Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 26
www.bjortutgafa.is Æsispennandi! HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU FARI ALLIR TIL HIMNA? BÓKIN HLAUT DÖNSKU ORLA-VERÐLAUNIN FYRIR BESTU BARNABÓKINA. Fyrsta bókin af órum um Djöflastríðið mikla eir einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana. Unglingar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig. ,,Ef við eigum ekki það vonda þá eigum við heldur ekki það góða. Ef við aðskiljum andstæðurnar, er ekkert eftir. Ég skal sýna þér...“ Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið eitt vinsælasta lesefni Íslendinga 20 ár í röð. Í þess- ari bók – Útkall Lífróður – er fjallað um björgun á Langjökli árið 2010 þegar mæðgin féllu niður í sprungu og festust á dýpi sem svarar til átta hæða húss. Björgunarmenn sigu niður í ógnar þrönga sprunguna þar sem þeir urðu að athafna sig á hvolfi og í andnauð. Í bókinni er einnig saga tólf íslenskra síldveiðisjómanna sem höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-Íshafi þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Ótrúleg saga sem varð upphafið að Tilkynningaskyldunni. Heyrði angistarvein í drengnum H ér er drepið niður í kafla í Útkalli Lífróður þar sem hugaðir björgunarmenn segja frá af vettvangi slyssins á Langjökli. Hjálmurinn var að festast milli ísveggjanna Á um fimmtán metra dýpi í sprungunni var Kolbeinn búinn að koma fyrir festingu fyrir Hlyn en leist illa á aðstæður: „Ég bað Frey að gefa Ásgeiri og Sveini Friðriki fyrirmæli um að láta mig síga neðar. Á leiðinni á slysstað hafði ekki hvarflað að mér að þetta væri svona djúpt og þröngt. Ég lýsti niður með ljósinu á hjálminum en sá ekki mæðg- inin. Ég kallaði niður til Gunnars, vildi reyna að renna á hljóðið og finna þannig hvar í sprungunni hann og móðir hans væru. Þegar hann svaraði mér heyrði ég strax að meðvitund hans var farin að þverra. Ég vissi ekki hvort það var vegna ofkælingar eða meiðsla, en mér fannst ekki ólík- legt að eftir svona hátt fall væri það af völdum líkamlegra áverka. Þegar ég fjarlægðist Hlyn fór að dimma enn meira. Sprungan hallaðist aðeins fyrst en þegar ég seig neðar varð hún beinni og þrengri. Ég kallaði aftur á Gunn- ar og hann svaraði. Nú fannst mér þau vera lengra til hliðar í sprungunni en ég hafði talið í fyrstu. Ég var nokkra stund að finna út hvar þau væru. Þegar neðar dró sá ég eins konar haft. Þá varð mér ljóst að mæðginin voru hulin snjó og ís sem hafði fallið ofan á þau. Sprungan var ótrúlega þröng og dimm. Ég hafði komið að mörgum slysum, bæði sem björgunar- sveitarmaður og sjúkraflutninga- maður. Maður fer ósjálfrátt að fá tilfinningu fyrir því hvað komið hefur fyrir fólk. Mér fannst alveg með ólíkindum að drengurinn væri fær um að svara okkur Hlyni, svona löngu eftir þetta háa fall. Ég seig smám saman lengra niður en loks stöðvaðist ég alveg, var orðinn gjörsamlega klemmdur með sprunguveggina beggja vegna við mig. Fæturnir urðu að vera alveg útskeifir og ég þurfti að snúa höfðinu til hliðar til að komast þetta langt. Þar sem mæðginin voru fyrir neðan mig var svakalega þröngt. Hjálmurinn snerti nú ísveggina beggja megin og var að festast. Nú runnu á mig tvær grímur. Hvernig átti yfir höfuð að vera hægt að ná þeim upp í þessum ótrúlegu þrengslum? Mér leist satt að segja ekki vel á horfurnar - möguleikana á að bjarga þeim úr þessum aðstæðum. Ég heyrði angistarvein í drengnum. Það snart mig mjög. Ljóst var að ef við félagarnir stæðum okkur ekki hér myndi þetta barn ekki komast lífs af.“ Ásgeir Guðjónsson hafði heyrt í talstöðinni hvernig ástandið var niðri í sprungunni. Hann og félagar hans uppi á brúninni átt- uðu sig nú á því að aðstæðurnar væru erfiðari en gert hafði verið ráð fyrir: „Ég heyrði á Kolbeini í talstöð- inni að ekki væri hægt að komast að drengnum. Sársaukavein hans bárust líka gegnum talstöðina. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta þarf að gerast hratt, hugsaði ég. En hvernig? Þetta leit ekki vel út. Við höfðum átt í erfiðleikum með að finna nógu mjúk bönd til að hífa sig- línurnar með. Vegna kuldans og ísingarinnar vildu sum böndin Á slysstað á Langjökli – þyrla Landhelgisgæslunnar lendir og undanfarar úr björgunarsveitum í Hafnarfirði og Reykjavík hraða sér út. Þeir, ásamt björgunarmanni frá Akranesi áttu eftir að síga niður í sprunguna. Jeppinn festist í sömu sprungu og mæðg- inin féllu niður í. Framhald á næstu opnu 20 ára afmæli Útkalls. Óttar Sveinsson rithöfundur og Alda Gunnlaugsdóttir, kona hans, lyfta glasi í tilefni þess en á annað hundrað manns komu til að fagna með þeim áfanganum. Í síðari hluta nýju Útkalls-bókarinnar er greint frá björgun tólf manna af Ólafs- fjarðarbátnum Stíganda. Hér er áhöfnin á Stíganda heimt úr helju. Myndin er tekin í Ólafsfirði við heimkomuna. Mennirnir bíða eftir að fá að hitta ástvini sína. Frá vinstri: Hermann Björn Haraldsson, Valgeir Stefánsson, Gunnar Nattestad (Færeyjum), Karl G. Sigurbergsson, skipstjóri, Guðjón Sævar Jónsson, Magnús Guðjónsson, Gunnlaugur Sigursveinsson, Guðjón Sigurðsson (aftar), Gunnar Reynir Kristinsson, Bjarni Frímann Karlsson (aftar) og Þórir Bjarni Guðlaugsson. Mynd Svavar Berg 26 bækur Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.