Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 12
M ouhamde Lo situr álútur við eldhúsborð í blokk í Vestur- bænum. Kaffibollinn er hálfur. Mouhamde virkar hæglátur, jafnvel feiminn. Við hlið hans er túlkur sem þerrar ennið og þiggur kaffi eftir að hafa arkað eftir hálfruddum gang- stéttum úr miðborginni. Fyrir framan hann gekk Haukur Hilmarsson, talsmaður No Bor- ders-samtakanna, til fundar við Fréttatímann. Túlkurinn hefur samþykkt að þýða spurningarnar til Mouham- des úr ensku yfir á móðurmál hans, sem er volof. Þann 19. desember 2010 kom Mouhamde til landsins. Hann kunni ekki ensku en hrafl í frönsku, rétt nægjanlega svo spyrja megi til vegar. Ferðinni var ekki heitið til Íslands, heldur Kanada á fölskum skilríkjum. Hann kom frá Noregi þar sem honum hafði verið synjað um dvalarleyfi. Norsk stjórnvöld ætl- uðu að senda hann aftur heim til Máritaníu. Ákvörðun sem Mou- hamde áfrýjaði en flúði svo áður en málið var aftur tekið fyrir. „Í Máritaníu bíður hans ekkert nema áþján,“ segir Eva Hauks- dóttir, móðir Hauks. Hún stendur við eldhús- bekkinn. Þau mæðgin, Eva og Haukur, hafa bæði vakið athygli eftir bankahrunið. Hann fyrst fyrir að draga Bónuspoka að húni á Al- þingishúsinu. Hún fyrir margvíslega beitta og nýstárlega gagnrýni á yfirvöld. Eftir krókaleiðum að Mouhamde Blaðamaður spyr ekki hver býr þar sem viðtalið fer fram og skildi símann eftir úti í bíl. Flest öll samskipti hingað til verið undir fjögur augu við Hauk. Ekki með hjálp nútímatækninnar. Þau hafa áhyggjur af því að fylgst sé með þeim. Símar þeirra jafnvel hleraðir. Kannski ekki að ófyrirsynju; þau fylgdust með Saving Iceland, samtökunum sem börðust gegn Kárahnjúka- virkjun og voru undir eftirliti njósnara breskra yfirvalda. Löggan hér heima fylgdist með ferðum meðlima samtakanna á þeim tíma og símhleranir í landinu eru jú staðreynd. Bæði eru þau róttæk í skoðunum. Þau fylgja ekki meginstraumnum eða ríkjandi skoðunum. Þau eru virk í ýmsum hreyfingum. Ekki alltaf þeim sömu, en stundum. Eva er til að mynda ekki í No Borders-samtökunum sem Haukur tók þátt í að stofna hér á landi. Hún þekkir þó sögu Mouhamde út og inn, enda setið með honum löngum stundum, kennt honum latneska skrifmálið og ensku sem Mouhamde kann nú betur en frönsku – þótt hann sé aðeins á byrjunarreit. En ekki aðeins það heldur hefur Eva einnig kennt Mouhamde undirstöðuna í talna- reikningi. Eva og Mouhamde hafa einnig setið við tölvu, skoðað myndir og meðal annars út frá þeim púslað ævisögu hans saman, þeirri sem hún birti á vef sínum pistilinn.is. Hún lýsir afleiðingum sem gætu fylgt verði hann sendur aftur til Máritaníu: „Hugsanlega verður höndin hoggin af honum, því hann stal kameldýri og seldi til að komast úr landi,“ segir hún. „Hugs- anlega verður hann hýddur, geltur... kannski drepinn. Hann var þræll í heimalandi sínu, þótt þrælahald hafi verið bannað árið 1981 og gert refsivert 2007 í Máritaníu. Kæmist hann undan fyrri eiganda gæti hann hugsanlega lifað sem aðrir leysingjar. Hlutskipti þeirra er hins vegar ekki gott. Fátækt er mikil.“ Þrátt fyrir þessa átakanlegu lýsingu Evu og Mouhamde sjálfs á því sem þau segja hann eiga yfir höfði sér á að senda hann frá Íslandi. Yfir- völd ákváðu að Mouhamde skildi fara aftur til Í rauninni er næsta skref aðeins það að almenningur leggist á árarnar með okkur og kalli eftir því að mál Mouhamdes verði skoðað hér á landi. Eva Hauksdóttir Mouhamde hírist hjá vinum á flótta frá yfirvöldum „Mig langar að njóta réttinda,“ segir hinn 23 ára gamli Mouhamde Lo, sem að sögn var þræll í Máritaníu, flúði allslaus í gegnum eyðimörk til stórborgar í heimalandinu, fór þaðan á opnum báti til Spánar, ferðaðist landleiðina til Berlínar í Þýskalandi og svo til Óslóar í Noregi. Þar var hann færður í flóttamannabúðir. Hann keypti falsað vegabréf og flugmiða til Kanada þegar Norðmenn ætluðu að senda hann heim. Hann var handtekinn hér á landi þegar hann millilenti á leiðinni til fyrirheitna landsins. VaLEnsía BErLín OsLó KEfLaVíK Máritanía no Borders vill afnám landamæra Haukur Hilmarsson er einn þeirra sem kom No Borders-samtökunum á fót hér á landi í ársbyrjun í fyrra. „Samtökin starfa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta eru laustengdir hópar með það að markmiði að styðja innflytjendur og flóttamenn. Hér á landi einbeitum við okkur að flótta- mönnum þar sem við höfum ekki bolmagn til að gera bæði. Hugmyndafræðin byggir á anarkískri hugmyndafræði um algert afnám allra landamæra,“ segir Haukur. Spurður hversu margir séu í sam- tökunum segir Haukur þá fáa. Hins vegar eigi þeir marga bandamenn sem styðja málstaðinn. „Við tökum markmið okkar alvarlega, þótt við vitum að við munum að öllum líkindum ekki ná því á líftíma okkar. En, þetta er ekki einhver útópía í okkar huga heldur er alvara á bakvið það að þjóðríki sé ónýt stofnun og öll þjóðernis- kennd og höft á ferðafrelsi er glæpsamleg.“ - gag sK ip rú ta fLugVéL framhald á næstu opnu Haukur Hilmarsson og mótmæli sem No Borders stóðu að til stuðnings Mouhamde Lo í júlí í fyrra- sumar. Myndirnar eru úr frétt mbl sjónvarps frá þeim. Fréttatíminn spyr um stöðu máls Mouhamde Lo? Svar iðnaðarráðu- neytisins: „Hér verður ekki fjallað frekar um málið eftir ákvörð- un ráðherra og því ekki frekari fréttir af því héðan.“ Mouhamde Lo er 23 ára og býr til skiptis hjá fólki sem vill að hann fái dvalarleyfi hér á landi og geti komið sér hérfyrir til framtíðar. M yn d/ H ar i 12 úttekt Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.