Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 78

Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 78
S ól í Tógó opna myndlistar-sýningu í Hannesarholti að Grundarstíg 10 á laugardag- inn klukkan 17. Sýningunni lýkur þann 30. nóvember en þá verða verkin sem þar eru boðin upp og seld hæstbjóðendum. Og það er eftir heilmiklu að slægjast en meðal þeirra sem gefa verk á uppboðið eru Eggert Pétursson, Davíð Örn Halldórsson, Elín Hansdóttir, Egill Sæbjörnsson, Gabríela Friðriks- dóttir, Gjörningaklúbburinn, Hall- grímur Helgason, Ragnar Kjartans- son og sjálfur Ólafur Elíasson. Alda Lóa Leifsdóttir, hjá Sól í Tógó, segir það hafa verið auðsótt mál að fá listafólkið til að leggja samtökunum lið með þessu móti. „Það var einhver rosaleg stemning fyrir því að taka þátt,“ segir hún. „Við hljótum bara að vera með svona fallegt verkefni.“ Sem sjálf- sagt enginn efast um. Alda Lóa segir uppboðið hugsað til þess að ljúka fjármögnun á ein- ingahúsi í Glidji þar sem skjólstæð- ingar Sólar í Tógó munu geta búið allir saman, en sem stendur eru börnin dreifð á þremur svæðum. „Við erum loksins að klára að reisa hús yfir alla krakkana. Þró- unarsamvinnustofnun Íslands styrkti okkur um 70% og nú erum við að reyna að dekka það sem eftir stendur, sem er eitthvað á bilinu sjö til átta milljónir. Þetta verður tilbúið í mars og þá geta krakkarnir vonandi flutt.“ Alda Lóa segir að óhætt sé að tala um að stórkanónurnar í íslenskri myndlist séu saman komnar á upp- boðinu ásamt rísandi stjörnum. Það sem geri uppboðið síðan svo skemmtilegt er að þar mun fólk geta eignast fallega list á viðráðan- legu verði. Síðan telst vitaskuld til tíðinda að Ólafur Elíasson skuli eiga þar verk. „Það er bara stórfrétt,“ segir Alda Lóa og hlær. „Hann er auðvitað bomban á uppboðinu.“ Sýningin opnar á laugardaginn klukkan 17 og verður opin alla vikuna frá klukkan 11–18. Þar gefst fólki kostur á því að skoða og kynnast verkunum fyrir uppboðið sjálft. Uppboð á verkum fer fram á lokadegi sýningarinnar þann 30. nóvember frá klukkan 14–16. Uppboðshaldari er Óttar Proppé, alþingismaður. Allir sem koma að uppboðinu hafa gefið vinnu sína til að styrkja málefnið. -ÞÞ Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 22/11 kl. 19:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 23/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Fös 29/11 kl. 19:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Þri 17/12 kl. 20:00 Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Mið 18/12 kl. 20:00 Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fim 19/12 kl. 20:00 Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Mýs og menn (Stóra sviðið) Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið. Síðustu sýningar! Refurinn (Litla sviðið) Lau 23/11 kl. 20:00 3.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 24/11 kl. 20:00 4.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Þri 26/11 kl. 20:00 5.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Sun 22/12 kl. 20:00 Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Lau 23/11 kl. 20:00 Sun 24/11 kl. 20:00 Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Síðustu sýningar! Saumur (Litla sviðið) Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk. Síðustu sýningar! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 23/11 kl. 13:00 3.k Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 24/11 kl. 11:00 aukas Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00 4.k Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Sun 8/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Lau 14/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Sól í Tógó Sól í Tógó eru frjáls félagasamtök sem starfa í Tógó í Vestur-Afríku. Verkefnismarkmið Sól í Tógó eru tvö. Annars vegar að byggja heimili fyrir varnarlaus börn í Glidji þar sem þau geta notið skjóls, umhyggju og menntunar. Hins vegar að starfsfólk heimilisins hljóti starfsþjálfun og öðlist þekkingu á aðferðum Hjallastefnunnar á Laufásborg, sem og innleiðingu og framkvæmd stefnunnar í Tógó. Starfsþjálfunin er liður í því að nota Hjallastefnuna til að bæta gæði menntunar og stuðla að jafnrétti og lýðræðislegri uppbyggingu í samfélagi umkomulausra barna í Tógó.  Sól í Tógo AflA fjár með liSTAuppboði Ólafur Elíasson er bomban Samtökin Sól í Tógó starfa í Vestur-Afríku þar sem þau vinna að því að bæta hag bágt staddra barna. Verið er að leggja lokahönd á einingahús í Glidji þar sem börn sem nú eru á víð og dreif geta búið saman. Til þess að ljúka fjár- mögnun þessa verkefnis efna samtökin til sýn- ingar og upp- boðs á verkum yfir 30 íslenskra listamanna. Einn þeirra er Ólafur Elíasson en það þykir saga til næsta bæjar þegar möguleiki er á að eignast verkefni eftir hann. Húbert Nói. Hallgrímur Helgason. Hildur. Ragnar Kjartansson. Guðjón Ketils- son. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.  TónleikAr kAmmerkór SuðurlAndS fékk óvænTA AThygli í london Húsfyllir í kjölfar dauða tónskáldsins Tónskáldið Sir John Tavener lést þremur dögum áður en Kammerkór Suðurlands frumflutti verk hans, Three Shakespeare Sonnets, í sóknarkirkju Shakespeare, Southwark Cathedral. Kammerkór Suðurlands sneri heim á sunnudags- kvöld úr afar vel heppnaðri tónleikaferð til London. Sú sorglega tilviljun að hið þekkta tónskáld Breta, Sir John Tavener, lést þremur dögum áður en kórinn frumflutti að ósk tónskáldsins Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespeare, Southwark Cathedral, hafði dramatísk áhrif á þá athygli og umfjöllun sem tónleikarnir fengu. Húsfyllir varð á tónleikunum í kirkjunni sem rúmar yfir 600 sæti og þurftu sumir frá að hverfa. Kammerkór Suðurlands var, að því er fram kemur í tilkynningu kórsins, í stöðugu kastljósi fjölmiðlanna í aðdraganda tón- leikanna þá tvo daga sem kórinn dvaldi í London til undirbúnings. Viðtöl við stjórnanda kórsins og kórfélaga birtust í morgunþætti á BBC Television á föstudag og síðar þann dag á ITV. Þá var tekið upp fyrir heimildamynd á BBC World og kórinn söng í beinni útsendingu á BBC 3 á fimmtudeginum. Um helgina birtist gagnrýni í eftirfarandi blöðum: The Daily Telegraph (4 stjörnur), The Evening Standard (3 stjörnur) og The Independent. „Tónleikarnir fá 4 stjörnur í The Daily Telegraph þar sem Hugo Shirley lýkur upp miklu lofsorði á flutning kórsins og einsöngvara í verkum Tave- ners. Hann telur það lán að flutningurinn hafi verið í höndum Kammerkórs Suðurlands en jafnframt voru á tónleikunum flutt eftir Tavener The Lamb, Birthday Sleep, Iero Oneiro, Schuon Hymnen og Song for Athene sem flutt var við útför Díönu prins- essu. Sir John Tavener hefur alla tíð átt við heilsubrest að stríða. Three Shakespeare Sonnets samdi Sir John Tavener til eiginkonu sinnar eftir að hún hafði hjúkrað honum til heilsu í kjölfar mikilla veikinda árið 2007. Hann fékk hugmyndina að verkinu þegar hann dvaldi á Íslandi 2010 en þá kom hann hingað til lands til að vera viðstaddur útgáfutónleika Kamm- erkórs Suðurlands með verkum hans. Hann bað Kammerkór Suðurlands þegar fram liðu stundir um að frumflytja þetta nýja kórverk sem inniheldur þann tragíska en viðeigandi texta „No longer mourn for me“ í síðasta ljóðinu sem varð niðurlag tón- leikanna á föstudagskvöld,“ segir enn fremur. Á tónleikunum frumflutti Kammerkór Suðurlands einnig nýtt kórverk eftir ungan Breta, Jack White, en tónleikarnir hófust á nokkrum íslenskum verk- um eftir m.a. Kjartan Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Snorra Hallgrímsson og Örlyg Benediktsson. Tónleikana skipulagði breska umboðsskrifstofan Curated Place í samvinnu við umboðsskrifstofu nýrrar tónlistar í Bretlandi, Sound and Music, og stjórnanda Kammerkórs Suðurlands, Hilmar Örn Agnarsson. Flytjendur á tónleikunum voru Kammerkór Suðurlands ásamt kammersveit, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar voru Elísabet Einars- dóttir, Björg Þórhallsdóttir, Henrietta Ósk Gunnars- dóttir, Tui Hirv, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyj- ólfur Eyjólfsson, Hrólfur Sæmundsson og Adrian Peacock. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Kammerkór Suðurlands í sóknarkirkju Shakespeare, Sout- hwark Cathedral. 78 menning Helgin 22.-24. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.