Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 42
 I llt blóð er hlaupið í baráttuna um útnefningu forsetaefnis Repúblíkanaflokksins í Bandaríkjunum. Í aðdraganda forkosinganna í New Hampshire í vikunni kepptust andstæðingar Mitt Romneys við að níða af honum skóinn um leið og þeir tóku til við að klóra augun hver úr öðrum. Neikvæð kosninga- barátta er komin á fullt skrið með tilheyrandi undirróðri. Newt Gingrich sagði að Barak Obama dygði að hlæja Romney út úr bar- áttunni hlyti hann útnefninguna; Romney væri vingull sem ætti ekkert í forsetann – væri ekki einu sinni einlægur íhaldsmaður heldur félagshyggjumaður í felulitum. Reiðin hefur bullsoðið í æðum Gingrich eftir að stuðn- ingsmenn Romneys gerðu vonir hans um góðan árangur í Iowa að engu með viðamikilli auglýs- ingaherferð þar sem Gingrich, fyrrum forseti Bandaríkjaþings, var sagður siðlaus hræsnari og innmúraður í Washingtonvaldið. Gingrich kallaði Romney á móti Wall Street-svikahrapp af verstu sort, hrægamm og lygara. Rom- ney stóð þó árásirnar af sér í New Hampshire og vann forkosning- arnar þar með yfirburðum. Ron Paul landaði öðru sæti. Næst verður kosið í Suður-Karólínu og svo í Flórída. Allra handa ásak- anir fljúga þvers og kruss. Ron Paul spurði hvort Jon Huntsman hafi kannski verið heilaþveginn af kommúnistunum í Kína þar sem hann var sendiherra, hvort hann gengi erinda Kínverja fremur en að gæta hagsmuna Bandaríkjanna? Rick Santorum sagði Ron Paul aldrei hafa unnið ærlegt handtak en allir gátu frambjóðendur repúblíkana tekið undir með Rick Perry sem sagði að Barak Obama væri andamer- ískur sósíalisti sem græfi undan heilagri hugsjón feðra Banda- ríkjanna. Því þær virka Lélegir, ófyrirleitnir leikmenn sem ekki hafi færni til að nappa boltanum af fimum andstæðingi eiga það til að hjóla í manninn. En ástæða þess að stjórnmála- menn leggjast svo lágt að beita neikvæðum aðferðum er einföld: Þær virka. Í kosningarannsókn bandaríska sálfræðingsins Drew Westen kemur fram að afstaða kjósenda ráðist fremur af tilfinn- ingum og óljósum hugmyndum en útreiknuðum hagsmunum. Hægt er að skilgreina nei- kvæða kosningabaráttu með ýmsum hætti en í öllum tilvikum snýst hún um að ná fram ávinn- ingi með því að sýna andstæð- inginn í neikvæðu ljósi fremur en að upphefja eigið ágæti: semsé að hljóla í manninn í stað þess að fara í boltann. Greina má nokkrar meginaðferðir. Í fyrsta lagi hrein- ræktaðar árásarauglýsingar þar sem einvörðungu gallar andstæð- ingsins eru dregnir fram, í öðru lagi andstæðuauglýsingar þar sem kostum eigin frambjóðanda er stillt upp gagnvart göllum andstæðingsins og í þriðja lagi allra handa undirróður þar sem óþægilegum upplýsingum um andstæðingsins er lekið í fjöl- miðlum. Líka á Íslandi Íslendingar hafa ekki með öllu farið varhluta af neikvæðum aðferðum en brögðum úr síðast- nefnda flokknum er einkum beitt hérlendis. Einnig eru til dæmi um neikvæðar auglýsingar. Til að mynda gegn Albert Guðmunds- syni undir lok áttunda áratugar- ins og svo gegn Alfreð Þorsteins- syni og Sigrúnu Magnúsdóttur, fulltrúum Framsóknarflokksins í Reykjavíkurlistanum, fyrir borgarstjórnarkosningarinar árið 1994. Rætnustu auglýsing- arnar beindust gegn Ólafi Ragn- ari Grímssyni fyrir forsetakjörið 1996. Þá má nefna auglýsingar Jóhannesar Jónssonar í Bónus gegn Birni Bjarnasyni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Rannsóknir kosningasálfræð- inga benda til þess að fólk muni betur eftir neikvæðum stjórn- málaauglýsingum en jákvæðum og að þær laumi efasemdum og ótta að í brjóstum kjósenda. Því sé best að höfða til lægri hvata fólks. Í handbók bandarísks kosningaráðgjafa er einnig bent á ýmsar hættur samfara slíkum auglýsingum, að sverðið reynist tvíeggja og hitti fyrir þann sem beiti því. Heppilegra er talið fyrir áskoranda að beita neikvæðum auglýsingum en þeim sem fyrir er í embætti. Einkum og sér í lagi ef andstæðingurinn hefur úr mun meira fé að spila og nýtur forskots í fjölmiðlum. Þó svo að flestir frambjóðend- ur fordæmi neikvæðar auglýsing- ar og þykist hafa á þeim ímugust birtast þær sífellt fyrr í barátt- unni. Kannski er það kaldhæðn- islegt, en frambjóðendur rétt- læta einkum neikvæðar aðferðir með vísun í að hafa orðið fyrir þeim sjálfir – að þeir hafi verið nauðbeygðir til að svara í sömu mynt. Frambjóðendurnir víkja sér gjarnan undan ábyrgð með því að vísa á stuðningssjóði sína (e. super pact) sem ausa ómældu fé í auglýsingar en framboðið má samkvæmt bandarískum lögum ekki hafa formleg samskipti við sjóðina. Neikvæðar auglýsingar í stjórnmálabaráttu ná nánast alla leið aftur til stofnunar Bandaríkjanna. Fyrir forsetakjörið árið 1828 réðust stuðningsmenn John Quincy Adams til að mynda með offorsi á Andrew Jackson, sögðu að móðir hans væri vændis- kona og að konan hans stæði í grimmu framhjá- haldi. Síðan hafa neikvæðar auglýsingar orðið órofa þáttur í allri kosningabar- áttu í Bandaríkjunum. -eb Framhjáhald og vændi 42 heimurinn Helgin 13.-15. janúar 2012  Stjórnmál neIkvæðar auglýSIngar Árið 1988 birtu repúblíkanar aug- lýsingu gegn Mickahel Dukakis þar sem George Bush eldri flytur þau skilaboð að sem ríkisstjóri í Massachusetts hafi Dukakis komið upp eiginlegum hringdyr- um í fangelsum ríkisins þannig að glæpamenn snúi nú viðstöðulítið aftur út í samfélagið í stað þess að taka út tilhlýðilega refsingu. Í niðurlagi auglýsingarinnar, sem sýnir sérdeilis skuggalega glæpóna steyma úr fangelsunum, segir Bush að Bandaríkjamenn megi ekki við því að taka viðlíka áhættu á landsvísu. -eb Hringdyr glæpamanna Neikvæðar auglýsingar geta hæglega snúist í höndum þess sem þeim beita. Frægasta dæmið var í Kanada fyrir þing- kosningarnar 1993. Íhaldsflokkuirnn birti auglýsingar þar sem andlitslömun leiðtoga Frjálslynda flokksins, Jean Chrétien, var dregin fram og hann sýndur sem eins- konar afskræmingi, sem yrði þjóðinni til háðungar út á við. Fyrst um sinn virtist herbragðið ætla að heppnast en svo reis hneykslunaraldan í slíkar hæðir að Íhalds- flokkurinn var svo gott sem þurrkaður út af þingi, hélt aðeins tveimur þingsætum af þeim 154 sem flokkurinn hafði áður. Með líku lagi varð öldungardeildarþing- maðurinn Elizabeth Dole í Norður Karólínu heimaskíts- mát í kosningunum árið 2008 eftir auglýsingaherferð gegn áskorandanum Kay Hagan sem sökuð var um trúleysi - sem þykir óhugsandi fyrir kjörinn fulltrúa í Norður-Karólínu. Hagan snéri vörn í sókn, benti á að hún væri rennisléttur sunnudagaskólakennari og sýndi fram á virka kirkjusókn áður en hún réðist á Elizabeth Dole fyrir að hliðra sér hjá því að ræða bágborið efna- hagsástandið – Dole varð í kjölfarið að horfa á eftir þing- sætinu í hendur Hagan. -eb  BandaríkIn neIkvæð koSnIngaBarátta Illt blóð hlaupið í baráttuna Neikvæðar auglýsingar hafa fylgt stjórnmálabaráttu í Bandaríkjunum frá upphafi – því þær virka. Í vikunni fór allt í bál og brand á milli forsetaframbjóðenda Repúblíkanaflokksins. Jean Chrétien. Íhaldsmenn reyndu að nota andlitsfötlun hans gegn honum. heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Andrew Jackson: Stuðningsmenn John Adams sögðu móður hans vera vændiskonu. Stúlkan og kjarnorkuváin Mickahel Dukakis Mitt Romney, Ron Paul og Newt Gingrich vilja verða forsetaefni Repúblíkana- flokksins. Ljósmynd/Nordicphotos Getty­Images Skuggalegasta auglýsingin er líkast til sú sem stuðningsmenn Lyndon B. Johnson beindu gegn Barry Goldwater árið 1964, á hátindi kalda stríðsins. Sakleysis- leg stúlka í sumarkjól sést tína blöð af baldursbrá í friðsælum haga. Myndavélin dregst smám saman að augasteini barnsins, svo sortnar allt um stund áður en bomban springur: Kjarnorku- sprengjusveppurinn bólgnar út í auga barnsins og heimurinn ferst. Viðsjár veraldarinnar séu slíkar að ekki sé hægt að treysta óreyndum manni eins og Goldwater fyrir stjórnartaumunum. -eb Seinni tíma auglýsing sem vísar í hina skugga- legu auglýsingu fylgismanna Lyndon B. Johnson. Vesælt frægðarmenni Fyrir kosningarnar 2008 birti John McCain nánast einvörðungu neikvæðar auglýsingar gegn Barak Obama. Í einni sagði hann Obama vera glysgjarnt frægðar- menni sem velktist um glamúr- heima með Paris Hilton og Brit- ney Spears en væri hreint ekki í stakk búinn til að stjórna landinu. Í annarri sagði að Obama væri reiðubúinn til að tapa stríði til að vinna kosningar. Hillary Clinton hafði áður slegið þennan tón í forkosning- unum, í alræmdri auglýsingu þar sem hún fær símtal klukkan þrjú um nótt með vofeiflegum tíðindum. Gefið er í skyn að Obama sé ekki treystandi til að bregðast rétt við óvæntri ógn – síðar varð hún utanríkisráðherra í stjórn Barak Obama. -eb Hillary og Obama kepptu um útnefningu Demókrata- flokksins. Tvíeggja sverð HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.