Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 24
Strákarnir okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta í Vrsac í Serbíu á mánudaginn en þá mætir liðið Króatíu. Í sterkum D-riðli eru auk þess Noregur og Slóvenía. Á síðasta Evrópumóti í Austurríki hafnaði íslenska liðið í þriðja sæti eftir sigur á Pólverjum. Nú er liðið án Ólafs Stefánssonar, sem gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, og því rennir Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari nokkuð blint í sjóinn. Liðið spilaði ágætlega á æfingamóti í Danmörku um síðustu helgi og vann meðal annars Slóvena en síðasti leikur fyrir mótið fer fram í kvöld í Laugardalshöll þar sem liðið mætir Finnum. Fréttatíminn fékk Henry Birgi Gunnarsson, íþrótta- fréttamann á Fréttablaðinu, til að skoða á hvaða mönnum mun helst mæða í íslenska liðinu og hvaða leikmenn í hinum þremur liðunum gætu reynst strákunum okkar skeinuhættastir. Aron Pálmarsson Henry segir: „Þar sem kóngurinn Ólafur Stefánsson verður ekki með í fyrsta skipti í 19 ár þarfnast Ísland þess að prinsinn Aron stígi upp. Hann vill losna við „efnilega“ stimpilinn og fær nú kjörið tækifæri til þess. Sviðið er hans.“ Björgvin Páll Gústavsson Henry segir: „Ísland komst ekki á stall með þeim allra bestu fyrr en Björgvin varð aðalmarkvörður landsliðsins. Án alvörumarkvörslu fer Ísland ekki langt. Björgvin þarf því að vera í sama formi og á síðustu mótum svo Ísland geti gert eitthvað í Serbíu.“ Ingimundur Ingimundarson Henry segir: „Vörn vinnur leiki. Með vörn kemur markvarsla. Klisjur en sannar þó. Vörnin verður að halda saman í Serbíu og þar er Diddi aðalmaðurinn. Hann þarf að eiga verulega gott mót.“ hefja leik á mánudag Uros Zorman Slóveníu Henry segir: „Heilinn í sóknar- leik Slóvena; 31 árs, reynslumikill leikmaður sem spilar með Þóri Ólafssyni hjá Kielce. Gríðarlega út- sjónarsamur leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.“ Domagoj Duvnjak Króatíu Henry segir: „Þessi 23 ára strákur er nýkrýndur besti handbolta- maður Króata þar sem hann sló meðal annars Balic við. Spilar með Hamburg og gríðarlega skeinu- hættur.“ Igor Vori Króatíu Henry segir: „Talinn besti línumaður heims af mörgum; 203 sentimetrar og 114 kíló. Nánast ómögulegt að stöðva hann. Einnig frábær varnarmaður. Spilar með Þýska- landsmeisturum Hamburg.“ Bjarte Myrhol Noregi Henry segir: „Frábær línu- og varnarmaður sem spilar undir stjórn Guðmundar Guðmunds- sonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Hefur verið að spila frábærlega þó svo hann hafi verið að berjast við krabbamein.“ Håvard Tvedten Noregi Henry segir: „Hinn norski Logi Geirsson. Gríðarlega hæfileika- ríkur hornamaður sem spilar fyrir áhorfendur. Allt snýst um snúninga og skot fyrir aftan bak. Skemmti- legur strákur.“ Christoffer Rambo Noregi Henry segir: „Flottasta nafnið í handboltaheiminum; 22 ára örvhent skytta sem átti flotta spretti á HM í Svíþjóð þar sem hann meðal annars skaut Þýskaland í kaf. Verður áhugavert að fylgjast með honum á EM.“ 24 handbolti Helgin 13.-15. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.