Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 60
Barist við krabba Í myndinni 50/50, sem verður frumsýnd um helgina, leika Joseph Gordon-Levitt og Seth Rogen félagana Adam og Kyle sem vinna saman á útvarpsstöð. Þegar Adam greinist með banvænt krabbamein færist drungi yfir létta tilveru hans. Kær- astan treystir sér ekki til þess að ganga í gegnum stríðið við meinið með honum og lætur sig hverfa. Kyle bregst hins vegar ekki og stendur þétt við hlið vinar síns í þessari sannsögulegu mynd. Aðrir miðlar: Imdb: 8.1, Rotten Tomatoes: 93%, Metacritic: 72% A Little Bit of Heaven Nokkuð öflugur hópur leikara kemur saman í þessari rómantísku gamanmynd sem fjallar um ástina í skugga dauðans. Kate Hudson, Kathy Bates, Treat Williams, Whoopi Goldberg og Gael García Bernal láta öll til sín taka í sögunni af Marley; gáfaðri og glaðlyndri konu sem gengur allt í haginn í leik og starfi. Hún hefur átt í nokkrum ástarsamböndum en hefur ekki viljað binda sig og hefur aldrei orðið ást- fangin í alvöru. Þegar hún kemst að því að hún eigi aðeins nokkra mánuði eftir breytist allt og hún verður yfir sig hrifin af lækninum sem flutti henni dauðadóminn. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 5%, Metacritic: 75%. Tinker Tailor Soldier Spy er klassísk njósnamynd og nokkuð dæmigerð „whod- unnit“ ráðgáta þar sem lítið fer fyrir slags- málum, græjum og skotbardögum að hætti James Bond þótt sagan hverfist um njósn- ara í Leyniþjónustu hennar hátignar. Hér eru gráir og guggnir menn í forgrunni. Hálfgerðar skrifstofublækur sem er tam- ara að nota hausinn en hendurnar í störfum sínum. Þeir sem þekkja sögur John lé Carré um njósnarann George Smiley og hafa séð sjón- varpsmyndirnar sem gerðar voru eftir Tin- ker Tailor Soldier Spy og Smiley´s People í byrjun níunda áratugarins, þar sem aldr- aður Alec Guiness lék Smiley, vita nákvæm- lega að hverju þeir ganga hér og verða ekki fyrir vonbrigðum. Aðrir gætu látið hæga at- burðarásina fara í taugarnar á sér en slíkur pirringur er þá byggður á misskilningi. Sænski leikstjórinn Tomas Alfredsonm, sem komst á heimskortið með hinni frá- bæru blóðsugumynd Låt den rätte komma in, hefur traust tök á flókinni sögunni og frábærum leikhópnum. Þar fer Gary Old- man fremstur í flokki sem Smiley og gerir tilkall til Óskarsverðlauna fyrir magnaðan en lágstemmdan leik þar sem látbragð veg- ur þyngra en töluð orð. John Hurt, Colin Firth og Mark Strong gefa svo lítið eftir í sínum hlutverkum. Smiley hefur hér það verkefni að afhjúpa njósnara Rússa innan MI6 þótt ekki sé laust við að hann liggi sjálfur undir grun. Hægt og rólega fikrar hann sig að skúrknum og teflir flóknar refskákir í huganum á meðan hann þrengir hringinn. Allt er þetta sett fram og útfært með miklum ágætum þannig að myndin ber lengdina vel og lúmsk spennan magnast eftir því sem á líður þótt flestir sem eru sæmilega skólaður í njósnafræðunum ættu að vera búnir að finna svikarann áður en Smiley leysir gátuna. Þórarinn Þórarinsson 60 bíó Helgin 13.-15. janúar 2012 S jónvarpsþættirnir um Prúðuleikana urðu 120 talsins. Þeir gerðust í leik-húsi þar sem boðið var upp á dans- og söngatriði, leikþætti og uppistandsgrín auk þess sem skyggnst var á bak við tjöldin þar sem Kermit froskur var iðulega í miklu fári við að láta sýninguna ganga og halda á sama tíma hinni ástleitnu Svínku í hæfilegri fjar- lægð. Mennsk gestastjarna mætti í hvern þátt og eftir því sem þeir urðu vinsælli sótti þekkt fólk það fastar að fá að koma í heimsókn. Meðal þekktra gesta í þáttunum voru Elton John, Diana Ross, Roger Moore og Stjörnu- stríðsleikarinn Mark Hamil ásamt vélmenn- unum C-3PO og R2-D2. The Muppets er fyrsta Prúðuleikaramynd- in sem Disney er með puttana í frá Muppet Treasure Island kom út. Söguþráður The Muppets kallast á við deilurnar um framtíð tónleikastaðarins NASA í Reykjavík þar sem hér taka heitustu aðdáendur Prúðuleikarana sig til og smala saman gömlu prúðuleikur- unum til þess að bjarga gamla Prúðuleikara- húsinu sem viðskiptajöfur ætlar sér að rífa til þess að bora eftir olíu á byggingarreitnum. Walter er ungur maður sem fæddist sem brúða. Hann býr með mennskum bróður sínum Gary en í æsku urðu þeir forfallnir Prúðuleikara-aðdáendur þegar þeir horfðu á sjónvarpsþættina. Þegar Gary býður kærustu sinni, Mary, í ferð til Los Angeles til þess að halda upp á að þau hafi verið saman í tíu ár býður hann Walter með – fyrst og fremst svo Walter geti heimsótt gamla Prúðuleikarahús- ið og skoðað sviðsmynd þáttanna sem hann heillaðist af sem barn. Í Los Angeles kemst Walter af því að olíu- baróninn, Tex Richman, er við það að kaupa leikhúsið með það fyrir augum að rífa það. Bræðurnir eru í framhaldinu upplýstir um að til þess að bjarga leikhúsinu þurfi að snara fram tíu milljónum dollara til þess að bjarga því úr klóm Richmans. Leiðin liggur þá á fund Kermits sem hangir hálf þunglyndur í villu sinni. Fregnirnar af yfirvofandi örlögum leik- hússins fá töluvert á hann og hann ákveður að halda nýja Prúðuleikara-sýningu til þess að safna fénu sem þarf til þess að bjarga leik- húsinu. Walter, Kermit, Gary og Mary leggja síðan upp í smalaleiðangur. Fossa finna þau í Las Vegas þar sem hann skemmtir með Prúðu- leikaraeftirhermunum Moopets, Gonzo er orðinn umsvifamikill pípulagningamaður en ákveður að snúa baki við fyrirtækinu og ganga til liðs við sína gömlu félaga. Tromm- arann Dýra finna þau svo á reiðistjórnunar- námskeiði. Hann slær einnig til en stuðnings- fulltrúi hans, leikarinn Jack Black, varar hann við því að koma nálægt trommum. Svínka er sú eina sem kærir sig ekki um að snúa aftur en hún ritstýrir efni um föt í yfirstærðum hjá Vogue í París. Þegar hópurinn hefur tryggt sér sjónvarps- stöð til þess að senda söfnunarþáttinn frá byrjar hasarinn fyrir alvöru. Vitaskuld þarf að tryggja gestastjörnu og ganga frá fleiri laus- um endum og þetta er hægara sagt en gert. Þegar Richman áttar sig á því að Prúðuleikur- unum gæti tekist að bjarga húsinu fer hann á fulla ferð við að reyna að skemma fyrir þeim og allt reynir þetta brölt verulega á samband Gary og Mary sem og samband bræðranna. Þar sem alvanalegt er að Prúðuleikararnir lifi og hrærist innan um manneskjur af holdi og blóði er vitaskuld ekkert óeðlilegt við söguþráðinn þannig að hér koma leikarar og brúður saman eins og ekkert sé sjálfsagðara. Jason Segel, úr How I met your Mother, leikur Gary auk þess sem hann er einn handrits- höfunda myndarinnar. Amy Adams leikur Mary, kærustuna hans, en gamli harðjaxlinn Chris Cooper leikur auðmanninn illa. Gaman- leikarinn Jack Black leikur svo sjálfan sig í myndinni. Aðrir miðlar: Imdb: 8.0, Rotten Tomatoes: 96%, Metacritic: 75%.  Prúðuleikarnir Mættir aftur Sjónvarpsþættirnir The Muppet Show, eða Prúðuleikararnir, sem runnir voru undan rifjum brúðu- meistarans Jim Henson, nutu mikilla vinsælda á árabilinu 1976 og 1981 þegar Kermit froskur, fröken Svínka, Fossi björn, sænski kokkurinn og fleiri fyrirbæri voru fastagestir á skjám víða. Prúðuleikararnir hafa einnig látið til sín taka í fjölda bíómynda og eru nú mættir á hvíta tjaldið á nýjan leik eftir 12 ára hlé í The Muppets. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Líf í gömlum tuskum  fruMSýndar Margaret Thatcher var formaður breska Íhaldsflokksins og forsætis- ráðherra Bretlands, fyrst kvenna, frá 1979 til 1990. Hún var grjóthörð hægri manneskja og talaði fjálglega gegn Sovétríkjunum og uppskar fyrir vikið viðurnefnið Járnfrúin. Vinsældir hennar dvínuðu á fyrstu árunum í Downingstræti 10 í skugga kreppu og mikils atvinnuleysis en efna- hagsbati og Falklandseyja-stríðið öfluðu henni vinsælda á ný sem skiluðu sér í endurkjöri árið 1983. Hún hélt meirihluta þriðja kjörtímabilið 1987 en hrökklaðist frá völdum í nóvember 1990. The Iron Lady, í leikstjórn Phyllidu Lloyd, er saga Járnfrúarinnar rakin og skyggnst á bak við pólitísk tjöldin þar sem Thatcher gegndi einnig hlutverki eiginkonu, móður og húsmóður. Meryl Streep bregður sér í hlutverk Thatcher og þykir gera þeirri gömlu svo frábær skil að þegar er farið að spá því að hún kræki í þriðju Óskarsstyttuna vegna frammistöðunnar. Sá ljúfi leikari Jim Broadbent leikur Dennis, eiginmann hennar, sem stóð hæverskur og utangátta í skugga frúarinnar. En saga Thatcher er rakin í endurliti sem hefst þegar hún fer í gegnum ýmsa muni á heimilinu að Dennis látnum. Aðrir miðlar: Imdb: 5.9, Rotten Tomatoes: 57%, Metacritic: 52%. Þegar hópurinn hefur tryggt sér sjón- varpsstöð til þess að senda söfnunar- þáttinn frá byrjar hasarinn fyrir al- vöru.  BíódóMur tinker tailor Soldier SPy Streep tæklar Thatcher Kermit froskur safnar saman öllum gömlu félögunum til þess að bjarga gamla Prúðu- leikarahúsinu með dyggum stuðningi mannfólksins Gary og Mary. Dennis og Maggie fagna á góðri stundu. Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1-3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00 SKYRTUTILBOÐ! 330 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu.  Gráir karlar í svikulum heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.