Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 50
K ia Carens er hinn full-komni fjölskyldubíll, rúm-góður og þægilegur. Hann telst vera 7 manna, í annarri sæta- röð eru þrjú rúmgóð sæti og upp úr gólfi geymslurýmisins aftast er hægt að taka tvö sæti til viðbótar. Geymslurýmið er nokkuð gott en það tapast vitanlega að mestu leyti þegar sætin eru í notkun. Í raun henta þau best fyrir smá- vaxna farþega sem er auðvitað afar hentugt þegar um er að ræða barnmargar fjölskyldur eða þegar það vantar auka sæti fyrir vini barnanna. Aðgengið að þessum öftustu sætum er þó heldur erfitt og þarf að færa fram eða leggja niður sæti í annarri röð til að kom- ast að þeim. Ég er svolítið veik fyrir litlu hlutunum og þannig gladdi það bæði mig og dóttur mína einstak- lega mikið að það eru borð aftan á framsætunum, svona eins og í flugvélum. Dóttirin krafðist þess að hafa borðið niðri, alltaf – jafn- vel þó ekki væri nema bara til að geyma þar blað. Já, ég held að hún sakni borðsins mest við þennan bíl. Miðsætið í annarri sætaröð var síðan hægt að setja alveg niður og þá var komið lítið hliðarborð og glasahaldarar að auki. Vitanlega er hægt að hita framsætin en Kia Carens býður upp á aukabónus sem gladdi mig mjög í vetrarkuld- anum – hita í stýri. Útispeglarnir eru líka upphitaðir sem auðvitað eykur á öryggið. Speglarnir falla síðan sjálfkrafa að bílnum þegar slökkt er á honum sem er kostur í þröngum stæðum og viðlíka að- stæðum. Þeir sem vilja endilega að speglarnir leggist ekki að bílnum hafa þó val um það. Bíllinn er afar þægilegur í akstri og hægt að velja um þrjár mismun- andi stillingar á þyngd stýrisins. Þannig þyngdi ég það þegar ég ók Reykjanesbrautina en hafði það léttara innanbæjar. Þá er hægt er stilla hæð bílstjórasætisins sem kemur sér ágætlega fyrir lágvaxna konu eins og mig. Kia Carens er annar af tveimur bílum í flokki minni fjölnotabíla sem nú eru á markaði í Evrópu sem hefur fengið 5 stjörnur, fullt hús stiga, í árekstraprófunum Euro NCAP, leiðandi stofnunar á sviði umferðaröryggismála í Evr- ópu. Euro NCAP stofnunin gaf Ca- rens hámarkseinkunn fyrir varnir gegn hliðarárekstrum, varnir fyrir 18 mánaða gömul börn, varnir gegn hálshnykkjum í framsætum og varnir gegn meiðslum á fót- leggjum gangandi vegfarenda. Meðal staðalbúnaðar bílsins er brekkuvari sem kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak í brekkum, nokkuð sem ég þurfti að venjast en fannst þó mjög traust- vekjandi. Bíllinn er með bakk- myndavél og bakkskynjara. Hægt er að panta frá framleiðanda að fá bíl með glerþaki, „panoramic roof“, en ég hef aldrei prófað að aka slíkum bíl. Allir bílar Kia koma síðan með 7 ára ábyrgð sem er ótvíræður kostur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 50 bílar Helgin 22.-24. nóvember 2013  ReynsluaKstuR Kia CaRens  suzuKi Bílasýningin í tóKíó www.parkingheater.com Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking heater. Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability. T91 Thermo Call with AppHTM100 www.parkingheater.com Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking hea er. Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability. T91 Thermo Call with AppHTM100 Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara. Þú h tar bílinn með fjarstýringu og þan ig ge ur þú notið þæginda og öryggis. BÍLASMIÐURINN HF Bíldshöfða 16 110 Reykjavík sími 567 2330 bilasmidurinn@bilasmidurinn.is www.bilasmidurinn.is Thermo call með pp Sýnir sex nýja hugmyndabíla Suzuki sýnir hvorki fleiri né færri en sex nýja hugmynda- bíla á bílasýningunni í Tókíó, þar á meðal blendingjann Crosshiker sem státar af nýstárlegri hönnun, lítilli þyngd og einkar sparneytinni aflrás, að því er fram kemur í til- kynningu. Sýningarbílar Suzuki í Tókíó eru bílar sem gæti orðið fáanlegir í næstu framtíð en einnig þar eru einnig hug- myndabílar sem taka mið af fjarlægari framtíð. Bílarnir eru hlaðnir búnaði og nýjustu tækni frá Suzuki. Crosshiker er blendingur sem byggir á REGINA hug- myndabílnum sem var sýndur á bílasýningunni í Tókíó 2011. Þrátt fyrir jepplingaform vegur bíllinn ekki nema 810 kg. Hann er með nýrri eins lítra, þriggja strokka vél sem býr yfir nægu afli fyrir þennan létta bíl og er um leið ein- staklega umhverfisvæn. „X-LANDER á hinn bóginn er hreinræktaður jeppi með bensínvél og rafmótor, svokallaður tvinnbíll,“ segir enn fremur. „Bíllinn er ætlaður til notkunar í borgum en hann býr jafnframt yfir þeim kosti að komast torfærari slóðir utan borganna. X-LANDER byggir á smájeppanum Jimny og er með 1,3 lítra bensínvél og nýrri, sjálfvirkri beinskipt- ingu. Rafaflrásin er léttbyggð og bíllinn er fjórhjóladrifinn. Hustler er annar blendingur sem Suzuki sýnir í Tókíó. Þetta er ný gerð smábíls sem hentar lífsglöðu fólki sem ann náttúrunni og stundar útiveru og íþróttir. Hann státar af laglegri hönnun sem um leið býr yfir hagnýtu notagildi og margt við hann minnir á jeppa. iV-4 hugmyndabíllinn er smájepplingur og þar er Suzuki á heimavelli enda hlotið jákvæðar umsagnir jafnt um Jimny, Grand Vitara og aðra smájeppa.“ Crosshiker. iv4. Frábær fjölskyldubíll Kia Carens er sjö sæta fjölskyldubíll þar sem hagkvæmni er í fyrirrúmi. Öftustu tvö sætin koma upp úr farangursrýminu og tapast það rými þegar sætin eru í notkun. Annars er bíllinn mjög rúmgóður og sætin þægileg. Nútímafjölskylda sem gerir kröfur um fjölda glasahaldara og borð fyrir farþega verður ekki svikin. Þægileg sæti Brekkuvari Borð fyrir farþega Aðfellanlegir útispeglar Hiti í stýri Erfitt aðgengi að öftustu sætunum Skortur á geymslurými ef öftustu sæti eru í notkun Eldsneytisnotkun 5 l/100 km í blönduðum akstri CO2 blandaður akstur 116 g/km Hestöfl 122 9,3 sek upp í 100 km/klst Lengd 4310 mm Breidd 1785 mm Verð 4.990.00 kr. Kia Carens er heldur sportlegur í útiliti fyrir fjölskyldubíl, sem er vel. Ljósmynd/Hari Hér sjást sætin tvö sem hægt er að taka upp úr gólfinu aftast. Á móti minnkar þá geymsluplássið. Í annarri sætaröð er barnabílstóllinn minn. Ljósmynd/Hari X-LANDER. Hustler.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.