Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 28
Trend 2011Vinsælustu tísku-straumar síðasta árs Á síðustu mánuðum síðasta árs voru kragarnir að berja sér leið inn í tískuheiminn. Pétur Pan-kragarnir náðu sínum hæstu hæðum í desember og er enn að gera góða hluti hér á Íslandi. Tísku- spekúlantar spá að þessi tíska muni lifa út árið en falla hratt að því loknu. Sjónvarps- stjarnan og tískufrömuðurinn Alexa Chung má heita frumkvöðull þessarar tísku. Trend 2012 Vinsælir tísku-straumar á nýju ári Skósíðu kjól- arnir voru líklega óvæntasta tísku- sveifla síðasta sumars og hélt það vinsældum sínum alveg þangað til að vetrarmánuðirnir tóku við. Ekki er búist við því að þessir kjólar verði eins ráðandi þetta árið samkvæmt tískuspekúlöntum en mun styttri útgáfa kjólanna koma sterkt inn. Kjólar og pils sem rétt ná niður á miðja kálfa verða líklega allsráðandi í sumar og má einkum þakka tískuhúsinu Chloe það. Pastel-litirnir voru áberandi á tískupöll- unum í haust þegar helstu hönnuðir heims frumsýndu vorlínuna fyrir árið 2012. Blái liturinn, bleiki og guli voru vinsælustu pastellitirnir og spá tísku- spekúlantarnir að þessir litir taki við af litagleðinni sem ríkti síðasta sumar. Hnéhá stígvél eru að brjóta sér leið inn í tískuheiminn og þá sérstaklega núna í vetur þegar kuldinn og snjórinn er sem mestur. Eins og með svo margt annað á þessi tíska upphaf sitt á tískupöllunum og er hönn- uðurinn Jaeger einn helsti frumkvöðullinn. Hnéháu stígvélin munu ekki hverfa þegar líða fer á sumarið heldur taka þá við léttari og sumarlegri stígvél. Litaglaðar kvenmannsdragtir eru að koma sterkar inn á nýju ári – þökk sé tískuhúsinu Elie Saab. Þetta er kvenlegur fatnaður sem hentar vel við öll tilefni, hvort sem það er í samkvæmið eða í vinnuna. Fleiri tískuhús hafa fetað í fótspor Elie Saab og búist er við heljarinnar dragta-sprengju í vor. Sumarlína Chloe sem frumsýnd var í október. Givenchy- hönnun á tískupöll- unum í París í október. Jaeger tískusýningin í haust fyrir 2012 vetrartískuna. Á tískusýn- ingu Elie Saab sem haldin var í október. Tískustraumar síðasta árs voru fjölbreytilegir og skemmtilegir. Tískan breyttist mikið milli árstíða og voru hátískuhönnuðir duglegir við að skapa nýja og frumlega tískustrauma. Stjörnurnar voru augsýnilega duglegar að fylgja og leggja línur og má hér sjá stutta samantekt á því sem stóð upp úr á árinu 2011. Houndstooth- mynstrið náði nýjum hæðum á þessu ári og voru stelpurnar í Hollywood brjálaðar í það. Þetta mynstur er þó ekki nýtt á markaðnum en svo virðist sem frægir hönnuðir á borð við Salva- tore Ferragamo hafi horft það nýjum augum á síðasta ári. Þessi tíska, í þeirri mynd, lifði þó stutt enda var hún ofnotað af mörgum stjörnum. Hér á Íslandi er það þó ekki eins áberandi og er hægt að segja sem svo að þetta hafi ekki náð fótfestu hér á landi nema þá sem mynstur sem við höfum verið dugleg að nota í marga áratugi. Litagleðin var án efa það sem helst setti mark sitt á síðasta ár. Tískuhúsið Gucci var frumkvöðull hvað þetta varðar og voru stjörnurnar í Hollywood duglegar að bera slíkan klæðnað. „Trendið“ fór snemma af stað á síðasta ári og lifði út sumarið þegar litagleðin stóð sem hæst. Með haustinu var þó litríkum flíkunum pakkað niður og ekki sást mikið af þeim það sem eftir lifði árs. Tískuspekúlantar gera síður ráð fyrir því að þessi tíska muni lifna aftur á þessu ári enda var hún öfgafull og „trend“ sem margir tóku alla leið. Gengsær fatnaður var feiki vinsæll á síðasta ári og ekki síst síð pils í þeim stíl. Stjörnurnar kepptust við að fjár- festa í svörtum en gegnsæum pilsum frá Gucci og var fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley duglegust í þeim efnum. Pilsin og annar gegnsær fatnaður er alveg jafn vinsæll á nýju ári eins og því liðna og er óþarfi að pakka fatnaðinum niður strax. Spáð er að þetta „trend“ nái hámarki í sumar þegar sólin gerir okkur kleift að klæðast efnalitlum fatnaði. Leðurkjólar voru ofarlega á baugi á árinu og í öllum regnbogans litum. Nicole Richie var ein af þeim fyrstu sem lét sjá sig í slíkum klæðnaði og fylgdu aðrar konur fljótlega í kjölfarið. Tískuæðið náði svo hámarki þegar Gossip Girl-stjarnan Blake Lively mætti í appelsínugulum leðurkjól á Teen Chose Awards í sumar. Nú í ár eru leðurkjólarnir enn vinsælir; kjólarnir eru rokkaðir og töff og skemmtilegt er lyfta þeim upp með miklu skarti. 28 tíska Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.