Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 30
Þ
að er með þéttu handa-
taki sem ég heilsa
Önnu Lovísu Þorláks-
dóttur í miðbæ Reykja-
víkur. Óvenju þétt. Því
hefur löngum verið haldið fram á
Íslandi að handatak segi mikið um
fólk og í þessu tilviki á þéttleikinn
vel við. Þessi tuttugu og tveggja
árs gamla Hafnarfjarðarmær, sem
átti afmæli í vikunni, virðist algjört
orkubúnt. Ákveðin og kraftmikil
ung kona. Það er hret úti og slabb á
götunum og árið er rétt að hefjast.
Margir hafa sett sér áramótaheit,
en dæmin sýna að fæstir standa við
þau. En Anna Lovísa hefur staðið
við sitt frá í byrjun árs 2009. Fyrsta
markmiðið var að komast í kjör-
þyngd og næsta markmið var að
fara á svið í fitness. Hvort tveggja
hefur gengið eftir. Á rúmum
tveimur árum hefur hún farið úr
því að vera í hættulegri yfirvigt yfir
í keppnisform í fitness. Þegar Anna
Lovísa var aðeins 18 ára gömul var
hún orðin 104 kíló, leið illa með
sjálfa sig og heilsan var að gefa sig.
Við hefjum samtal okkar þar.
Fékk nóg af sjálfri sér
„Ég leit í spegil einn daginn og
ákvað að þetta gengi ekki lengur.
Ég var hætt að geta spilað fótbolta,
sem ég hafði stundað frá því ég
var sex ára, af því hnén voru alltaf
slæm, ég pústaði mig mörgum
sinnum á dag við astma og sjálfs-
myndin var í molum. Ég var ennþá
bara í menntaskóla, en mér leið
eins og lífið væri að sigla framhjá
mér, þegar það átti að vera rétt að
byrja,“ segir Anna Lovísa, sem
segist alla tíð hafa verið þétt, eða
þybbin, þó að hún hafi verið á kafi
í íþróttum – komin í meistaraflokk
í knattspyrnu aðeins fjórtán ára
gömul. Það var ekki fyrr en hún
hætti að æfa, sautján ára sem tók að
stefna í óefni.
„Matur var farinn að vera eitt
af því fáa sem veitti mér einhverja
vellíðan, þó að hún hafi auðvitað
varað stutt. Ég borðaði til að láta
mér líða betur og var kominn á
þann stað að kæruleysið var alls
ráðandi. Skítt með þetta, ég er
hvort eð er of þung. En fólk sá svo
sem ekkert utan á mér að mér liði
illa. Ég var í hlutverki fyndnu feitu
gellunnar þegar ég var á meðal
fólks, en mér leið mjög illa. Bæði
var allt orðið erfitt og mikið andlegt
slen yfir mér og svo var ég með
lélega sjálfsmynd,“ segir Anna
Lovísa, sem þótti líka leiðinlegt að
bera sig saman við bestu vinkonu
sína, Söru Björk Gunnarsdóttur,
sem er komin í atvinnumennsku í
knattspyrnu.
„Auðvitað langaði mig að geta
jafn mikið og hún. Ég var kominn í
meistaraflokk fjórtán ára og hafði
allt mitt líf verið í fótboltanum.
Það var allt í einu farið, eins og svo
margt annað.“
Þegar Anna Lovísa Þorláks-
dóttir var átján ára sýndi
vigtin 104 kíló. Hún var
andstutt og henni leið illa.
Rúmlega tveimur árum síðar
er hún komin í keppisform í
fitness og tilveran hefur tekið
á sig nýjan lit. Í viðtali við
Sölva Tryggvason segir hún
söguna að baki hamskipt-
unum. Ljósmyndir/Hari
Var meira en hundrað kíló
en keppir nú í fitness
Ég var í hlutverki
fyndnu feitu gell-
unnar þegar ég var
á meðal fólks, en
mér leið mjög illa.
Bæði var allt orðið
erfitt og mikið and-
legt slen yfir mér.
Sem fyrr segir fékk Anna Lovísa
einfaldlega nóg í byrjun árs 2009
og ákvað að berja í borðið og segja
hingað og ekki lengra.
Astminn hvarf og sjálfstraustið
kom
„Ég byrjaði á að taka út hvítan
sykur, hætta brauðáti, minnka
einföld kolvetni í fæðunni og borða
minni skammtastærðir. Ég fann
mjög fljótt að ég var á réttri leið,
þó að þetta hafi ekki gerst á neitt
undraverðum hraða. Mér fór að
líða betur og hélt mínu striki. Það
má segja að ég hafi lést á mjög
heilbrigðan hátt, ekki of hratt,
þannig að húðin náði að aðlaga sig.
Eftir tuttugu kíló fór pústið sem
ég notaði við astmanum og ég hef
ekki notað það síðan. En það var
ekki fyrr en eftir um það bil ár sem
ég áttaði mig almennilega á breyt-
ingunni sem hafði orðið. Þá sá ég
gamlar myndir og mér krossbrá.
Margt feitt fólk er ekkert ósvipað
þeim sem eru með átröskun að því
leyti að það sér sig ekki jafnfeitt
og það er. Ég sá aldrei hundrað og
fjögur kíló í speglinum. Það var
ekki fyrr en mamma sýndi mér
um daginn myndir síðan um jólin
2008 að ég áttaði mig á hversu
vonda stöðu ég var komin í. En
það er ekki síður andlega sem
mikil breyting hefur orðið. Maður
treystir sjálfum sér betur og líður
betur á allan hátt.“
Í apríl 2011 ákvað Anna Lovísa
að taka næsta skref og skora sjálfa
sig á hólm. Hún var þá nokkurn
veginn komin í kjörþyngd og fór
með vinkonu sinni að horfa á
keppni í fitness.
Sölvi
Tryggvason
ritstjorn@frettatiminn.is
Framhald á næstu opnu
30 viðtal Helgin 13.-15. janúar 2012