Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 23
Góðar uppskriftir ganga kynslóð fram af kynslóð.
Minningin um uppáhaldskökuna sem amma bakaði
fylgir okkur alla tíð. Bragðið, lyktin úr ofninum ...
Kökurnar verða ljómandi með Ljóma.
Ljóma smjörlíki er eingöngu
framleitt úr jurtaolíum og án
transfitu.
Ljóminn á skilið
það lof sem hann fær
Taktu þátt í Ljómaleiknum á Facebook – Facebook.com/ljomasmjorliki
Glæsileg Kenwood hrærivél í verðlaun.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
33
36
0
in til Íslands og kunni hvorki
íslensku né ensku gátum við
Inga samt spjallað saman, hún
á íslensku og ég á serbnesku
eða rússnesku og bara með því
að horfast í augu skildum við
hvor aðra. Við fórum og borð-
uðum með fjölskyldu minni um
kvöldið en það var engin hátíð,
það var bara sorg. Foreldrar
mínir sem eru í Bosníu töluðu
við okkur í gegnum Skype og
þegar þau heyrðu að Inga væri
dáin þá grétu þau líka.“
Ranka mætti í vinnuna í
Blómavali strax næsta dag en
samkvæmt hefði frá heima-
landinu var hún svartklædd
vegna sorgarinnar. „Samstarfs-
fólkið mitt þekkti mig svo vel
og sá strax að það var eitthvað
að. Það reyndist mér vel og
hvatti mig til að fara heim ef ég
vildi en ég kaus frekar að vera
í vinnunni.“ Fyrir útför Ingu
skreytti Ranka síðan krans
og á honum voru borðar bæði
með fána heimalands síns og
Íslands.
Fráfall Ingu tók mjög á
Rönku og hugsar hún mikið til
hennar. En Ranka hugsar afar
mikið til annarrar manneskju –
sonar síns sem hún hitti aldrei
en veit nú að er á lífi.
Símtalið örlagaríka
„Mig grunaði alltaf að hann
væri á lífi en ég var hætt að tala
um það við fjölskylduna mína.
Ættingjar mínir báðu mig,
bara mín vegna, að hætta að
hugsa þannig. Hörmungarnar
í stríðinu voru svo miklar og
þetta var bara eitt af því sem
þar gerðist. En innst inni gat
ég aldrei gleymt honum.“ Hún
fékk örlagaríkt símtal í október
2009. „Ég var sofandi heima,
mér leið illa og ég var búin að
fá martraðir um stríð og barns-
fæðingar. Síminn byrjar að
hringja og ég nenni ekki að
svara. Hann hringir út en byrjar
aftur að hringja. Hann hringir
aftur út og byrjar að hringja í
þriðja sinn. Ég hugsa þá allt í
einu til þess að pabbi minn er
veikur í Bosníu og kannski er
verið að láta mig vita af honum.
Þegar ég svara er kona á hinni
línunni sem talar mitt tungu-
mál og spyr um mig með nafni.
Hún segir að ég hafi fætt dreng
á sjúkrahúsinu í Jagodínu
þann 7. júlí árið 1992 klukkan
sex. Mér bregður mikið og ég
spyr hvernig hún viti þetta. Þá
segist hún í rúm sautján ár hafa
haft þetta mál á samviskunni
en hún hafi ekki getað þagað
lengur. „Drengurinn þinn er á
lífi,“ segir hún. Konan segir að
hann heiti Ratko og hafi verið
seldur af fæðingardeildinni
til efnaðrar fjölskyldu í Sviss.
Síðan lagði hún á og ég gat ekki
spurt þeirra þúsund spurninga
sem ég hafði. Eftir þetta símtal
brotnaði ég niður eins og þegar
ég heyrði að Inga væri látin. Ég
missti símann í gólfið þannig
að hann brotnaði og ég grét og
grét.“
Ranka heyrði aldrei aftur
frá konunni og veit engin deili
á henni. Hún hefur náð sam-
bandi við aðra konu sem starf-
aði á sjúkrahúsinu í Jagodínu
þegar hún fæddi drenginn en
er engu nær um hvar hann er
nú. Á undanförnum árum hafa
hundruð foreldra komið fram
í dagsljósið í gömlu Júgóslavíu
og fullyrt að börnunum þeirra
hafi verið stolið á fæðingar-
deildum víða um landið. Um
áratuga skeið var starfandi í
landinu svonefnd „Barnamafía“
sem rændi börnum og seldi þau
úr landi. Ranka og Elín settu
sig í samband við blaðamann í
Serbíu sem hefur fjallað mikið
um barnsránin og ljóst er að
þetta er svartur blettur á sögu
gömlu Júgóslavíu. Fréttamaður
hjá serbneskri sjónvarpsstöð
hefur einnig verið í sambandi
við Rönku og ætlar mögulega
að taka hana í viðtal. Sum af
börnunum sem var rænt hafa
fundist síðar. Önnur hafa aldrei
komið í leitirnar.
Líður illa eftir afmælis-
veislur barna
„Ég hugsa stöðugt um son
minn og hvernig honum líður.
Ég velti fyrir mér hverjir fengu
hann og hvort þau gefa honum
ást eða hvort þau koma illa fram
við hann. Ég hef lesið fréttir um
fólk sem fer illa með börnin sín
og þá hugsa ég alltaf til hans.
Ég er með þúsund spurningar
og það er erfitt að vita af honum
þarna úti en vita ekkert meir.
Mig langar svo að vita hvort
lífið hans er gott, hvernig for-
eldrar hans eru, hvort hann
er í skóla eða hvað hann er að
vinna. Ég veit ekkert hvaða upp-
lýsingar fólkið sem fékk hann
hefur fengið. Kannski skrifaði
ég á sínum tíma undir að ég
vildi gefa barnið. Ég veit það
ekki,“ segir Ranka. Hún hefur
misst fóstur þrettán eða fjórtán
sinnum, þar af þrisvar eftir að
hún flutti til Íslands.
Í gegnum tíðina hefur það
reynst henni afar erfitt að mæta
í afmæli barna innan fjölskyld-
unnar. „Mér líður alltaf mjög illa
eftir afmælisveislur. Mér er auð-
vitað boðið en fólk skilur að ég
stoppi bara stutt við. Ég er glöð
fyrir hönd þeirra en ég fer líka
að hugsa um hvað sonur minn
væri gamall og fer þá inn á
salerni að gráta. Í gegnum árin
hef ég oft farið í búðir að skoða
barnaföt. Ef hann hefði verið tíu
ára á þeim tíma þá skoðaði ég
föt fyrir tíu ára stráka og velti
fyrir mér hvernig hann myndi
líta út í þeim.“ Sonur hennar er
nú orðinn 21 árs. „Stundum fer
ég í Smáralind eða Kringluna,
horfi á unga stráka og ég fer
oft að stara svo mikið að mað-
urinn minn þarf að minna mig
á að það er ókurteisi að horfa
svona á fólk. Þá er ég að velta
fyrir mér hvernig sonur minn
lítur út.“
Ranka og Zdravko hafa sent
vinabeiðnir til allra sem þau
hafa fundið á Facebook sem
heita Ratko, búa í Sviss og eru
um tvítugt. Leitin hefur enn
ekki borið árangur og þau vona
að bókin hjálpi til með leitina.
Hvað sem verður þá mun týndi
sonurinn alltaf eiga vísan stað
í hjarta þeirra. Stofnuð hefur
verið Facebook-síðan „Barnið
þitt er á lífi.“ Þar geta Íslending-
ar sem aðrir fylgst með leitinni
að Ratko og lagt Rönku og
Zdravko lið ef það hefur áhuga.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
viðtal 23 Helgin 22.-24. nóvember 2013