Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 18
S kipulags- og umhverfismál mið- borgar Reykjavíkur komast inn á milli í hámæli. Fjölmiðlar landsins loga þá stafna á milli í tilfinningaríkum umræðum um verndunarmál miðborgarinnar. Verndun- arsinnar takast á við uppbyggingarsinna. Einstök hús eru til umfjöllunar, hvort þau eigi að standa eða víkja fyrir nýrri uppbygg- ingu. Undanfarið hefur verið nokkuð hlé á þessari umræðu enda framkvæmdagleði þessa dagana í lágmarki. Nú er því lag til að skoða skipulagsmál miðborginnar út frá fleiri sjónarhornum. Verndunarmál og upp- bygging einstakra lóða er aðeins hluti af mun stærra máli. Ýmsum gundvallarspurn- ingum um miðbæinn þarf að svara áður en lengra er haldið. Hver á staða miðborgar- innar að vera gagnvart höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu? Hvernig miðborg viljum við eiga? Viljum við safn eða lifandi miðbæ? Viljum við leiktjöld eða raunveruleg hús? Eiga Reykvíkingar að lifa lífinu í úthverfum og heimsækja aðeins miðbæinn til spari, knæpurnar á föstudags- og laugardagskvöld- um og á sunnudögum fara með fjölskyld- unni til að sjá hvernig fólk lifði áður fyrr? Miðbærinn verði þannig fyrst og fremst safn um fyrri tíð sem aðlagaður er að þörfum erlendra ferðamanna. Eða viljum við eiga lifandi miðborg þar sem fólk býr og starfar með fjölbreyttri starfsemi sem höfðar til alla aldurshópa, borgarbúa, landsmanna og ferðamanna? Borgarbyggð Saga borga er löng. Þegar sérhæfing starfa kom til sögunnar kom þéttbýlið í kjölfarið. Elstu borgir eiga sér árþúsunda langa sögu. Í þéttbýlinu þróaðist siðmenningin. Hug- myndir gengu hraðar á milli manna. Máttur samvinnunnar uppgötvaðist og það lærðist að taka þurfti tillit til næsta manns. Borg má líkja við lifandi vef sem tekur hægfara breytingum í tímans rás. Byggð borgarinnar aðlagast nýjum þörfum, starf- semi og hugmyndum hvers tíma. Hver kyn- slóð setur sín spor í borgarmyndina sem eru misstór og sýnileg eftir efnum og ríkjandi hugmyndum hvers tíma. Borg sem tekur engum breytingum er ekki borg – hún er safn. Þegar við berum Reykjavík saman við aðrar borgir gleymist oft hvað Reykjavík er ung borg. Hún breyttist úr þyrpingu nokkurra húsa í litla borg á rúmum 100 árum. Samanburður við aðrar eldri borgir er því oft erfiður. Eldri borgir státa yfirleitt af stórum gömlum mibæjarsvæðum með þéttri borgarbyggð sem stundum er nefndur borgarmassi. Reykjavík hefur takmarkaðan borgarmassa og hlutfall hans miðað við út- hverfabyggð er lágt í Reykjavík. Einkenni borgarmassans, eða þeirra borgarhluta sem byggðust upp fyrir miðja síðustu öld, er mikill þéttleiki og skýr bæjar- rými. Húsin afmarka útirýmin; götur, torg Að byggja sér fortíð Mögulegt brotthvarf Nasa og nýtt hótel við Ingólfstorg er aðeins nýjasti kaflinn í langri átakasögu um skipulagsmál miðborgar Reykjavíkur. Helgi B. Thóroddsen arkitekt skoðar hér ýmsa fleti á þeirri sögu. Nú er búið að breyta húsum við Laugaveg 4-6 aftur til upprunalegs horfs og stóri „Bieringsglugginn“ horfinn. Viljum við að fleiri timburhúsum við Laugaveginn verði breytt eins? Ljósmynd/Teitur Framhald á næstu opnu 18 skipulag Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.