Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 44
44 ferðalög Helgin 13.-15. janúar 2012 V ið prófuðum þetta fyrst haustið 2010 og höfum síðan verið að auka fram-boðið hægt og bítandi og fjölga ferð- unum, enda hefur fólk verið mjög ánægt, bæði með þá staði sem við siglum til og ekki síður með það sem NCL kallar Freestyle Cruising,“ segir Skúli Unnar Sveinsson, ferðaráðgjafi hjá Norrænu ferðaskrifstofunni og fararstjóri í skemmtisiglingunum. „Freestyle Cruising er nokkuð öðruvísi siglingarmáti en flest, ef ekki öll, skipafélög eru með. Í stað þess að klæða þig í kjól og hvítt á hverju kvöldi og mæta til kvöldverðar á fyrirfram ákveðnum tíma við fyrirfram ákveðið borð og alltaf í sama veitingasalnum, getur fólk valið um vel á annan tug mismun- andi veitingahúsa og borðað þar þegar hentar. Klæðnaðurinn er einnig frjálslegri þó allir séu auðvitað snyrtilegir, en karlar þurfa til dæmis ekki að vera í jakkafötum með bindi þegar farið er út að borða, heldur dugar að vera í pólóbol og huggulegum buxum. Sama á við um konurnar, þær þurfa ekki síðkjóla öll kvöld,“ segir Skúli Unnar og bætir því við að þetta fyrirkomulag hafi fallið farþegum vel í geð: „Um borð í skipum NCL eru þrír til fjórir alþjóðlegir veitingastaðir og síðan fullt af smærri sérhæfðum stöðum eins og asískum, sushi, teppanyaki þar sem kokkarnir elda fyr- ir framan viðskiptavinina, amerískt steikhús, ítalskur, franskur, mexíkóskur svo eitthvað sé nefnt. Auk veitingastaðanna eru um tveir tugir bara um borð, þar sem víða er leikin lifandi tónlist, þannig að það má segja að það megi finna mat og drykk á hverju horni.“ Auk þess að vera með fimm skipulagðar ferðir í sumar sér Norræna ferðaskrifstofan einnig um að panta siglingu fyrir einstaklinga og hópa þó svo íslenskur fararstjóri sé ekki með í för. „Skemmtisiglingar eru fyrir alla, ekki bara eldra fólk eins og virðist hafa verið ríkjandi skoðun, en Íslendingar sigldu nær eingöngu um Karabíska hér á árum áður. Við erum með ferðir um Miðjarðarhafið þar sem fólki gefst kostur á að skoða mikla og forvitni- lega menningu landanna sem liggja að hafinu, en í hverri höfn er boðið upp á mikinn fjölda mismunandi skoðunarferða. Síðan kemur fólk um borð á ný síðdegis, fær sér sundsprett eða fer í líkamsræktina, fer síðan „út“ að borða og endar síðan kvöldið á að fá sér snúning á ein- hverjum af skemmtistöðum skipsins. Sumir þeirra eru opnir ansi lengi þannig að fyrir þá sem vilja er hægt að dansa langt frameftir og hvíla sig síðan bara í sólbaði daginn eftir ef fólk nennir ekki að fara í land, en alltaf er siglt á nóttunni og komið í nýja höfn að morgni næsta dags,“ segir Skúli Unnar. Skemmtiferðaskipin eru engin smá smíði og má nefna að EPIC, nýjasta og stærsta skip NCL er tæplega 156.000 lestir, 329 metra langt og 40 metra breitt. Gríðarlega mikið er lagt upp úr að gestir hafi það sem allra best um borð en farþegar eru 4.100 talsins og 1.700 manna áhöfn. Hægt er að fá mismunandi her- bergi, án glugga, með glugga og síðan með svölum auk þess sem misstórar íbúðir eru einnig í skipunum og sú stærsta tæpir 500 fermetrar þannig að allir ættu að geta fundið sér gistingu við hæfi. „Inni í verðinu sem fólk greiðir er flug fram og til baka, hótelgisting fyrir og eftir sigl- ingu, akstur milli staða erlendis, allur matur um borð – og hann er ekkert smá mikill og flottur – og öll skemmtidagskrá um borð auk íslenskrar fararstjórnar. Það eru stór leikhús um borð þar sem tvær sýningar eru á hverju kvöldi, í sumum skipum er hægt að fara í keilu, kylfingar geta slegið í net, hægt er að spila pílu og pool, fara í borðtennis og auðvitað reyna fyrir sér í spilavítinu og þannig mætti lengi telja. Glæsileg líkamsrækt er opin allan sólarhringinn og hægt er að fara í sannkallað dekur í heilsulindinni. Það er eiginlega alveg ótakmarkað sem hægt er að gera um borð í skipunum og mikið lagt upp úr því að bjóða upp á hina ýmsu viðburði þannig að það er virkilega erfitt að láta sér leiðast. Þetta er al- gjört sældarlíf,“ segir Skúli Unnar.  SkemmtiferðaSkip Algert sældArlíf Skemmtisigling er ekki bara fyrir eldra fólk Norræna ferðaskrifstofan býður í ár upp á fimm skipulagðar skemmtisiglingar, fjórar í Miðjarðarhafinu og eina í Karabíska. Siglt er með skipafélaginu Norwegian Cruise Line (NCL), en þetta er þriðja árið sem boðið er upp á siglingar með NCL. Það má láta fara vel um sig á sóldekkinu á Jade. Íslenskir ferðamann leiddir um rústir Pompei á Ítalíu. Epic er nýjasta og stærsta skipið í flota NCL. H eimsferðir fagna 20 ára afmæli í mars á þessu ári og verða sérstaklega fjölbreyttar ferðir í boði hjá fyrir-tækinu í tilefni þess. Primera Air, systurfyrirtæki Heimsferða, mun fljúga til Alicante, Billund í Danmörku, Malaga (Costa del Sol), Mallorca og Tenerife í sumar. Þá má nefna helgarferðir til Barcelona, Budapest, Ljubljana, Prag og Sevilla á árinu. Perla Miðjarðarhafsins – Mallorca – verður aftur í boði á afmælisárinu. „Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferða- manna undanfarin 40 ár, enda státar eyjan af heillandi um- hverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð, gullfallegum ströndum og frábærri aðstöðu fyrir ferðamanninn,“ segir Tómas J. Gests- son, framkvæmdastjóri Heimsferða. „Við bjóðum áfram ferðir til Costa del Sol, sem er tvímæla- laust vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólina, enda býður enginn annar áfangastaður á Spáni jafn glæsilegt úrval gisti- staða, veitingastaða og skemmtunar og Costa del Sol,“ bætir hann við. Þess má geta að þaðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku og Gibraltar. Töfrar Andalúsíu hafa heillað alla þá sem henni kynnast. Á Costa del Sol eru ferðamenn staddir í hjarta fegursta hluta Spánar og innan seilingar er; Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz. Billund á Jótlandi er nýjung hjá fyrirtækinu en þaðan liggja vegir til allra átta í Danmörku. Legoland- garðurinn er staðsettur við flugvöllinn í Billund og því ákjósanlegt að heimsækja hann leggi menn leið sína til Billund. „Beint flug til Alicante hefur hlotið ótrúlega góðar við- tökur og við höfum því bætt við flugum og erum að skoða möguleika á að fljúga þangað í haust,“ segir Tómas. Þá má og nefna að Heimsferðir bjóða uppá fjölbreyttar sérferðir og siglingar. „Við erum meðal annars með ferð til Vínarborgar og Györ, þýsku borgarinnar Dresden, göngu- ferðir og margar aðrar spennandi ferðir eru í undirbúningi. Einnig erum við alltaf með ferðir fyrir eldri borgara.“ Heimsferðir hafa boðið uppá gríðarlega vinsælar golf- ferðir til Suður-Spánar undanfarin ár og er árið 2012 engin undantekning. „Þessar ferðir eru að mestu uppseldar en örfá sæti eru laus nú í lok apríl og byrjun maí til Costa Ballena og Novo Sancti Petri.“ Spennandi sumarleyfisferðir til Tyrklands verða einnig í boði á árinu, eins og á liðnum árum, en að sögn Tómasar verða þær kynntar sérstaklega í næstu viku.  HeimSferðir 20 árA Spennandi afmælisár hjá Heimsferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.