Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 66
Plötudómar dr. gunna
Cast a light
Vicky
Hart sótt fram
Þetta er önnur plata
hljómsveitarinnar Vicky
og stórt stökk fram á við.
Trommustrákur og þrjár
ungar konur í framlínunni
sækja hart fram í melódísku
rokki sem helst hefur fengið
spilun á X-inu. Þétt rythma-
par mylur undir leiðina sem
blæbrigðaríkur rokkgítar
og tilfinningaríkur söngur
varða. Það er gruggfílingur
í Vicky, smá glamrokk og
metall en líka popp. Bandið
hittir oft í mark, til dæmis í
lögum eins og Feel Good og
Lullaby, sem eru skemmti-
leg og grípandi, en á það
til að skjóta framhjá með
ófókuseruðum lögum. Vicky
er þó tvímælalaust band
á uppleið og nær vonandi
þeim toppi sem það á inni
fyrir.
EP
For a Minor Reflection
Sneiðmynd
Kvartettinn For a Minor
Reflection gaf út plötu
árið 2007 en hefur síðan
verið að mjatla inn á stóra
plötu sem kemur vafalaust
fljótlega út. Í fyrra kom
þessi fjögurra laga EP plata,
einskonar sneiðmynd af
bandinu í dag. Tónlistin
er kannski ekki byltingar-
kennd; ósungið „post-rock“
sem minnir á bönd eins
og Mogwai, Tortoise og
vitanlega Sigur Rós. Bandið
gerir þetta vel og býr yfir
mikilli breidd: Getur jafnt
fantatuddast í þungarokk-
slegri keyrslu og flotið
dreymandi í jökulbráðnandi
stemmningu. Þetta eru
ungir strákar og því er engin
ofurbjartsýni að búast við
enn betri hlutum frá þeim,
sérstaklega ef þeir stækka
leikvöllinn.
lög unga fólksins
Hrekkjusvín
Snilld með
viðbótum
Þessi plata sem kom út 1977
lenti í 17. sæti í bókinni 100
bestu plötur Íslandssögunn-
ar (2009), hæst allra barna-
platna. Í kjölfar leiksýningar
sem sett var upp í fyrra
kom þessi sérstaka útgáfa
með nýrri hljóðblöndun og
þremur nýjum lögum eftir
Valgeir Guðjónsson. Óþarfi
er að dásama plötuna, hún
er einfaldlega snilld og gerð
af mönnum að toppa sig í
ungæðingslegum sköpunar-
bríma, plata sem fullorðna
fólkið hefur eiginlega meira
gaman af en krakkarnir. Ný
hljóðblöndun Sigurðar Bjólu
er kristaltær og brakandi og
maður heyrir nú ýmis hljóð
í fyrsta skipti. Nýju lögin
eru í stíl og alveg ágæt.
Skylduplata í safnið!
lEikdómur Fanný og alExandEr í BorgarlEikhúsinu
F anný og Alexander er sannkölluð stórsýning. Stefán Baldursson leik-
stýrir og skrifar leikgerð byggða
á frægu sjónvarpsverki/kvik-
mynd Ingmars Bergman. Verkið
hefur sterkar ævisögulegar skír-
skotanir en viðfangsefnin eru
meðal annars fjölskyldutengsl,
ást Bergmans á leikhúsinu og
fantasíur bernskunnar. Sagan
sjálf virkar viðburðarík á sviði því
persónurnar eru margar og „lögin”
líka. Í einfölduðu máli segir þar
af Ekdahl-fjölskyldunni þar sem
börnin og titilpersónurnar Fanný
og Alexander alast upp í gleði og
glaumi, umkringd ástríkum ætt-
ingjum sem allir eru þó mátulega
breyskir. Þegar faðir þeirra deyr
tekur móðirin saman við óttalegt
suddamenni, illgjarnan biskup og
þau flytja ásamt henni á skelfilegt
setur hans þar sem enga lífsgleði
eða list er að finna.
Styrkur sýningarinnar er að hún
er litrík og fjörug, persónurnar
eru margar og leikurinn almennt
góður. Það er hins vegar vanda-
samt að leiða áhorfandann inn í
þessa blöndu raunsæis og fantasíu
Alexanders. Hann er aðalpersóna
sýningarinnar og það sem gerist
er hans upplifun, þetta er hans
„heimur“ eins og faðirinn útskýrir.
Hilmar Guðjónsson leikur Alex-
ander og mér finnst hann í elsta
lagi til að leika strákinn – honum
ferst betur að sýna þrjóska og mót-
þróafulla hlið hans heldur en túlka
sakleysið og æskuna og fyrir vikið
verður líka samleikur hans við
yngri systurina Fanný (Ísabella
Rós Þorsteinsdóttir) stirður. Eftir-
minnilegustu persónurnar voru
bróðirinn Gústaf, sem Jóhann
Sigurðarson túlkaði meistaralega,
ættmóðirin Helena og hennar sér-
staki vinur Ísak Jacobi sem Krist-
björg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson
léku.
Leikur þeirra tveggja var hóf-
stilltari en hinna í hópnum og
það er alltaf jafn hrífandi að sjá
þau saman á sviði. Leikhúshjónin
Óskar og Emilíu léku Þröstur
Leó Gunnarsson og Halldóra
Geirharðsdóttir. Aldrei þessu
vant fannst mér stjarna Þrastar
ekki skína sem skyldi, sérstak-
lega var dauðasenan erfið en það
sópar að Halldóru. Jóhanna Vigdís
Arnardóttir skilaði sömuleiðis
áhugaverðri Ölmu og hjónin Karl
og Lydía (Theodór Júlíusson og
Charlotte Böving) og biskupinn
(Rúnar Freyr Gíslason) eru mér
að sama skapi afar eftirminnileg.
Mikið vildi ég óska að Elma Lísa
Gunnarsdóttir væri ekki einatt
sett í þjónustupíuhlutverk í sviðs-
verkum, mér finnst hún eiga meira
til. Margrét Ákadóttir, Halldór
Gylfason og Katla Margrét Þor-
geirsdóttir voru traust í sínum
hlutverkum en Hallgrímur Ólafs-
son (leikarinn Mikael og Aron)
uppskar ekki eins og til var sáð.
Að sama skapi var Kristín Þóra
Haraldsdóttir skemmtileg Maja en
mjög skrýtin Ísmael.
Yfirbragð sýningar Stefáns
Baldurssonar er glæsilegt fyrir
augað og eyrun. Tónlist Jóhanns
G. Jóhannssonar auðgar verkið
mjög en það var máski full mikið af
söngnúmerum og fallerí-i í fyrsta
hlutanum. Leikmynd Vytautas
Narbutas er mögnuð og slær
sterkan tón, búningar Þórunnar
Sigríðar Þorgrímsdóttur eru bæði
fallegir og haglegir og lýsing
Björns Bergsteins Guðmunds-
sonar algjört ævintýr. Leikgervi
Elínar Sigríðar Gísladóttur voru
skemmtilega leyst nema draug-
urinn og lögreglustjórinn sem
stungu óþægilega í stúf. Þýðing
Þórarins Eldjárns var áheyrileg,
þjál og skapandi, mér verður að
minnsta kosti lengi minnistæð
dásamlega setning sem hljómar
eitthvað á þessa leið: „Kysstu mig
þar sem hryggurinn skiptir um
nafn!”
kristrún heiða hauksdóttir
Fanný og alexander
Leikstjórn og leikgerð: Stefán Baldursson
Borgarleikhúsið
Fantasíur bernskunnar
Viðburðarík saga, glæsileg umgjörð.
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Heimsljós (Stóra sviðið)
Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn.
Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn.
Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn.
Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn.
Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn.
Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn.
Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn.
Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn.
Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas.
Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas.
Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn.
Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn.
Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn.
Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn.
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fös 13.1. Kl. 19:30 Síð. sýn.
Sun 15.1. Kl. 13:30 6. sýn.
Sun 15.1. Kl. 15:00 7. sýn.
Sun 22.1. Kl. 13:30
Sun 22.1. Kl. 15:00
Sun 29.1. Kl. 13:30
Sun 29.1. Kl. 15:00
Sun 5.2. Kl. 13:30
Sun 5.2. Kl. 15:00
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
U
U
Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn.
Fim 19.1. Kl. 19:30 Aukasýn.
Fös 20.1. Kl. 19:30 37. sýn.
Lau 21.1. Kl. 19:30 Síð. sýn.
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 13.1. Kl. 22:00
Síðustu sýningar!
Sun 12.2. Kl. 13:30
Ö
U
U Ö
Fös 20.1. Kl. 19:30 Aukasýn.U
Síðustu sýningar!
Ö Ö
Ástarleikir við
Tjörnina
Upptökur af áköfum ástarleikjum ítalskrar
konu og karlmanns frá Balí eru meðal
verka á sýningu Libiu Castro og Ólafs
Ólafsssonar, sem opnar í Listasafni
Íslands í dag föstudag. Þessi spænsk-ís-
lenski myndlistardúett var fulltrúi Íslands
á Feneyjartvíæringnum í fyrra en á
sýningunni verða einmitt sýnd verk þeirra
þaðan. Þar á meðal er upptaka af ferð
þar sem Ásgerður Júníusdóttir syngur
serenöðuna Landið þitt er ekki til meðan
hún siglir á gondóla um síki Feneyjar.
Ástarleikjaupptakan er hljóðverk sem
kallast Burtrekstur gamalla drauga en
innblásturinn er sóttur í forn útlendinga-
lög sem meinuðu of náin samskipti milli
frjálsborinna Aþeninga og annarra íbúa
borgríkisins.
Titill sýningar Ólafs og Libiu heitir Í
afbyggingu og stendur til 19. febrúar.
Landið þitt er ekki til var skrifað með neonstöfum
á ítölsku utan á íslenska skálann í Feneyjum.
Hjónabandssæla
Fös. 13. jan. kl. 20. Lau. 21. jan. kl. 20.
Lau. 14. jan. kl. 20. Lau. 27. jan. kl. 20.
Fös. 20. jan. kl. 20. Lau. 28. jan. kl. 20.
Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand
Fös. 13. jan kl. 22.30 Fös. 27. jan. kl 22.30
NEI, RÁÐHERRA! – „Hömlulaus hlátur“ B.S. pressan.is
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 19:00 aukas Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k
Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fös 2/3 kl. 20:00 12.k
Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 8/3 kl. 20:00
Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Fös 9/3 kl. 20:00
Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Lau 17/3 kl. 20:00
Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00
Sun 29/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Lau 31/3 kl. 20:00
Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 1/4 kl. 20:00
Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 14/1 kl. 13:00 Sun 29/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00
Sun 15/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00
Lau 21/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00
Sun 22/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00
Lau 28/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Fös 27/1 kl. 19:00 lokas
Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. Síðustu sýningar
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Lau 28/1 kl. 20:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Eldhaf (Nýja sviðið)
Fim 26/1 kl. 20:00 frums Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 12.k
Sun 29/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas
Mið 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 aukas
Fim 2/2 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Mið 29/2 kl. 20:00 13.k
Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 14.k
Sun 5/2 kl. 20:00 4.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k
Mið 8/2 kl. 20:00 5.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k
Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 23/2 kl. 20:00 11.k
Magnað og spennuþrungið leikrit
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas
Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Lau 18/2 kl. 20:00 9.k
Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Sun 19/2 kl. 20:00
Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k
Nýtt verk úr smiðju Vesturports
Nýdönsk í nánd (Litla sviðið)
Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k
Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Lau 21/1 kl. 22:00 aukas
Aftur á svið - aðeins þessar sýningar
KirsuberjagarðurinnKirsuberjagarðurinn
HELGARBLAÐ
Fékkstu ekki Fréttatímann heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-
svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita
með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
66 menning Helgin 13.-15. janúar 2012