Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 32

Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 32
Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222 Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir með emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar. Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 67 ár Jólaskeiðin 2013 Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t 2013 Nánari upplýsingar á www.noatun.is Jólahlaðborð Nóatúns Veislur frá 1990 kr. pr. mann Þ að er enn niðamyrkur úti þegar mér er vísað inn á skurðstofu fjögur á fimmtu hæð Landspítal-ans í Fossvogi. Þar er dagurinn löngu byrjaður. Sjúklingurinn liggur á borðinu og hefur þegar verið svæfður. Hann er á leið í flókna skurðaðgerð þar sem fjarlægja á æxli úr heila. Skurðstofan er full af fólki og tækjum, þar eru fjórir sérfræðilæknar og fjöldi sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarnema og læknanema. Hver og einn hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna í því flókna ferli sem skurðaðgerð er. Tækin eru ótalmörg og taka mikið pláss. Ég horfi í kring um mig til þess að átta mig á því sem hér er í gangi, sérstaklega í ljósi þeirra upplýsinga sem ég hef viðað að mér um ástandið á Landspítalanum. Skurðlækningasviðið er síðasta klíníska sviðið sem ég skoða í greinaflokki um ástandið á Landspítalanum. „Hjarta spítalans“, segja þeir sem hér vinna. Skurðstofa fjögur er ein af 21 skurð- stofum spítalans. Tveimur hefur verið lokað því þær eru einfaldlega of litlar til þess að þær megi nýta. Skurðstofurnar eru í fjórum húsum en í fimmta hús- inu fer fram dauðhreinsun á áhöldum frá skurðstofum. „Það er langt frá því ásættanlegt, enda mikið óhagræði af því,“ segir Helga Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á skurðsviði, sem hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala í fjörutíu ár. Hún, eins og svo margir, bíður eftir nýjum spítala. Hús- næði skurðdeildanna í Fossvogi hefur lítið breyst í fjörutíu ár og svarar langt frá því þörfum nútímans. Lofthæðin er til að mynda svo lítil að ekki er hægt að hafa skurðlampana í nægilegri hæð yfir sjúklingnum svo vel sé. Flest tæki eru á hjólastöndum á gólfi í stað þess að hanga niður úr loftinu og þvælast því mun frekar fyrir en ella. Því skurðstofurnar eru flestar of litlar að auki. Skurðstofa fjögur er ein sú stærsta, enda stór tæki sem nota þarf við heilaskurðaðgerð sem þessa, eitt þeirra er sérstakt, tölvustýrt staðsetningartæki sem sýnir nákvæm- lega staðsetningu æxlisins í heilanum, tæki sem er örsmá myndavél sem komið Mikið óhagræði skapast af því að hafa skurðstofur í fjórum húsum líkt og reyndin er með Landspítalann. Skurðstofurnar eru of litlar og of fáar og hafa jafnvel ekki verið endurnýjaðar frá því þær voru byggðar, í kringum 1970. Þær rýma vart þann nútíma- tæknibúnað sem nauðsynlegur er í skurðlækningum nútímans auk þess sem ekki er hægt að tryggja fyllsta öryggi og sýkingavarnir vegna aðstöðuleysis. Á skurðlækn- ingasviði er veitt almenn og sérhæfð læknis- og hjúkrunar- þjónusta sem nær til svæf- ingar- og gjörgæslu- starfsemi og blóðbanka, auk skurð- lækninga. Yfir 14 þúsund aðgerðir eru gerðar á hverju ári á skurðsviði, það eru tæplega 40 aðgerðir á hverjum degi. Auk starfsemi legudeilda er veitt umfangsmikil göngudeildarþjónusta þar sem komur eru rúmlega 36 þúsund á ári, og dagdeildarstarfsemi fer vaxandi. Á sviðinu eru 20 skurð- stofur í fjórum bygg- ingum. Á dauðhreinsun að Tunguhálsi fer fram sérhæfð þjónusta sem lýtur að dauðhreinsun varnings og búnaðar. Svæfingadeildir eru við skurðstofueiningarnar í Fossvogi og við Hring- braut. Gjörgæsludeildir eru í Fossvogi og við Hringbraut. Vöknun eftir skurðaðgerðir fellur undir starfsemi þeirra. Blóðbankinn við Snorra- braut tilheyrir skurðlækn- ingasviði en þar fer fram blóðsöfnun og blóð- vinnsla, auk sérhæfðrar ráðgjafar og verkefna, svo sem við stofnfrumusöfnun og stofnfrumuvinnslu. Auk þess annast Blóðbankinn rekstur blóðbankaþjón- ustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Aðalsérgreinar lækninga á skurðlækningasviði: Almennar skurðlækning- ar, augnlækningar, blóð- bankafræði, bæklunar- skurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugaskurðlækn- ingar, hjarta- og lungna- skurðlækningar (brjóst- holsskurðlækningar), lýtalækningar, svæfinga- og gjörgæslulækningar, þvagfæraskurðlækningar, æðaskurðlækningar. Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti8. Skurðstofur í fjórum húsum Framhald á næstu opnu Ljósmyndir/Hari 32 fréttaskýring Helgin 22.-24. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.