Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 6
S litastjórn Kaupþings fékk í vikunni leyfi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að rannsaka innviði iðnaðarhúsnæðis á Smiðs­ höfða 9 sem er í eigu Steingríms Kárasonar og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi stjórnenda í Kaupþingi. Eins og Fréttatíminn greindi frá 29. júlí á síðasta ári fékk slita­ stjórn Kaupþings kyrrsetningu samþykkta á húsnæðið en Sýslu­ maðurinn í Reykjavík neitaði slita­ stjórninni um leyfi til að skoða það. Grunur leikur á að þar séu eða hafi verið vínbirgðir að verðmæti tvö til þrjú hundruð milljóna króna auk fokdýrra farartækja á borð við bíla og snjósleða. Eins og Fréttatíminn greindi frá um mitt síðasta sumar íhugaði slita­ stjórnin að setja vakt á húsið til að ganga úr skugga um að ekkert hyrfi þaðan en ekki hefur fengist stað­ fest hvort svo hefur verið gert. Frá slitastjórninni sjálfri kemur ávallt sama svarið: „Við tjáum okkur ekki um einstök mál.“ Slitastjórnin hefur höfðað mál gegn tvímenningunum og f leiri lykilmönnum bankans til riftunar á niðurfellingum ábyrgða sem stjórn gamla bankans samþykkti 25. sept­ ember 2008. Um er að ræða upp­ hæðir sem hlaupa á hundruðum milljóna í einhverjum tilfellum og er þessi kyrrsetning hluti af þeim málaferlum. Eins og komið hefur fram í DV þá fékk Ingólfur Helgason rúmlega 1700 milljóna króna lán frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum og Steingrímur fékk lán upp á rétt rúmlega milljarð til sömu gjörða. Auk þess hefur slitastjórn­ in kyrrsett einbýlishús Ingólfs, Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi starfandi stjórnarformanns Kaup­ þings, og Guðnýjar Örnu Sveins­ dóttur eins og greint var frá í Frétta­ tímanum á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Byrjendanámskeið í notkun Meniga heimilisbókhalds verða haldin á vegum Landsbankans í tölvustofu HT204 í Háskóla Íslands, gengið inn á Háskólatorgi. Dagsetningar » 19. janúar – Fullbókað » 26. janúar Námskeiðin hefjast kl. 17:30 og verða léttar veitingar í boði. Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Betri yfirsýn Landsbankinn býður nú viðskiptavinum upp á Meniga sem er sjálfvirkt heimilisbókhald í netbankanum. Meniga veitir yfirsýn yfir fjármálin á myndrænan hátt, auðveldar áætlanagerð og aðstoðar við að finna góðar sparnaðarleiðir. yfir fjármálin Grunur leikur á að þar séu, eða hafi verið, vínbirgðir að verðmæti tvö til þrjú hundruð milljóna króna auk fokdýrra farartækja á borð við bíla og snjósleða.  DómSmál SlitaStjórn KaupþingS gegn StjórnenDum Fá að skoða dularfullt iðn- aðarhúsnæði Slitastjórn Kaupþings hefur fengið leyfi Héraðsdóms til að fara í iðnaðarhúsnæði í eigu fyrrverandi stjórnenda Kaupþings. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði áður hafnað beiðninni. Slitastjórn Kaupþings fær nú loks svalað forvitni sinni varðandi innviði iðnaðarhús- næðisins á Smiðshöfða. Ljósmynd/Teitur Ingólfur Helga- son var forstjóri Kaup- þings á Íslandi. Kristján B. Jónasson og aðrir bókaútgefendur horfa fram á nýjan veruleika í þjófnaði á bókum nú þegar rafræn bylting er framundan. Ljósmynd Hari  BæKur HljóðBóKamarKaðurinn Áhyggjur af ólöglegum hljóðbókum Bókaútgefendur hafa vaxandi áhyggjur af ólög­ legri stafrænni dreifingu á hljóðbókum. Krist­ ján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir í samtali við Fréttatímann að svo virðist sem skrár frá Blindrabókasafninu hafi í töluverðum mæli ratað inn á íslenskar tor­ rent­síður þar sem notendur hafi getað hlaðið þeim niður án endurgjalds. „Það er leiðinlegt að það sé verið að misnota þetta framtak,“ segir Kristján en samkvæmt 14. grein höfundarrétt­ arlaga hefur Blindrabókasafnið heimild til að búa til hljóðbækur fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarörðugleika án þess að sérstakt gjald komi í staðinn. Kristján segir að bókaútgefendur séu í samstarfi við Smáís, samtök myndrétthafa, um aðgerðir gegn þessu ólöglega framtaki. „Þetta er nýtt vandamál hjá okkur. Við höfum aðallega þurft að berjast við ólögleg eintök í skólakerfinu þar sem heilu skólabækurnar hafa verið ljósritaðar en núna er þetta veruleiki í stafrænni dreifingu. Við vitum hvernig félagar okkar á Norðurlöndum hafa barist gegn þessu og þar er margt sem við getum notað. Bækur á stafrænu formi, bæði sem rafbækur og hljóð­ bækur, eru að verða meira áberandi og fara að skipta meira máli sem tekjuskapandi einingar. Við þurfum að gæta að því að tekjumögu­ leikarnir varðandi stafræna formið séu ekki skertir,“ segir Kristján. Næst mokað 20. mars Í augum margra Árneshreppsbúa á Ströndum er þrettándinn, það er 6. janúar, ein óvinsælasta dagsetningin. Ástæðan er sú að þá er komið að þeim hluta ársins að vegurinn þangað verður ekki ruddur fyrr en vora tekur samkvæmt almanakinu; nánar tiltekið 20. mars eða í 75 daga sam- fleytt, að því er fram kemur á vefnum Strandir.is. Árneshreppur fellur undir svokallaða G-reglu um snjómokstur og er eina sjálfstæða sveitarfélag landsins sem þarf að lúta þeirri reglu. „Þetta er afleitt,“ segir enn fremur, „enda er aðeins ein akleið til og frá hreppnum. Undanfarin ár hefur ítrekað verið þrýst á að þessi leið verði færð á sama þjónustustig og í öðrum sveitarfélögum, en ekki hefur orðið af því enn að Árnes- hreppsbúar hafi verið losaðir úr klóm G-reglunnar.“ - jh Breiðfirðingar halda í flokkslénið „Nei, við höfum ekkert tilboð fengið,“ segir Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðinga- félagsins, aðspurður hvort falast hafi verið eftir léni félagsins, bf.is, fyrir hinn nýja flokk Guð- mundar Stein- grímssonar og fleiri, Bjarta framtíð, að því er fram kemur á vefnum Reykhólar.is. Í Pressunni nýverið kom fram, að Snæbjörn hefði tekið því dræmt þegar hann var spurður hvort lénið væri til sölu. Það yrði samt skoðað ef til kæmi. „Við myndum í rauninni ekki vilja láta lénið af hendi,“ segir Snæbjörn í samtali við Reykhólavefinn. - jh 6 fréttir Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.