Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
M Meðal sykurneysla hvers Íslendinga nemur 60 kílóum á ári. Það eru hrikalegar tölur og Íslendingar, sem eru feitastir Norðurlanda-þjóða, virðast fylgja í kjölfar Bandaríkja-
manna. Þeir eru afleit fyrirmynd í þessum
efnum en fram kom í fréttaskýringaþætti
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS, 60
mínútur, að sykurneysla væri að fara með
Bandaríkjamenn í gröfina.
Hérlendis eru 57,1 prósent
fullorðinna yfir kjörþyngd og
18,6 prósent barna. Offitufar-
aldurinn er ein helsta ógnin
við lýðheilsu í dag, að því er
fram kom hjá Bolla Þórssyni,
lækni hjá Hjartavernd og sér-
fræðingi í innkirtlasjúkdóm-
um, í Líftímanum sem fylgir
Fréttatímanum mánaðarlega.
Rannsókn Norrænu ráðherra-
nefndarinnar sýnir að offita
hrjáir 17,8 prósent Íslendinga
sem er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum.
Lægst er hlutfallið í Noregi, 8,7 prósent.
Rannsókn Hjartaverndar á aldurshópnum
35 til 44 ára sýndi að fyrir 45 árum, árið
1968, vógu konur á Íslandi að meðaltali 64,9
kíló en karlar 81,9 kíló. Árið 2007 var meðal-
þyngd kvenna 74 kíló og karla 90 kíló. Bolli
telur að fólk geri sér almennt ekki grein
fyrir því hve hættuleg offita getur verið.
Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta-
sjúkdómum, segir í Líftímanum að algeng-
ustu afleiðingar offitu séu áunnin sykursýki,
hár blóðþrýstingur, auk hjarta- og æða-
sjúkdóma en þeir eru algengasta dánaror-
sökin hér. Hann bendir á að undanfarna tvo
áratugi hafi fituneysla hérlendis nokkurn
veginn staðið í stað en neysla á sykri og
unnum kolvetnum aukist. Því sé ólíklegt
að þjóðin hafi fitnað af of mikilli fituneyslu.
Skýringanna sé fremur að leita í óhóflegri
sykurneyslu.
Ef snúa á við þróun offitumála segir Axel
lykilatriði að fræða börn um mataræði og
fá þau til að heillast af því sem er hollt og
ferskt og sjá ókostina við unninn sykur og
sælgæti. Offita í barnæsku eykur líkur á
offitu á fullorðinsaldri og segir Axel rann-
sóknir sýna að séu börn of feit séu 70-80
prósent líkur á offitu þeirra á fullorðinsaldri.
Sé barn í eðlilegum holdum séu ekki nema
7-10 prósent líkur á að það glími við offitu
síðar á ævinni.
Gríðarleg gosdrykkjaneysla hefur verið
viðvarandi en Íslendingar drekka að meðal-
tali um 130 lítra af gosdrykkjum á ári. Á
þetta hefur Vilhjálmur Ari Arason læknir
bent og nefnir auk þess sælgæti, orku-
drykki og sykraðar mjólkurvörur. Fjórð-
ungur allrar sykurneyslu landans er í formi
gos- og sykurdrykkja, segir hann og bendir
á að fimmföld ofneysla á sykri á Íslandi sé
„svakaleg ofneysla á skaðlegu fæðuefni í of
miklu magni.“ Ógnvænlegt er að sjá „nammi-
bari“ svokallaða í stórverslunum þar sem
mannhæðarháir rekkar eru sneisafullir af
sælgæti sem mokað er í poka með skóflum.
Meðal Íslendingurinn innbyrðir kíló af
sykri í viku hverri og vel það. Það er með
því mesta sem þekkist í heiminum. Nátt-
úrulækningafélag Íslands hefur bent á að
neysluhlutfall barna sé jafnvel enn hærra en
hjá fullorðnum en samkvæmt upplýsingum
frá Neytendasamtökunum borðar leikskóla-
barn að meðaltali 54 grömm af sykri á dag,
yfir 19 kíló af hreinum sykri á ári. Það er
rúmlega meðalþyngd fjögurra ára drengja.
Þetta gríðarlega sykurmagn er meira en lifr-
in ræður við. Þegar lifrin fær meira af sykri
og sætuefnum en hún getur unnið úr breytir
hún sykrinum í fitu.
Hundrað manns fara í offitumeðferð á ári
hverju og sjúklingarnir verða sífellt yngri.
Tíðni sykursýki 2 hefur aukist um helming
hjá körlum og rúmlega tvo þriðju hjá kon-
um. Einn sykraður gosdrykkur á dag eykur
hættu á að fá hjartaáfall um 20 prósent og
rannsóknir sýna bein tengsl hegðunarerfið-
leika ungra barna og gosdrykkjaneyslu.
Það þarf ekki annað en ganga um götur
hérlendis til að sjá æpandi dæmi um ástand-
ið. Við það má ekki una. Þörf er á þjóðará-
taki gegn sykuræðinu.
Offitufaraldur feitustu þjóðar Norðurlanda ógnar lýðheilsu
Þjóðarátak gegn sykuræði
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
En hann er boxari
Mig langaði í eitt sinn að berja Gunnar
Birgisson.
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í
Kópavogi, upplýsti að einhverju sinni
stuðaði Gunnar Birgisson hann svo að
hann vildi rjúka í hann. Gunnar er hins
vegar þungavigtarmaður og áhuga-
samur um hnefaleika.
Og hvernig er hún í viðkynn-
ingu?
Ég og Magnús þekkjum þessa eign og
höfum komið að rekstri hennar, en
„fréttin“ snýst ekki um það. Hvorugur
okkar er eigandi, eins og áður segir,
og ég kem ekki að rekstri þessarar
fasteignar í dag.
Hannes Smárason hafnar því
að eiga flottan skíðaskála, en
kannast við húsið.
Hammó með ammó!
Þetta er á mjög gráu svæði og
mér finnst þetta vera hámark
ruddaskaparins – að birta mér
stefnu á heimili mínu vegna minnar
vinnu. Þeir hefðu vel getað beðið í einn
dag eða komið til mín í vinnuna.
Stefnuvottur frá Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni truflaði sextugsafmæli
Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, og
gerði litla lukku.
Úr vöndu að ráða
Ekki slægi ég hendinni á móti því að
skuldir mínar lækkuðu. En það getur
líka verið að hægt sé að gera eitthvað
skynsamlegra við peningana. Óvissan
er enn svo mikil að ég get ekki metið
það.
Egill Helgason veit ekki hvað honum á að
finnast um áform um skuldaniðurfellingu.
Kanahrollur
Fyrir mér er bara mjög óþægilegt að
vita til þess að það séu einhver einka-
fyrirtæki að hnýsast í persónuupp-
lýsingar fólks fyrir einhver erlend
stórveldi, mér finnst það bara mjög
krípí.
Birgitta Jónsdóttir pírataþingmaður fær
hroll eins og Kristinn.
Og sjö þúsund árum síðar
kom Sing Sing Hó...
Þetta er bara sögufölsun. Annars-
vegar á þróun launa og verðlags og
hinsvegar á því sem Seðlabankinn
var að gera.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambands Íslands, er óhress með
auglýsingu Samtaka atvinnulífsins þar
sem launþegar eru hvattir til að stilla
kröfum sínum um kjarabætur í hóf vegna
verðbólgu.
CIA – Iceland
Það er ljóst að ríkislögreglu-
stjóri telur enga þörf á að
útskýra fyrir almenningi
hvernig samstarfi hans við
erlend lögregluembætti
og leyniþjónustur er háttað.
Þingið þarf greinilega að þvinga
þessar upplýsingar fram.
Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og
talsmaður WikiLeaks, furðar sig á
fylgispekt íslenskra lögregluyfirvalda við
bandarískar njósnastofnanir.
En hér er myrkur og kreppa!
Já, það getur verið og þetta er eitt-
hvað sem þarf að skoða miklu betur.
Þetta hefur svo sem verið vitað lengi,
áratugum saman að Íslendingar nota
meira af þunglyndislyfjum en er á
hinum Norðurlöndunum. Það hefur
verið vitað lengi.
Magnús Jóhannsson, læknir veltir fyrir
sér mikilli lyfjanotkun mörlandans.
Harður jaxl
Þetta er skelfilegt alveg, en maður lifir
þetta af.
Brynjar Dagbjartsson, trésmiður,
lenti í árásargjörnum innbrotsþjófum
við sumarbústað við Reykjaskóg í
Bláskógabyggð.
Vikan seM Var
Meðal Íslendingurinn innbyrðir kíló af sykri í viku hverri
og vel það. Það er með því mesta sem þekkist í heiminum.
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Bækurnar
okkar á
Bókamessu
Öll helgin:
Getur þú lesið miðaldahandrit?
Taktu þátt í messuleik og
freistaðu þess að vinna
glæsilega bók frá Opnu.
Dregið úr réttum lausnum.
Laugardagur kl. 15.00:
Tískusýning! Félagar úr
Heimilisiðnaðarfélagi Íslands
sýna glæsilega þjóðbúninga
frá ýmsum tímum.
Sunnudagur kl. 15.00:
Fríða Rún Þórðardóttir kynnir
ljúffengar krásir sem allir geta
notið - líka þeir sem þurfa að
forðast egg, mjólkurvörur,
glúten eða hnetur.
14 viðhorf Helgin 22.-24. nóvember 2013