Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 82
Fást í verslunum Hagkaups og Bónus
F yrsta þrívíddarsýningin í Bíó Paradís verður á laugardagskvöld klukkan 22.30. Og tilefnið er ærið
en þá verður sérstökum 50 ára afmælis-
þætti um tímaflakkarann vinsæla Doctor
Who varpað á tjald kvikmyndahússins.
Doctor Who er breskur þáttur sem
hefur gengið með hléum í sjónvarpi þar
í landi í hálfa öld og Doktorinn er jafn
samofinn breskri þjóðarsál og Bjartur
í Sumarhúsum hér á landi. Who hefur
ekki síst lifað svona lengi vegna þess
að hann er nokkurn veginn eilífur og
endurholdgast reglulega og þannig hafa
nýir leikarar jafnan getað leyst þá eldri
af hólmi á sannfærandi hátt.
Þeir eru orðnir ellefu leikararnir sem
hafa túlkað þennan magnaða náunga
sem ferðast í tíma og rúmi um heima og
geyma í TARDIS, geimfari sem lítur út
eins og símaklefi og er stærri að innan
en það virðist að utan.
Ótal aðdáenda Doctor Who munu
njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who
mjög víða um heiminn, meðal annars í
Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu,
Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada,
Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi.
The Day of the Doctor verður sýndur
í þrívídd, 3D á stóra tjaldinu, og verður
Bíó Paradís ekki undanskilið. Doctor
Who þáttaröðin heldur upp á hálfrar
aldar afmælið með þættinum The Day of
the Doctor með Matt Smith, David Tenn-
ant, Jenna Coleman, Billie Piper og John
Hurt í aðalhlutverkum.
Þarna koma saman allir núlifandi leik-
arar sem leikið hafa Doktorinn, að Chri-
stopher Eccelstone undanslildum. Hann
á að vísu heiðurinn að því að hafa leikið
Who í fyrstu seríu þáttanna sem ganga
núna og vöktu Doktorinn til lífsins á
ný. En það er einhver hundur í honum
og hann vill ekki vera með. Breytir því
ekki að fram undan er stórveisla fyrir
aðdáendur Doctor Who sem fá nokkra
„Doctora“ saman á færibandi.
Þótt Who hafi lítið sem ekkert verið
sýndur í sjónvarpi á Íslandi er hann
svo vinsæll hérna að það seldist upp á
sýninguna í Bíó Paradís á augabragði
og ýmsir hörðustu aðdáendur hans sitja
eftir með sárt ennið. Héldu að þeir væru
hluti af örfáum sálum á Íslandi sem
fylgja Who að málum.
Örlagarík fortíð Doktorsins mun
varpa sprengju í söguþróun þáttanna og
það er því mikið í húfi fyrir aðdáendur
hans að missa ekki af þessum sögulegu
ósköpum.
Doctor Who Fimmtugur í Fullu Fjöri
Ótrúlega vinsæll á Íslandi
Breska sjónvarps-
þáttapersónan
Doctor Who fagnar
50 ára afmæli sínu
um helgina. Hann er
jafn lífseigur og landi
hans, James Bond,
sem hefur haldið sjó
í gegnum áratugina
í kvikmyndum og
breytt um útlit eftir
þörfum með nýjum
leikurum. Bondarnir
eru þó að vísu aðeins
orðnir sex en Doktor-
arnir eru ellefu og sá
tólfti verður kynntur
til leiks nýlega.
Þrátt fyrir að hafa
verið lítið sýndur í
íslensku sjónvarpi
nýtur Doctor Who
gríðarlegra vinsælda
á Íslandi. Sérstakur
afmælisþáttur um
hann verður sýndur í
Bíó Paradís á laugar-
daginn og það seldist
jafn hratt upp og á
landsleikinn.
Tveir Góðir. Matt
Stone og David
Tennant eru þeir
tveir síðustu til að
leika Doktorinn.
Tennant var ómót-
stæðilegur í þremur
seríum, svo tók
Stone við en hann
hverfur nú af velli
og tólfti maðurinn
tekur við.
Allir Doktorarnir
ellefu sem hafa
heillað unga sem
aldna í gegnum
áratugina.
82 menning Helgin 22.-24. nóvember 2013