Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 73

Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 73
Ég er með böggum hildar, í sjokki ef ekki bara áfalli. Ég er búinn að gefast upp á spennuþátt- unum The Blacklist en yfirleitt sný ég ekki baki við mínu fólki í sjónvarpi og kvikmyndum sama á hverju dynur. James Spader er dásamlegur leikari og einn af mínum uppáhalds og eftir að hafa heillast af og dáðst að honum í hlutverki hins tungulipra og hjartahreina siðleysinga, lögmannsins Alans Shore í Boston Leagal gæti ég treyst mér til þess að hefja með honum ástarsamband. Einum karl- manna í öllum heiminum. Eða gat ég treyst mér öllu heldur. Hann hefur brugðist trausti mínu og ást í þáttunum The Blacklist. Þar leikur hann eftirlýstan atvinnuterrorista, Raymond „Red“ Reddington, sem gefur sig fram við yfirvöld upp úr þurru og fer að aðstoða þau við að stöðva alls konar stórhættulega vandræða- gemlinga. Hljómar eins og hlutverk sniðið fyrir minn mann en svo er ekki. Hann er sköllóttur og asnalegur. Og þótt persónan hafi greinilega ein- hver hulin áform og sé svakalega slyng og klár þá nær hann mér ekki. Ég var á báðum áttum eftir fyrsta þáttinn. Fannst hann kjánalegur, ef ekki beinlínis barna- legur, í framvindu. En gaf þessu séns en nú endist þetta ekki lengur. Vonbrigðin eru ótrúleg og mér líður eins og ég hafi verið svikinn í tryggðum. Þarf að fara að svipast um eftir öðrum karl- manni sem ég get dýrkað, dáð og treyst til að skemmta mér eina og eina kvöldstund í viku. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Ben 10 / Grallararnir / Ofur- hetjusérsveitin / Loonatics Unleashed / Batman: The Brave and the bold 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:15 Logi í beinni 15:00 Go On (16/22) 15:25 Modern Family (7/22) 15:45 Grey's Anatomy (9/22) 16:30 Þjófadalafjöllin 17:10 Stóru málin 17:35 60 mínútur (7/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (13/30) 19:10 Fangavaktin 19:45 Sjálfstætt fólk (12/15) 20:20 The Crazy Ones (8/22) 20:45 Óupplýst lögreglumál 21:10 Homeland (8/12) 22:00 Boardwalk Empire (11/12) 22:55 60 mínútur (8/52) 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:10 Nashville (21/21) 00:55 Hostages (8/15) 01:40 The Americans (9/13) 02:25 World Without End (3/8) 03:15 Stig Larsson þríleikurinn 05:20 Óupplýst lögreglumál 05:45 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:35 Sportspjallið 11:20 Liðið mitt 11:55 KR - Stjarnan 13:25 Meistaradeild Evrópu 13:55 Þýski handboltinn Beint 15:30 Formúla 1 - Brasilía Beint 18:30 La Liga Report 19:00 Almeria - Real Madrid 20:45 Barcelona - Granada 22:30 Þýski handboltinn 2013/2014 23:50 Formúla 1 - Brasilía 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:55 West Ham - Chelsea 11:35 Newcastle - Norwich 13:15 Man. City - Tottenham Beint 15:45 Cardiff - Man. Utd. Beint 17:50 Arsenal - Southampton 19:30 Everton - Liverpool 21:10 Man. City - Tottenham 22:50 Cardiff - Man. Utd. 00:30 Stoke - Sunderland SkjárGolf 06:00 Eurosport 08:00 DP World Tour 2013 (2:4) 13:00 DP World Tour 2013 (3:4) 18:00 DP World Tour 2013 (4:4) 23:00 OHL Classic 2013 (4:4) 02:00 Eurosport 24. nóvember sjónvarp 73Helgin 22.-24. nóvember 2013  Í sjónvarpinu The BlacklisT  Svo bregðast krosstré Bókaútgáfan Salka fjölbreytt dagskrá á Bókamessu í Ráðhúsinu salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Bjartasta brosið • Ráðhúsgangur Sýndar verða myndir úr Brosbókinni. Krakkar geta teiknað brosmyndir á meðan messunni stendur og hengt upp á staðnum. Í lok messu verða heppnir teiknisnillingar verðlaunaðir. LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER Kl. 13:00 – 13:30 • Matsalur, 1. hæð Íslenskur menningararfur Sýningagerð Björn G. Björnsson Höfundurinn, einn reyndasti sýninga- og leikmyndahönnuður landsins, kynnir ritröð sína um hinn íslenska menningararf og nýja bók um sýningagerð. Kl. 14:00 – 16:00 Setustofa, 2. hæð Sögustund fyrir börn og fylgdarfólk þeirra Brosbókin Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen Mektarkötturinn Matthías og orðastelpan Kristín Arngrímsdóttir Kl. 15:00 – 16:00 • Ráðhúsgangur Tískubókin Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Eva Dögg gefur gestum bókamessunnar góð tískuráð. Kl. 15:00 – 16:00 • Ráðhúsgangur María – heklbók Tinna Þórudóttir Þorvaldar Hlýir fætur Ágústa Þóra Jónsdóttir og Benný Ósk Harðardóttir Höfundarnir, kynna þessar skemmtilegu hannyrðabækur, gefa góð ráð og verða með sýnishorn. Kl. 16:00-17:00 • Ráðhúsgangur Matargleði Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Brauð og eftirréttir Kristu María Krista Hreiðarsdóttir Höfundarnir kynna bækur sínar og gefa gestum að smakka. SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER Kl. 12:30 – 13:00, 13:00 – 13:30 og 17:00 – 17:30 • Matsalur, 1. hæð Hin sanna náttúra Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir Langar þig að kyrra hugann og slaka á innan um bækur og gott fólk í Ráðhúsinu? Hugleiðsla og gongslökun með höfundi bókarinnar. Kl. 14:00 • Tjarnarsalur Tónlist í Tjarnarsal Snorri á Fossum Bragi Þórðarson Snorri á Fossum tekur lagið ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Bragi Þórðarson, sem hefur ritað ævisögu Snorra, kynnir. Kl. 15:30 – 16:00 • Kaffihús Lesið úr nýjum bókum fyrir ungt fólk. Augað Hallveig Thorlacius Höfundar nokkurra nýrra bóka fyrir ungt fólk á öllum aldri bjóða upp á upplestrar- stund með kaffinu. Kl. 16:30 – 17:00 • Kaffihús Ljóðskáld lesa úr nýjum bókum Elst milli hendinga Þóra Jónsdóttir Skyldi það vera Stefanía Gísladóttir Steinunn Hjartardóttir les úr Skyldi það vera. Dag einn hverfur brosið hennar Sólu á dularfullan hátt. Mamma og pabbi eru í öngum sínum. Hafði Sóla týnt brosinu sínu á meðan hún svaf? Hafði kannski einhver stolið því? er nútímalegt ævintýri þar sem allt getur gerst. Myndskreytingar iða af lífi og leik og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. www.salka.is Jóna Valborg Árnadóttir Elsa Nielsen Fyrir alla þá sem hafa einhvern tímann farið í fýlu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.