Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 40
S kákfélagið Hrókurinn með forsetann Hrafn Jökulsson í broddi fylkingar hefur stundað öflugt skáktrúboð á Grænlandi í rúman áratug. Hug-
myndin að baki skákheimsóknum Hróksins,
sem orðnar eru um 30, var ekki síst sú að efla
tengsl Íslendinga og Grænlendinga auk þess
vitaskuld að kynna Grænlendinga fyrir skák-
inni og gleðja grænlensk börn.
,,Ég sat nú bara yfir kaffibolla í desember
2002 og fór að velta fyrir mér hvað ég vissi um
skák á Grænlandi. Þá hafði ég aldrei þangað
komið, en hinsvegar höfðum við Hróksmenn
heimsótt alla grunnskóla og öll sveitarfélög á
Íslandi til að útbreiða fagnaðarerindi skákar-
innar,“ segir Hrafn. Nokkur símtöl færðu
honum heim sanninn um að skák væri nánast
óþekkt á Grænlandi.
„Ég hringdi í Jón Karl Helgason, þáverandi
forstjóra Flugfélags Íslands, sem í áratugi
hefur haldið uppi ferðum til Grænlands. Við
höfðum aldrei talað saman áður, en þegar ég
spurði hvort ekki væri tilvalið að efna til fyrsta
alþjóðlega skákmótsins í sögu Grænlands var
svarið umsvifalaust: Jú, gerum það! Það þurfti
hvorki fundi né tölvupósta. Allar götur síðan
hefur Flugfélag Íslands staðið með okkur í
þessu mikla ævintýri, sem hefur borið okkur
vítt og breitt um þetta stórkostlega land."
Og það var svo sannarlega byrjað með stæl,
lúðraþyt og söng, eins og Hrafn orðar það.
Efnt var til alþjóðlegs stórmóts í Qaqortoq
á Suður-Grænlandi. Meðal keppenda voru
stórmeistarar á borð við Friðrik Ólafsson,
Jóhann Hjartarson, Ivan Sokolov og Luke
McShane, og tugir grænlenskra áhugamanna
og erlendra gesta. Og síðan hafa Hrafn og
félagar ekki litið til baka heldur þvert á móti
haldið ótrauðir áfram og sótt heim fjölda þorpa
á Grænlandi.
Gleðin er leiðarljósið
„Í október hófst ellefta starfsár okkar á
Grænlandi, ferðirnar eru orðnar um 30 og
nú kunna þúsundir grænlenskra barna að
tefla. Markmiðið frá upphafi var ekki bara
að kynna þjóðaríþrótt okkar fyrir Græn-
lendingum, heldur að efla tengsl og dýpka
vináttu grannþjóðanna í norðri. Ótal margir
hafa komið með okkur til Grænlands gegnum
tíðina: Börn og listamenn, fjölmiðlamenn og
pólitíkusar, fólk úr öllum áttum. Stundum
höfum við haldið stórar og fjölmennar hátíðir,
stundum hafa tveir til fjórir liðsmenn okkar
farið í heimsóknir í afskekkt þorp í dimmasta
skammdeginu. Gleðin og vináttan eru okkar
leiðarljós,“ segir Hrafn en eins og við má
búast hefur sendinefndunum ætíð verið tekið
fagnandi.
„Okkur er ævinlega tekið fagnandi, jafnt af
börnum sem fullorðnum. Grænlendingar líta
á Íslendinga sem vini og samherja í norðrinu.
Og börnin á Grænlandi, eins og börn alls
staðar, falla auðvitað fyrir skákinni því hún er
fyrst og fremst skemmtileg, fyrir utan að vera
þroskandi og uppbyggileg tómstundaiðja.
Í skák er ekki spurt um aldur eða umfang,
þjóðerni eða kyn. Skák brúar öll bil.“
Grænland er
stórkostlegur og
heillandi ævin-
týraheimur og
þar býr undur-
samleg þjóð.
Skákbrú gleðinnar milli
Íslands og Grænlands
iPad mini
Verð frá: 54.990.-
iPhone
Verð frá: 109.990.-
Jólagjöf in
fæst hjá okkur
Skák var nánast óþekkt á Grænlandi fyrir áratug en þá byrjaði skákfélagið Hrókurinn
að halda þar skákmót og kynna skákina fyrir grænlenskum börnum. Ellefta starfsár
Hróksins á Grænlandi hófst í október á þessu ári. Skákferðirnar þangað eru orðnar
um 30 og þúsundir grænlenskra barna kunna nú að tefla. Hrafn Jökulsson, for-
seti Hróksins, fékk þá hugmynd að halda fyrsta alþjóðlega skákmótið á Grænlandi
2002 og síðan þá hafa Hróksmenn aldrei litið um öxl en Hrafn segir markmiðið ekki
aðeins hafa verið að kynna þjóðaríþrótt Íslendinga fyrir Grænlendingum, heldur að
efla tengsl og dýpka vináttu grannþjóðanna í norðri. Eftir helgina heldur Hrafn til
Upernavik á 73. breiddargráðu. Þangað sem enginn kemur, eins og hann orðar það.
Skák var nánast
óþekkt á Grænlandi
þegar Hrókurinn
byrjaði að heimsækja
börnin þar en það hef-
ur heldur betur breyst
síðasta áratuginn.
Minnast Hemma í
gleymda bænum
Á mánudaginn heldur Hrafn ásamt
félögum í Hróknum til Upernavik á 73.
breiddargráðu. Grænlendingar kalla
Upernavik „gleymda bæinn“ en þetta
er 1200 manna bær á vesturströndinni.
Umhverfis bæinn eru tíu lítil þorp og
sagt er að það minnsta sé fimm manna
en það stærsta telji 40 – 50 manns.
Hrafn segir tilgang þessa leiðangurs að
koma gleymda bænum og börnunum
þar á kortið en auk þess ætlar Hróks-
liðið að halda þar minningarmót um
Hermann heitinn Gunnarsson. Hemmi
var, eins og margir vita, mikill skák-
áhugamaður og hafði lengi ætlað sér
að fara með Hróknum til Grænlands en
auðnaðist það því miður ekki.
Framhald á næstu opnu
40 viðtal Helgin 22.-24. nóvember 2013