Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 62

Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 62
Helgin 22.-24. nóvember 201362 tíska Náttúruleg hárþykkingarmeðferð KYNNING Vörurnar frá Nanogen henta fólki með þunnt hár, hárlos eða skalla, hvort sem er vegna aldurs eða eftir meðgöngu. Árangur af notkun þeirra sést eftir aðeins tvo mánuði. Fram- leiðsla varanna byggir á niðurstöðum vísin- dalegra rannsókna á hárvexti sem hafa sýnt að með réttri notkun verður hárvöxtur mun þéttari. Vörurnar henta vel fyrir viðkvæman hársvörð og hafa þau áhrif að hárið vex og þykknar á náttúrulegan hátt. F lest viljum við vera með þykkt, gljáandi og heil­brigt hár. Streita í daglegu lífi, meðganga, oflitun á hári og hækkandi aldur geta haft áhrif á hárvöxt­ inn. Heilbrigt hár þarf á svokölluðum „vaxtarþáttum“ að halda til að vaxa og dafna og getur ýmislegt haft áhrif á þá þannig að hárvöxtur minnki eða hætti alveg. Vísindamönnum á rannsóknarstofu Nanogen í nágrenni London hefur, með nýjustu líftækni, tekist að endurgera þá „vaxtarþætti“ sem líkaminn notar til að viðhalda hárvexti og sett í vörur sínar. Prófanir á tvö hundruð notendum Nanogen hárvara sýndu að hjá 88 prósent þeirra þykknaði hárið á innan við mánuði. Í samanburði við það sem hefur áður verið talið best á markaðnum jókst hárvöxturinn um 237 prósent. Eðlilegum hárvexti er stjórnað af merkjum sem líkam­ inn sendir frá sér en hækkandi aldur, streita, meðganga, breytingar á hormónastarfsemi og ýmislegt annað getur minnkað þessa getu líkamans. Með notkun á Nanogen hárvörunum er þessi geta líkamans virkjuð aftur og jafn­ vægi kemst á hárvöxt. Nanogen hárvörunar eru ofnæmis­ prófaðar og fást í apótekum um land allt. Sérhannað efni fyrir þunnt hár Nanogen hárlínan er sérhönnuð lausn fyrir fólk með þunnt hár, hárlos og/eða skallabletti. Framleiðsla varanna byggir á niðurstöðum vísindalegra rannsókna á hárvexti sem hafa sýnt að með réttri notkun verður hárvöxtur mun þéttari. Þær henta vel fyrir viðkvæman hársvörð og hafa þau áhrif að hárið vex og þykknar á náttúrulegan hátt. Ein lína er í boði fyrir konur og önnur fyrir karla og inni­ halda þær báðar sjampó, hárnæringu og sérstaka serum dropa sem auka hárvöxt. Með réttri notkun sést árangur á innan við tveimur mánuðum. Notkun á sjampóinu og næringunni gerir hárið strax fyllra og líflegra og sést ár­ angur eftir fyrsta þvott. Hárnæringin er unnin úr blöndu af amínósýrum og náttúrulegum hárþykkingarefnum sem komast í hárið og byggja upp þykkt að innan og gefa mikla lyftingu, styrk og gljáa. Hárdroparnir innihalda vaxtarörvandi efni sem hjálpa óvirkum hársekkjum að endurnýja sig og viðhalda heil­ brigðum hárvexti. Þeir hjálpa hárinu að komast aftur í fyrra ástand ásamt því að vernda hársvörðinn fyrir skemmdum og skapa kjöraðstæður fyrir hárið til að vaxa og dafna. Hártrefjar sem hylja þunn hársvæði Áður en fullur árangur næst með sjampóinu, hárnæring­ unni og hárdropunum er kjörið að hylja þunn hársvæði með hártrefjum til að auka sjálfstraust og vellíðan. Hár­ trefjarnar kallast Keratin Hair Fiber og eru til í sjö mis­ munandi hárlitum og koma í handhægum stauk sem lítur út eins og hver önnur hárvara. Efnið þykkir hárið á aðeins þrjátíu sekúndum og inniheldur náttúrulegt keratín eins og hárið sjálft. Virkni efnisins lýsir sér þannig að það fest­ ist við hárið og helst allan daginn, þrátt fyrir regn, vind og raka. Efninu er sáldrað yfir hárþynningarsvæðið og við það dreifast þúsundir hárpróteina í hárið en ekki í hár­ svörðinn. Próteinin eru samlit hárinu og hafa þau áhrif að það verður meira um sig. Hártrefjarnar bæta náttúru­ legum gljáa við hárið og veita því létt hald sem gerir það náttúrulega fallegt. Myndband um notkun Nanogen varanna á íslensku má nálgast á vefnum www.youtube.com/watch?v=0xMd-RRLBms Með notkun á sjampói og hárnæringu frá Nanogen verður hárið strax fyllra og líflegra auk þess sem hárvöxturinn þéttist og örvast. Skartgripa- og gjafavöruverslunin Jens hefur tekið til sölu skartgripi eftir Hansínu Jens en hún hefur um árabil hannað skartgripi undir vörumerki sínu HJ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hönnun Hansínu er til sölu hjá Jens. Fyrirtækið var stofnað árið 1965 af hjónunum Ingibjörgu Ólafsdóttur og Jens Guðjóns- syni og tóku börn þeirra, Jón Snorri Sigurðsson og Hansína Jens, þátt í hönnun og skartgripasmíði allt frá fyrstu tíð fyrirtækisins. Jón Snorri tók við rekstri þess árið 1996 en Hansína byrjaði að selja hönnun sína í eigin verslun árið 1998. Jón Snorri starfar enn af fullum krafti hjá fyrirtækinu ásamt dætrum sínum tveimur. Ingibjörg Snorradóttir sér um reksturinn og Berglind Snorra starfar við gullsmíði og vöruhönnun. „Jens hefur frá upphafi verið mikið fjölskyldufyrir- tæki og við erum ánægð með að fá Hansínu aftur í lið með okkur. Hönnun hennar er góð viðbót við það mikla úrval af skartgripum og gjafavöru sem fyrir- tækið hefur að bjóða,“ segir Ingibjörg Snorradóttir, framkvæmdastjóri Jens. Valdir hlutir úr vörulínu Hansínu eru nú til sölu í verslun Jens í Kringlunni.  SkartgripaSmíði Hönnun HanSínu JenS Skartgripir eftir Hansínu komnir í sölu hjá Jens Hálsmen eftir Hansínu Jens. Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060 www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun Opið mán-fös 11-18 & lau 11-16 Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 NÝTT Á STÓRU STELPUNA Teg Madison fæst í D,D, E,F,FF,G skálum á kr. 11.885,- buxur við á kr. 5.990,- Nóatún 17 105 Reykjavik Sími 581-1552 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Ríta tískuverslun Síðar mussur kr. 7.900.- Str. 40-58

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.