Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 33
Stjórn Viðlagagatryggingar Íslands hefur sett sér reglur um styrkveitingarnar sem má nálgast á heimasíðu félagsins, www.vidlagatrygging.is undir „Forvarnir“. Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi: 1. Rannsókna. 2. Framkvæmda til að varna eða draga úr tjóni vegna náttúruhamfara. 3. Fræðslu og þjálfunarmála landssamtaka sem eru með samstarfssamning við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um skipan hjálparliðs. Styrkumsókn skal fylgja greinargerð þar sem lýst er á hvern hátt umrætt verkefni stuðli að því að efla forvarnir eða draga úr tjóni á tryggðum eignum vegna náttúruhamfara. Einnig skal fylgja tíma- og kostnaðaráætlun. Styrkumsókn skal fylgja staðfesting á fjárframlagi frá öðrum styrktaraðilum verkefnisins eða vilyrði um fjárstyrk eða fjárframlag frá öðrum aðilum eftir því sem við á. Athygli er vakin á því að styrkveitingar eru aðeins afgreiddar einu sinni á ári. Afgreiðsla styrkveitinga fer fram í mars ár hvert. Umsóknum skal skilað skriflega í bréfpósti. Öll tilskilin fylgigögn þurfa að berast með umsókn, að öðrum kosti eru umsóknir ekki teknar til umfjöllunar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2012. Umsóknir skulu sendar til: Viðlagatrygging Íslands, v/styrkumsóknar, Borgartúni 6, 105 Reykjavík Umsóknir um styrkveitingar 2012 Borgartúni 6 • 105 Reykjavík Sími 575 3300 • Bréfsími 575 3303 Viðlagatrygging Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem ætlað er að varna eða draga úr tjóni af völdum náttúruhamfara skv. 21. gr. laga nr. 55/1992. Óraunverulegt að standa á bikini í stóra salnum í Háskólabíói „Ég ákvað að láta á það reyna hvort ég gæti keppt í nóvember. Bæði vegna þess að mig langaði til þess og líka vegna þess að ég var hrædd um að ef ég setti mér ekki markmið myndi kannski allt fara í sama farið aftur, þar sem ég var ekki vön því að standa í stað í þyngd. Það var bæði erfitt og skemmtilegt að undirbúa sig undir mótið. Það reynir mjög mikið á mann vikurnar fyrir mót og ég gæti til að mynda ekki keppt þrisvar til fjórum sinnum á ári eins og sumir gera.“ Í undirbúningnum fékk Anna Lovísa endanlega staðfestingu á því að einföld kolvetni og mjólkurvörur væru ekki fyrir hana. „Ég tók alltaf minn nammidag einu sinni í viku og þá var ég orðin svo hrein að ég fann áhrifin af sykrinum og mjólkinni. Ég var þung í maganum og fékk brjóstsviða og ógleði daginn eftir nammidagana. Þetta er mjög misjafnt á milli einstaklinga. Ég hætti að borða kolvetni fjórum vikum fyrir mót og fannst það ekkert hræðilega erfitt. En svo voru að keppa með mér stelpur sem hættu kolvetnum í eina viku og voru ítrekað næstum lentar í árekstrum, af því að heilinn í þeim virkaði varla,“ segir Anna og hlær. Þegar ég bið hana að lýsa tilfinningunni að standa á sviði í fitness keppni eftir að hafa glímt við alvarlega offitu stendur ekki á svörum „Þetta var eiginlega óraunverulegt. Ég sem þorði ekki einu sinni í sund stóð allt í einu á bikini í stærsta salnum í Háskólabíói. Ég var næstum hætt við rétt áður en ég steig á svið, en þegar þetta var afstaðið leið mér eins og ég hefði farið í fallhlífarstökk. Þess vegna langar mig að gera þetta aftur. Síðast keppti ég fyrir sjálfa mig, en núna langar mig að keppa af alvöru. Hún segist meðvituð um að það sé hætta á annars konar öfgum í vaxtarrækt og fitness. Hræðslan við lóðin er misskilningur „Ég þarf að læra að finna jafnvægið og halda mér í eðlilegri þyngd og held að það muni takast. Ég verð að passa mataræðið, því ég mun alltaf eiga auðvelt með að fitna. En það er svo mikill misskiln- ingur að halda að það þurfi að vera leiðinlegt að borða hollan mat. Þegar manni líður betur fer manni að finnast maturinn góður og lærir líka að halda í fjölbreytnina.“ Anna Lovísa æfir núna yfirleitt fimm sinnum í viku, en eykur það upp í sex til átta skipti fyrir mót. Hún æfir nær eingöngu með lóð og segir það algengan misskilning hjá konum að þora ekki að styrkja vöðvana af ótta við að verða stórar. Að sama skapi þýði ekk- ert að borða of lítið, því þá hrynji brennslan niður í ekki neitt. Sjálf hefur hún gert þessi mistök og talar því af reynslu. Hún mælir með því að þeir sem vilji taka á offitu tali við fagaðila og á eitt ráð fyrir konur sem vilja koma sér í form: „Stelpur, ekki vera hræddar við lóðin!“ Áfram veginn í nýjum CAPTIVA Sérfræðingar í bílumBílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - 590 2000 • Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 • Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - 461 3636Chevrolet salurinn er opinn alla virka daga frá 10 til 18 og frá 12 til 16 á laugardögum - benni.is Það er ekkert sem stöðvar vinsældir Chevrolet Captiva hjá Íslendingum og engin tilviljun að hann var einn söluhæsti sportjeppi síðasta árs. Fólk veit að Captiva er hlaðinn staðalbúnaði, býr yfir afburða togkrafti og er þrælfallegur. Komdu í reynsluakstur og kynntu þér hvað sölumenn okkar eru tilbúnir að gera fyrir þig. Eigum Ca ptiva til afgreiðs lu strax ! viðtal 33 Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.