Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 8
Harpa í fullum skrúða. Ljósmynd/Hari Raunávöxtun lífeyrissjóða hefur batnað undanfarin misseri þótt enn sé hún langt frá því sem var á árabilinu 2000-2007.  Harpa Kostnaður við lýsingu Sparnaðarperur halda kostnaði niðri Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Hörpu, segir í samtali við Fréttatímann að ljósasýning sú sem gleður augu landsmanna á glerhjúpi Hörpu, kosti lítið sem ekkert. „Við höfum ekki fengið sundurliðaðan kostnað fyrir desember sem er fyrsti alvörumánuðurinn með þessari útfærslu en þetta á ekki að sjást á rafmagnsreikningnum. Þetta eyðir mjög litlu rafmagni því við notumst við LED-perur sem eru sparnaðarperur. Við munum hins vegar fylgjast mjög vel með kostnaðinum,“ segir Þórunn. Sú ljósasýning sem nú stendur yfir mun lifa fram að næstu mánaðarmótun en þá verður að sögn Þórunnar skipt um lýsingu í samráði við Ólaf Elías- son hönnuð. „Þetta eru nokkrar tegundir sem munu skiptast á,“ segir Þórunn. -óhþ  lífeyrissjóðir Hrein eign 2.078 milljarðar Króna H rein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 22,8 milljarða króna í nóvem-ber og nam þá 2.078 milljörðum. Innlendar eignir sjóðanna jukust um 17,2 milljarða og erlendar eignir um 8 milljarða króna. Hækkun erlendu eignanna, sem jafngildir tveggja prósenta aukningu, end- urspeglar hækkun hlutabréfa á tímabilinu en erlendar eignir lífeyrissjóðanna eru að mestu bundnar í erlendum hlutabréfasjóð- um, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hefur hrein eign lífeyrissjóðanna aukist um 185 milljarða króna eða um 10 prósent að nafnverði. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna 4,3 prósentustig. Raun- ávöxtun eigna þeirra hefur þó verið öllu lakari enda nema iðgjaldagreiðslur sjóð- félaga mun hærri fjárhæð en greiðslur til lífeyrisþega og úttektir séreignasparnaðar. Raunávöxtun eigna lífeyrissjóða á þennan mælikvarða er engu að síður mun betri en undanfarin misseri, segir Greiningin, en frá hruni hefur raunávöxtun verið neikvæð um 2,3 prósent. „Er það mikil breyting frá því sem áður var, en á tímabilinu 2000- 2007 nam raunaukning að meðaltali 12%.“ Í árslok 2007 var 30 prósent af eigum lífeyrisjóðanna í erlendum eignum, 15 prósent var í innlendum hlutabréfum og sjóðfélagalán námu 7,6 prósentum. 47 prósent af eignum lífeyrissjóðanna var þá í innlendum skuldabréfum og verðbréfa- sjóðum. Á árunum 2009 og 2010 breytist þessi mynd umtalsvert, sem endurspeglaði hrunið og eftirmál þess. Erlendar eignir sjóðanna drógust saman og er þetta hlut- fall nú með lægsta móti, eða 22 prósent. „Þessi þróun er vitnisburður um gjald- eyrishöftin sem setja hömlur á að lífeyris- sjóðir geti lagt í nýfjárfestingar erlendis, en þeim er eingöngu heimilt að endurfjár- festa fyrir fé sem komið var út fyrir land- steinana áður en gjaldeyrishöftin voru sett á. Auk heldur hafa sjóðirnir selt talsverðan hluta af erlendum eignum sínum í skiptum fyrir innlend skuldabréf með ríkisábyrgð,“ segir Greiningin og bætir við: „Á sama tíma hafa ríkistryggðar eignir sjóðanna aukist, sem endurspeglar vel umhverfið sem sjóðirnir starfa í, umhverfi sem litað er af áhættufælni og fæð fjárfestingar- kosta. Hlutfall ríkistryggðra eigna sjóð- anna var 25% í september 2008 en var orðið 47% í lok nóvember.“ Myndin er hins vegar að breytast á nýjan leik. Sjóðfélagalán hafa minnkað og eru nú 8,5 prósent af heildareignum. Þá hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna verið að aukast og var í lok nóvember 5 prósent af heildareignum, og auk þess hafa innstæður dregist saman og voru í lok nóvember 151 milljarður. „Þetta er til vitnis um,“ segir Greiningin, „að landslagið er að breytast og fjárfestingakostum er að fjölga þó hægt sé.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fjár- festinga- kostum er að fjölga þótt hægt sé. Aukning eigna líf- eyrissjóða um rúm fjögur prósentustig Raunávöxtun er betri en verið hefur undanfarin misseri. Frá hruni hefur raunávöxtun lífeyris- sjóðanna verið neikvæð um 2,3 prósent. Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Skráning í síma 860 4497 eða bjorgvin@salfraedingur.is Helgarnámskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl 28. og 29. janúar vinnur gegn: •streitu •verkjum •vefjagigt •síþreytu •ofþyngd •kvíða Tískuverslunin Smart Mynd Facebook-vertu vinur. v 8 fréttir Helgin 13.-15. janúar 2012 Þorrahlaðborð Gerum verðtilboð fyrir stærri Þorrablót (50-500 manna) upplýsinGar í síma 822-7005 eða veislur@noatun.is ÞJóðleG Á Þorra Sviðasulta Grísasulta Lifrarpylsa Blóðmör Sviðakjammar Húsavíkur hangilæri, úrbeinað Síld, 2 tegundir Harðfiskur Hákarl Rúgbrauð Flatkökur Rófustappa Smjör nýmeti Hrútspungar Sviðasulta Lundabaggar Bringukollar Lifrarpylsa Blóðmör Súr hvalur af langreyð súrmeti Valið saltkjöt með uppstúf og kartöflum Lambapottréttur með kartöflumús Heitir réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.