Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 68

Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 68
68 skák og bridge Helgin 22.-24. nóvember 2013  Skák MagnuS CarlSen að tryggja Sér heiMSMeiStaratitilinn Í skákfréttum er þetta helst... M agnus Carlsen, sem verður 23 ára eftir rúma viku, stefnir hraðbyri í átt að heimsmeistaratitlinum. Þegar þetta er skrifað hafa verið tefldar átta skákir af tólf, og Norðmaðurinn ungi hefur hlotið 5 vinninga gegn 3 vinningum Anands heimsmeistara. Staðan í einvíginu þarf ekki að koma á óvart: Carlsen er langstigahæstur í heim- inum, meðan hinn 43 ára gamli Anand hefur verið að síga niður listann og er þessa stundina í 9. sæti. Hinir fjölmörgu aðdáendur Anands geta huggað sig við að hann hefur setið sex ár í hásæti heimsmeistar- ans, og fjölgað skákáhugamönnum á Indlandi og um gjörvalla Asíu um mörghundruð milljónir. Anand var fyrsti Indverjinn sem varð stórmeist- ari í skák, en nú skipta þeir tugum og landið er orðið stórveldi í skákheim- inum. Tíunda skákin í einvígi þeirra er tefld í dag, föstudag, og er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á chessbomb.com. Azerar Evrópumeistarar lands- liða – Íslendingar á pari Azerar sigruðu á Evrópumóti lands- liða, sem lauk á sunnudaginn í Varsjá, höfuðborg Póllands. Alls sendu 38 þjóðir lið til keppni og þar léku margir fremstu skákmenn heims listir sínar. Frakkar urðu í 2. sæti og Rússar hrepptu bronsið eftir talsverðan barning. Sveit Azera leiddu þeir Mamedyrov og Radjabov. Sigur þeirra var frekar óvæntur, en liðið vann fimm viðureignir, gerði fjögur jafntefli og tapaði engri. Íslenska liðið hafnaði í 29. sæti og stóð sig nokkurn veginn í samræmi við væntingar. Héðinn Steingríms- son hlaut 3,5 vinning af 8 á efsta borði, og jafngilti árangur hans 2559 skákstigum. Hannes Hlífar Stefáns- son fékk 5 vinninga af 9 (2537 stig), Hjörvar Steinn Grétarsson 3 af 7 (2509) og Henrik Danielsen 3,5 af 7 (2458). Varamaðurinn Guðmundur Kjartansson fékk 2,5 vinning af 5 (2414). Íslenska liðið vann þrjár viðureignir, gerði eitt jafntefli en tapaði fimm. Stelpurnar okkar áttu við ramm- an reip að draga á Evrópumótinu, enda með stigalægsta liðið. Þrjátíu og tvær þjóðir sendu kvennalið, og varð íslenska liðið í næstneðsta sæti. Lenka Ptacnikova, langbesta skák- kona Íslands, dró vagninn en liðið var að öðru leyti skipað kornungum og efnilegum skákkonum. Tinna Kristín Finnbogadóttir stóð sig þeirra best, með 4 vinninga í 7 skák- um. Aðrar í liðinu voru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Krist- ínardóttir. Dýrmæt reynsla fyrir okkar unga kvennalið! Úkraína varð Evrópumeistari kvennalandsliða, Rússar hrepptu silfrið og Pólverjar bronsið. Það er svo gaman að segja frá því að bestum árangri einstaklinga á mótinu náði hinn mikli Íslands- vinur, Ivan Sokolov, sem teflir undir fána Hollands. Hann rakaði saman 6,5 vinningi í 7 skákum, og jafngilti árangur hans hvorki meira né minna en 2941 skákstigi! Glæsilegur árangur TR Taflfélag Reykjavíkur kom, sá og sigraði á Íslandsmóti unglinga- sveita, sem fram fór um síðustu helgi. Alls tóku 16 lið frá fimm tafl- félögum þátt í mótinu og tefldi TR fram sex sveitum alls! Sigursveitin var skipuð Vigni Vatnari Stefáns- syni, Gauta Páli Jónssyni, Vero- niku Magnúsdóttur og Birni Hólm Birkissyni. GM Hellir varð í 2. sæti og skákdeild Fjölnis hlaut bronsið. Bestum árangri allra náði Fjöln- ispilturinn Oliver Aron Jóhannes- son sem sigraði í öllum 7 skákum sínum. Full ástæða er til að óska TR til hamingju með góðan sigur, sem og það metnaðarfulla starf sem þar er unnið meðal barna og ungmenna. Í slandsmótið í parasveitakeppni var háð um síðustu helgi og sveit PWC hafði sigur eftir mikla baráttu. Spilarar í sveit PWC voru Ljósbrá Baldursdóttir, Matthías Þorvaldsson, Anna Ívarsdóttir og Þorlákur Jónsson. Sveit PWC vann einnig árið 2012, en þá næsta örugglega. Baráttan um titilinn var harðari núna og aðeins 4 stig skildu að sveitina í fyrsta og öðru sæti. Fimm efstu sveitirnar voru: 1. PWC 135,96 2. Veika sveitin 131,72 3. Þrír frakkar 126,90 4. Sigurjón Björnsson 122,89 5. Ferill 117,98 Tólf sveitir tóku þátt að þessu sinni. Ár- angur para og spilara er reiknaður sérstak- lega með bötler-útreikningi. Páll Þórsson endaði efstur með 1,89 impa að meðaltali í spili eftir 4 leiki. Rosemary Shaw endaði í öðru sæti með 0,94 impa í 11 leikjum. Krist- ján B. Snorrason og Alda Guðnadóttir fengu 0,59 í 11 leikjum og Anna Ívarsdóttir-Þorlák- ur Jónsson (0,55) og Ljósbrá Baldursdóttir- Matthías Þorvaldsson (0,50) enduðu í fjórða og fimmta sæti, einnig eftir 11 spilaða leiki. Spil 16 í 8. umferð mótsins reyndist PWC vel á móti sveit TM-Selfoss. Vestur var gjafari og AV á hættu. Í sæti vesturs var Matthías Þorvaldsson. Spilið var allt svona: Matthías Ljósbrá Vestur norður austur suður 1♥ 1♠ 3t* 3♥* P 3♠ 4♥ 4♠ X p/h Þriggja tígla stökksögn Ljósbrár í austur sýndi stuðning í hjarta og tígullit („fit-show- ing“) og Matthías ákvað að verjast í 4 spöð- um. Sá samningur fór 1 niður en hefði getað unnist ef sagnhafi tekur tvö hæstu trompin, hreinsar upp hjarta og lauf og spilar tígli. Þá verður vestur endaspilaður og verður að gefa sagnhafa tíunda slaginn. Útspil Ljós- brár var hjarta sem benti til tígulstöðunnar. Sennilega var vestur með háspil í tígli blankt úr því útspil var ekki tígull. Á hinu borðinu enduðu sagnir í 5 hjörtum dobluðum sem fóru 500 niður. Íslandsmót eldri spilara Íslandsmót eldri spilara verður haldið laug- ardaginn 23. nóvember og hefst klukkan 11. Íslandsmeistarar 2012 eru Guðbrandur Sig- urbergsson og Friðþjófur Einarsson. Hægt er að skrá sig í síma BSÍ – 587 9360 eða á vefsíðu. Fótboltinn tók völdin hjá Bridgefélagi Reykjavíkur Spilamennska var felld niður þriðjudags- kvöldið 19. nóvember hjá Bridgefélagi Reykjavíkur vegna knattspyrnuleiks Króata og Íslendinga. Í húfi var sæti á HM í Brasilíu í sumar og var áhugi bridgespilara mikill, eins og þjóðarinnar allrar.  Bridge ÍSlandSMótið Í paraSveitakeppni Baráttusigur PWC-sveitarinnar Loksins ...skákbók fyrir byrjendur BÓKAÚTGÁFA · SÍMI 588 6609 · WWW.TOFRALAND.IS „Ég get mælt með þessari vönduðu skákbók fyrir alla byrjendur.“ Gunnar Björnsson, forseti skáksambands Íslands „... skemmtileg og aðgengileg handbók fyrir skákkennslu ... ég fagna útgáfu hennar. “ Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíunnar Bókin Lærum að tefla er komin út! Aðgengileg bók fyrir börn og byrjendur í skák. Farið er yfir grunnatriði eins og mannganginn og einfaldar skákfléttur. ♠ K109872 ♥ 3 ♦ D107 ♣ K97 ♠ Á654 ♥ Á42 ♦ 6542 ♣ Á6 ♠ DG3 ♥ D10765 ♦ Á ♣ DG42 ♠ - ♥ KG98 ♦ KG983 ♣ 10853 N S V A Sveitarmeðlimir í PWC voru að vonum ánægðir með að ná fyrsta sætinu á Íslandsmótinu í parasveitakeppni. Frá vinstri eru Þorlákur Jóns- son, Anna Ívarsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. Ljósmyndari: Aðalsteinn Jörgensen Jón Þorvaldsson sigraði á bráðskemmtilegu Grænlandsmóti sem Hrókurinn og Vinaskákfélagið stóðu fyrir í Vin á mánudaginn. Í næstu sætum urðu Magnús Magnússon og Gunnar Freyr Rúnarsson, en keppendur voru alls 16. Heiðursgestur mótsins var Vigdís Hauks- dóttir alþingismaður, sem kann sitthvað fyrir sér í skáklistinni. Hún er gamall skólaskákmeistari og hefur auk þess afrekað að sigra sterka skákmenn í fjölteflum. Hér leikur Vigdís fyrsta leikinn fyrir kempuna Bjarna Hjartarson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.