Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 22
G amlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf kom nýlega út í Þýskalandi þar sem hún rokselst en á heimsvísu hefur hún selst í 1,5 milljónum eintaka. „Þessar viðtökur sem bókin er að fá eru dásamlegar, “ segir Carina Brandt hjá Pontas- útgáfunni í Barcelona í samtali við Fréttatímann. Brandt setti sig á sínum tíma í samband við Jonas- son þar sem hún vildi prófa að gefa Gamlingjann út víðar en í Svíþjóð. „Bókin er á toppnum á Íslandi og í Þýskalandi og er nú í öðru sæti í Hollandi, “ segir Carina sem svo sannarlega veðjaði á réttan hest. Óvæntar vinsældir Vinsældir bókarinnar í Svíþjóð komu höfundinum og flestum öðr- um á óvart og segja má að vanþekk- ing Jonasar á sænska bókamarkað- inum hafi skilað sér í þessum miklu alþjóðlegu vinsældum. Þar sem höf- undurinn var óþekktur og viðfangs- efnið og tónninn í bókinni er býsna sérstakur taldi sænskur útgefandi Jonasar að bókin yrði mjög erfið í kynningu. Hún fékk hins vegar bestu auglýsingu sem hægt er að hugsa sér þegar en hún fór að spyrj- ast vel út frá manni til manns. Ekki ósvipað og gerðist hér á Íslandi þar sem bókin laumaði sér á markaðinn í kilju og fór síðan á fleygiferð. Jónas sjálfur sá ekki fyrir sér að bókin ætti erindi út fyrir Sviþjóð sagði hann útgefanda sínum að láta það eiga sig að reyna að koma bókinni á framfæri við erlend for- lög. Hann stóð í þeirri meiningu að útgefendur myndu hafa samband að fyrra bragði ef þeir kærðu sig um að gefa bókina út. Því leið og beið þar til Carina setti sig í samband við Jonas. Faðir hennar hafði lesið Gamlingjann og bent henni á að hafa auga á Jonasi. Hún sendi hon- um því tölvupóst, gerðist umboðs- maður hans og skömmu síðar var bókin komin á fleygiferð í Evrópu. Forlög börðust um útgáfuréttinn og á nokkrum mánuðum hafði Carina selt bókina á fimmtán tungumálum og nú hefur þýðingarétturinn verið seldur til 30 landa. Sorglegasta öld sögunnar Gamlingjanum hefur verið líkt við kvikmyndina Forrest Gump, með Tom Hanks, og það er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem Jonas segir frá ævintýrum Alans Karls- sonar sem forðar sér frá hundrað ára afmælisvæslu sinni með því að skríða út um glugga á elliheimilinu og fara á flakk. Á ferðum sínum rifjar hann upp ævi sína sem er sam- ofin sögu 20. aldarinnar en á vegi hans urðu ekki ómerkari menn en Maó formaður, Winston Churchill, Stalin og Harry Truman svo fáeinir séu nefndir. Jonas segir sjálfur, í við- tali sem Lasse Winkler átti við hann fyrir Svensk Bokhandel, að hug- myndin hafi verið að láta gamlingj- ann vafra í gegnum sorglegustu öld sögunnar. Jonas Jonasson stendur á fimm- tugu. Eftir farsælan feril sem blaðamaður, fjölmiðlaráðgjafi og sjónvarpsframleiðandi ákvað hann að hefja nýtt líf, seldi allar eigur sínar í Svíþjóð, skrifaði handritið að Gamlingjanum og flutti til smábæjar við Luganovatn í Swiss við landa- mæri Ítalíu. Hann hefur nú flutt sig aftur um set og býr einn með syni sínum og hænum í sænskri sveita- sælu þar sem hann vinnur að sinni næstu bók. Gramur við að sjá Gump Hugmyndin að Gamlingjanum er þó ekki jafn ný af nálinni. Jonas segir hugmyndina að bókinni hafa verið byrjaða að gerjast í kollinum á honum strax árið 1994. Hann hafi því orðið hundfúll þegar hann sá Forrest Gump í bíó á sínum tíma. Á meðan aðrir í salnum hlógu varð Jonas stöðugt gramari þar sem honum fannst að hugmynd sinni hefði verið stolið. Gamlinginn Alan Karlsson skreið þó ekki úr huga Jonasar og hugmyndin hélt áfram að malla þar. Og þegar Jonas brann út í fjöl- miðlastarfi sínu og losaði sig undan allri ábyrgð í Svíþjóð sleppti hann þeim gamla lausum. „Eftir því sem vandamálin hlóðust upp hjá mér í vinnunni því frjálsari fannst mér Alan Karlsson vera til þess að gera hvað sem honum sýndist,“ segir Jonas. Hann hafði átt farsælan feril sem blaðamaður á Expressen og ráðgjafi hjá TV4 auk þess sem hann stofnaði og rak framleiðslufyrir- tækið OTW. Starfsmenn OTW voru aðeins tveir í upphafi en þegar Jonas seldi öll hlutabréfin og yfirgaf skút- una störfuðu þar 100 manns. Útbrunninn á fjölmiðlum Jonas tók saman föggur sínar og flutti með son sinn til Sviss þaðan sem hann fylgdist með Alan Karls- syni hefja sigurför sína, auk þess sem sá gamli færði Jonasi nýtt líf í tvennum skilningi. „Þegar ég hætti í fjölmiðlunum var ég algerlega úrvinda og galtómur. Mér fannst ég ekki vera neitt og það mikilvægasta fyrir mig við útkomu bókarinnar var að þá var ég orðinn rithöfundur. Ég fann það strax að ég hafi fengið nýtt sjálf, meira að segja áður en bókin var komin í hillur verslana. Sölutöl- urnar eru mér því ekki jafn mikil- vægar og margur myndi ætla.“ Jonas segist ekki hafa fylgst neitt sérstaklega með velgengni bókar- innar. Hann láti hverjum degi nægja sína þjáningu og eigi fullt í fangi með að vera einstæður faðir. Eftir nær þriggja ára dvöl á landamærum Sviss og Ítalíu sneri hann aftur heim með syni sínum og þeir búa nú í sænskri sveit þar sem Jonas vinnur að sinni næstu bók. Gamlinginn á hvíta tjaldið Gamlinginn er þó hvergi nærri horf- inn út úr lífi Jonasar. Frekari land- vinningar eru nánast óhjákvæmi- legir og gengið hefur verið frá samningum um gerð kvikmyndar byggðri á bókinni. Hinn virti, sænski leikstjóri Felix Herngren hefur tekið verkið að sér en aðkoma hans að myndinni réði úrslitum um að Jonas sló til. Ráðgert er að tökur á myndinni hefjist í sumar. „Það er ofboðslega skemmtilegt að njóta þess trausts að fá að gera bíómynd upp úr þessari stór- kostlegu sögu,“ segir Herngren í ScreenDaily International. „Gaml- inginn náði tökum á mér frá fyrstu síðu. Hún er húmorískt meistara- verk sem verður að kvikmynda.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hundrað ára sænskur Forrest Gump Sænska skáldsagan Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf var mest selda bókin í Svíþjóð árið 2010 og sá gamli er nú lagður af stað í sigurför um heiminn. Bókin hefur selst í 20.000 eintökum á Íslandi og var ein allra vinsælasta bókin á landinu í fyrra. Bókin er sú fyrsta eftir Jonas Jonasson sem byrjaði að skrifa í tilvistar- kreppu og er býsna sérstakur náungi. Hann býr ásamt syni sínum og hænum í sænskri sveit og stendur í harkalegri for- ræðisdeilu við barnsmóður sína. Jonas Jonasson stendur í harkalegri forræðisdeilu við Alex Toja, kínversk- indónesíska barnsmóður sína. Saman eiga þau soninn Jonathan sem elst upp hjá föður sínum. Undirskriftum hefur verið safnað á Netinu þar sem skorað er á Jonas að skila barninu umsvifalaust til móðurinnar. Tóninn er harður en þó er reynt að höfða til gæsku rithöf- undarins og hann hvattur til að virða mannréttindi barnsins og leyfa því að kynnast menningu móður- fjölskyldunnar. Alex býr í Gotlandi og byrjaði að læra sænsku í janúar í fyrra. Stuðnings- fólk hennar telur Jonas beita fyrir sig spilltum embættismönnum og hagnýta sér tungumála- örðugleika og vanþekkingu móðurinnar á sænska kerfinu. Þá er hann sak- aður um rasisma þar sem hann hafi sagt að Toja hafi ekki náttúrlega tengingu við Svíþjóð, landið þar sem Jonathan fæddist og býr í. Skorað er á almenn- ing að sniðganga bækur Jonasar, væntanlega kvikmynd og allar afurðir verka hans þar til hann skili barninu til móður sinnar. Þessi áskorun hefur, eins og dæmin sanna, þó ekki borið mikinn árangur þar sem Gamlinginn hefur slegið í gegn hvar sem hann hefur drepið niður fæti. Útgefandi Jonasar á Íslandi er JPV og hefur for- lagið ekki farið varhluta af þessu en í fyrra streymdu tölvupóstar til JPV þar sem vakin var athygli á stöðu forræðisdeilunnar. Póstarnir voru staðlaðir og því líklegt að þeir hafi allir verið sendir í gegnum undirskriftasíðuna. Samkvæmt heimildum Fréttatímans ollu skeytin ekki neinu uppnámi þar á bæ enda tíðkast víst ekki að útgefendur skipti sér af einkalífi höfunda. Jonas Jonasson gafst upp á starfi sínu við fjölmiðla. Hann seldi eigur sínar og yfirgaf Svíþjóð en sleppti um leið gamlingjanum lausum en saga hans hafði gerjast í kolli hans frá árinu 1994 eða áður en Gump kom fram á sjónarsviðið. Mynd/Gabriela Corti. Deilan um drenginn 22 úttekt Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.