Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Beutelsbacher rauðrófusafi nn er
gerjaður og við það myndast L+ gerlar
sem eru uppbyggjandi fyrir meltinguna.
Hann er gerður úr nýuppteknum Demeter
rauðrófum og er pressaður á mildan hátt
til að varðveita gæðin.
Fæst í öllum helstu
matvöruverslunum
Mikill áhugi á Pennanum
Ég borðaði
til að láta
mér líða
betur.
Anna Lovísa Þorláksdóttir
Síða 30
Hreiðar Már
veðsetti fyrir
110 milljónir
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóri Kaupþings,
hefur veðsett einbýlishús sitt í smáíbúðar-
hverfinu. Um er að ræða tvö lán frá MP banka
upp á 55 og 54 milljónir en þau voru bæði tekin
undir lok síðasta árs. Áður var eignin, sem er
stórglæsilegt 300 fermetra hús, laus við veð-
skuldir. Fyrir dyrum hjá Hreiðari Má er mál sem
slitastjórn Kaupþings hefur höfðað gegn starfs-
mönnum bankans vegna persónulegra ábyrgða
þeirra á lánum sem bankinn veitti þeim til kaupa
á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Auk þess
er Hreiðar Már til rannsóknar hjá embætti sér-
staks saksóknara en hann sat í gæsluvarðhaldi
í eina viku í maí 2010 í tengslum við rannsóknir
embættisins á málefnum Kaupþings. -óhþ
Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við Arion banka eftir að
Penninn, sem er í eigu Eignarbjargs, dótturfélags bankans, var
auglýstur til sölu. Þetta staðfestir Pétur Richter í fyrirtækjaráðgjöf
Arion banka í samtali við Fréttatímann. Í fyrsta stað þurfa áhuga-
samir fjárfestar að skila inn trúnaðaryfirlýsingu og staðfestingu
á fjárhagslegu bolmagni og hæfi. Að sögn Péturs verða þó gögn
um fyrirtækið ekki afhent fyrr en endurskoðaður ársreikningur
Pennans fyrir árið 2011 liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að hann verði
tilbúinn áður en febrúar er allur. -óhþ
Átta prósent
Hagabréfa hafa
skipt um hendur
Á þeim átján virku dögum sem
Hagar hafa verið skráðir í Kauphöll-
ina hafa rétt tæplega átta prósent
bréfa félagsins gengið kaupum og
sölum. Alls hafa verið viðskipti með
rúmlega 95 milljónir hluta af þeim
rúmlega 1200 milljónum hluta sem
eru í félaginu. Stærstu eigendur
félagsins sem og stjórnendur þess
hafa ekki getað selt sín bréf vegna
skuldbindandi samkomulags við Ar-
ion banka. Langmest voru viðskiptin
fyrstu þrjá dagana, 16. til 18. janúar,
en þá skiptu liðlega 53 milljónir
hluta um eigendur. Gengi bréfanna
hefur aukinheldur hækkað verulega
frá því í hlutafjárútboði í byrjun
desember. Þá var gengið 13,5 en við
lokun Kauphallar á miðvikudag var
gengið skráð í 16,95. -óhþ
É g get ekkert tjáð mig um þetta og vísa til bréfsins sem ég skrifaði innan-ríkisráðherra. Þú verður að fá það
hjá ráðuneytinu,“ segir Áslaug Þórarins-
dóttir, sýslumaður í Búðardal, í samtali við
Fréttatímann þegar hún var innt nánar eftir
óánægju hennar með afskipti starfsmanna
innanríkisráðuneytisins af ættleiðingamáli
sem voru á hennar forræði á liðnu sumri. Ás-
laug taldi afskipti starfsmannanna vega að
sjálfstæði embættisins gagnvart æðra stjórn-
valdi sem og starfsheiðri hennar sjálfrar og
við það gæti hún ekki unað. Hún fór einnig
fram á það að miðstöð ættleiðinga, sem
hefur verið á forræði sýslumannsins í Búðar-
dal frá ársbyrjun 2007, yrði flutt frá embætt-
inu eins fljótt og kostur væri. Í bréfi Áslaugar
kemur fram að hún hafi afgreitt um 700
ættleiðingarmál frá árinu 2007 og í skýrslu
ráðuneytisins frá 2010 sé það sérstaklega til-
tekið að sýslumaður hafi unnið verkefnin af
heilindum og fagmennsku.
Áslaug rekur í bréfinu aðkomu skrifstofu-
stjóra í innanríkisráðuneytinu að máli sem
varðaði ættleiðingu barns frá Kína á liðnu
sumri. Sýslumanni barst umsókn um for-
samþykki ættleiðingarinnar 6. júní 2011 og
sama dag var það sent til umsagnar barna-
verndarnefndar í umdæmi umsækjenda.
Föstudaginn 1. júlí fékk Áslaug sýslumaður
símtal frá skrifstofustjóra í innanríkisráðu-
neytinu sem spurðist fyrir um málið. Sama
dag eftir símtalið barst sýslumanni umsögn
barnaverndarnefndar þar sem mælt var með
því umsækjenda yrði veitt forsamþykki.
Vegna verulegrar neikvæðrar eiginfjárstöðu
umsækjenda ákvað sýslumaður að senda
málið til umsagnar Ættleiðingarnefndar
eins og gert hafði verið í mörgum slíkum
málum þar á undan. Var málið sent til Ætt-
leiðingarnefndar strax mánudaginn 4. júlí.
Stuttu fyrir hádegi föstudaginn 8. júlí barst
tölvubréf frá skrifstofustjóranum ásamt bréfi
frá framkvæmdastjóra félagsins Íslensk ætt-
leiðing þar sem farið fram á að afgreiðslu
málsins yrði flýtt. Í símtali sýslumanns við
skrifstofustjórann kom fram sú ósk skrif-
stofustjórans að málið yrði afgreitt strax án
úrskurðar Ættleiðingarnefndar. Svo fór þó
ekki og treysti nefndin sér ekki til að meta
umsækjandann traustan. Sá úrskurður var
kærður til ráðuneytisins og þótti sýslumanni
sá frestur sem honum var veittur til koma at-
hugasemdum að of skammur.
Í svarbréfi ráðuneytisins tæplega tveimur
og hálfum mánuði eftir að Áslaug sendi sitt
bréf er því algjörlega hafnað að afskipti ráðu-
neytisins og starfsmanna þess hafi verið
óeðlileg. Málið hafi verið þess eðlis að hraða
þurfti afgreiðslunni. Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra segir í samtali við Frétta-
tímann að aðkoma ráðuneytisins hafi verið
fagleg, formleg og eðlileg að hans mati. „Ég
er sáttur við vinnubrögð ráðuneytisins. Hún
verður að svara fyrir það hvað fær hana til að
láta jafn stór og sver orð falla. Mér þykir það
miður en þetta er að mínu mati fullkomlega
eðlileg framganga. Ég yfirfór málið og end-
anum er þetta mín ábyrgð,“ segir Ögmundur
sem flutti Miðstöð ættleiðinga yfir til sýslu-
mannsins í Reykjavík nú um áramótin eftir
beiðni frá Áslaugu.
Útgáfa Könnun CapaCent sýnir auKinn lestur frÉttatímans
Konur kunna vel við Fréttatímann
Er lesinn af yfir 100 þúsund manns að jafnaði í hverri viku.
Samkvæmt glænýrri könnun
Capacent á lestri blaða jókst lestur
Fréttatímans á síðustu þremur mán-
uðum síðasta árs. Aukningin var
mest meðal kvenna á höfuðborgar-
svæðinu en 58 prósent kvenna á því
svæði lesa Fréttatímann að jafnaði í
viku hverri. Fréttatíminn er lesinn
af 67 prósent kvenna á aldrinum
25 til 80 ára á höfuðborgarsvæð-
inu, sem er einn helsti markhópur
blaðsins.
Í sumum hópum er svo komið
að Fréttatíminn er meira lesinn en
Fréttablaðið. Þetta á sérstaklega
við um íbúa vestan Elliðaár sem eru
líklegri til þess að lesa Fréttatímann
en aðrir.
Í könnun Capacent kemur fram
að 55 prósent höfuðborgarbúa lesa
Fréttatímann að jafnaði í viku hverri
sem er talsverð aukning frá síðustu
könnun. Það fer því saman að dreif-
ing er góð og áhugi á blaðinu eykst.
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans,
segir starfsmenn blaðsins þakkláta
vegna þessa aukna byrs. „Fréttatím-
inn er í hverri viku lesinn á lands-
vísu af um 104 þúsund lesendum að
meðaltali, sem er heldur meiri fjöldi
en horfir að jafnaði á vinsælasta
dagskrárlið vikunnar í sjónvarpi.
Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð
og þakklát yfir þessum mikla áhuga
á blaðinu,“ segir Jón.
Áður hefur komið fram í könn-
unum að fólki líkar vel við Frétta-
tímann og að hann er lesinn um
helgar en ekki einungis flett við
morgunverðarborðið daginn sem
blaðið kemur út. Nánar má skoða
könnunina á capacent.is
Hún
verður
að svara
fyrir það
hvað fær
hana til
að láta
jafn stór
og sver
orð falla.
stjórnKerfið Deilur milli sýslumanns og ráðuneytis
Gafst upp á ættleiðingum
vegna afskipta ráðuneytis
Sýslumaðurinn í Búðardal baðst undan því að sinna ættleiðingarmálum eftir afskipti innanríkis-
ráðuneytisins. Ráðherra fékk bréf þess efnis þar sem afskiptin af einu máli voru gagnrýnd og til
þess fallin að draga sjálfstæði og starfsheiður sýslumanns í efa.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ljósmynd/Hari
2 fréttir Helgin 13.-15. janúar 2012