi á fyrirlestrum að
stundum þarf barn að kyssa alla í fjöl-
skylduboði. Barnið langar kannski
ekki að kyssa afa sinn, sem notar
neftóbak, og finnst það ógeðslegt.
Það veit hins vegar ekki að það megi
neita því, og gerir því það sem því er
sagt, þó því finnist það óþægilegt.
Og þetta dæmi kannast fólk yfirleitt
við. Það er hluti af forvörnum gegn
kynferðisofbeldi að börn viti að þau
megi setja mörk og að þau megi segja
frá því þegar farið er yfir þau. Það er
hins vegar staðreynd að 17% barna
verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og
við viljum vernda þau. Við segjum
hins vegar ekki að 17% karla séu ger-
endur. Þeir eru miklu færri enda níð-
ast flestir barnaníðingar á mörgum
börnum,“ segir Guðrún Helga.
Fjarlægðu efni eftir
athugasemdir
Annað atriði sem hefur verið gagn-
rýnt er ábending sem birt var á vef-
síðu Blátt áfram þar sem sagði: „Ef
þú þarft að fá pössun fyrir börnin,
vertu búin að baða þau og klæða þau
í náttföt fyrir svefninn áður en hann/
hún mætir. Ekki gefa barnfóstru
ástæðu til þess að afklæða börnin
þín.“ Þær viðurkenna að þetta sé
heldur harkaleg nálgun og að þessi
ábending hafi verið fjarlægð fyrir
um þremur vikum. „Allt okkar efni
er í sífelldri endurskoðun til þess að
ná betur til sem flestra. Við fengum
hörð viðbrögð við þessu og fjarlægð-
um það. Ef þú talar við einstakling
sem hefur orðið fyrir kynferðisof-
beldi sem barn þá myndi hann segja
að þetta væri einmitt ein leiðin sem
notuð er til að komast að börnum. Við
sáum hins vegar að þessi framsetn-
ing náði ekki til fólks og við þurftum
bara aðeins að draga í land.“ segir
Sigríður.
Í bæklingnum „7 skref til vernd-
ar börnum“ sem Blátt áfram gaf út
var fólki leiðbeint um heilbrigð tjá-
skipti við börnin sín og hvernig þau
geti minnkað líkur á að þau verði
fyrir kynferðisofbeldi. Þar er fjöldi
ábendinga sem eru mjög rökréttar og
upplýsandi en ein þeirra fannst mér
stuðandi: „Byrjaðu að ræða þessi
mál þegar barnið er ungt og ræddu
þau oft. Notaðu hversdagslega at-
burði sem kveikju að umræðum um
kynferðisofbeldi.“ Þær taka undir
að þetta geti misskilist enda er það
ekki í anda samtakanna að hvetja fólk
til að ræða opinskátt um kynferðis-
ofbeldi við lítil börn. „Þú talar ekki
um kynferðisofbeldi við fjögurra ára
gamalt barn. Á þessum aldri ættu for-
eldrar að hafa talað um einkastaðina
við börnin, bara hvað þeir heita, rétt
eins og aðra líkamshluta, og áfram
um að þau megi setja sín eigin mörk.
Þetta orðalag mætti vera skýrara,“
segir Guðrún Helga. Þegar ég spyr
líka hvort ekki þurfi að skilgreina
hvað er oft segir Sigríður: „Við kenn-
um börnunum okkar umferðarregl-
urnar, segjum þeim að passa sig á bíl-
unum og muna að nota hjálm þegar
þau eru að hjóla. Það gerum við oft,
jafnvel daglega. Ættum við ekki ein-
mitt oft að minna börnin okkar á að
þau hafa rétt á að setja mörk og að
þau mega segja frá öllu.“
Flest fólk er gott
Í bæklingnum er einnig fjallað um
hvernig foreldrar geta fækkað tæki-
færum barnaníðinga og þar lögð
áhersla á að „forðast að láta barnið
vera eitt með einum fullorðnum að-
ila.“ Ég spyr hvort þetta sé ekki til
þess fallið að ala á vantrausti í garð
fólks og þar að auki vart gerlegt.
„Ef þú lest áfram sést að í 80% til-
vika sem börn eru beitt kynferðis-
ofbeldi eru þau ein með einum full-
orðnum aðila og í um 90% tilvika
þekkir barnið gerandann. Þannig
væri það ábyrgðarleysi af okkur að
taka þetta út. Okkur finnst þetta
hafa verið svolítið slitið úr sam-
hengi. Við erum ekki að segja að
þú eigir ekki að láta barnið þitt vera
eitt með einhverjum ef þú telur það
vera í lagi. Þeir sem fá fræðslu hjá
okkur fá mun meiri upplýsingar
en eru í bæklingnum og skilja því
betur hvað við erum að fara með
þessu,“ segir Sigríður. „Við fjöllum
líka um mikilvægi þess að geta
verið eitt með börnum. Flest fólk
er gott og við eigum að treysta fólki
en við þurfum ekki að treysta fólki
skilyrðislaust,“ segir Guðrún Helga.
Blátt áfram er nú að fara af stað
með nýja auglýsingaherferð sem er
með öðru sniði en áður. Auglýsing-
arnar verða í blöðum og skjáaug-
lýsingar í sjónvarpi. Þar er sýnd
krítarmynd af hamingjusamri fjöl-
skyldu og yfirskriftin er. „Verum
upplýst – verndum börnin okkar.“
Þá er því beint til fullorðinna að
þeir beri ábyrgð á börnunum og
settar fram tölur um þann fjölda
fólks sem hefur fengið fræðslu á
vegum Blátt áfram á síðasta ári.
Auglýsingarnar eru mun almenn-
ari en fyrri auglýsingar samtak-
anna og mér þykja þær til marks
um einhvers konar stefnubreyt-
ingu þegar kemur að kynningar-
málum. „Við erum í raun bara að
minna á okkur, hvað við erum að
gera og hvað hefur áunnist. Um 35
þúsund manns hafa fengið fræðslu
hjá Blátt áfram frá upphafi. Sam-
tökin verða 10 ára á næsta ári og
við værum ekki starfandi nema
vegna þess fjölda sem óskar eftir
fræðslu og námskeiðum. Skólar,
foreldrafélög og jafnvel heilu sveit-
arfélögin hafa fengið fræðslu hjá
okkur ár eftir ár. Við værum ekki
til ef fólk hefði ekki trú á því sem
við erum búin gera,“ segir Sig-
ríður. Hún og Svava systir hennar
stofnuðu Blátt áfram en báðar eru
þær þolendur kynferðisofbeldis.
„Líklega hafa um 60 manns farið á
leiðbeinendanámskeið hjá okkur
en það eru færri en tíu sem eru
starfandi. Þetta eru leikskólakenn-
arar, námsráðgjafar, sálfræðingur
og félagsráðgjafar – allt fagfólk.
Fæstir leiðbeinendanna eru þol-
endur. Áhersla okkar er að vinna
faglega og vinna með fólki sem
þekkir vel til málaflokksins,“ segir
Sigríður.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Frábærar McCain
franskar á 5 mínútum
Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á
augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör
sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!
Samtökin Blátt áfram eru að
fara af stað með nýja auglýs-
ingaherferð með öllu mildari
áherslum en áður. Sumir hafa
gagnrýnt samtökin fyrir opin-
skátt fræðsluefni og segja
forsvarsmenn að þau taki
fagnandi ábendingum sem
geta bætt framsetninguna.
Hins vegar sé nauðsynlegt
að hreyfa við fólki og minna
fullorðna á þá skyldu sína að
vernda börn fyrir kynferðis-
ofbeldi.
Blátt áfram bregst
við gagnrýni
Sigríður Björnsdóttir og Guðrún Helga Bjarnadóttir hjá Blátt áfram segja mikilvægt
að fræða börn um að þau mega setja mörk og að þau mega segja frá öllu.
Ljósmynd/Hari
Þú talar ekki
um kyn-
ferðisofbeldi
við fjögurra
ára gamalt
barn.
SamfÉlagSmál Um 35 þúSUnd mannS hafa Sótt fræðSlU hjá Blátt áfram
10 fréttaviðtal Helgin 22.-24. nóvember 2013