Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Side 24

Fréttatíminn - 13.01.2012, Side 24
Strákarnir okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta í Vrsac í Serbíu á mánudaginn en þá mætir liðið Króatíu. Í sterkum D-riðli eru auk þess Noregur og Slóvenía. Á síðasta Evrópumóti í Austurríki hafnaði íslenska liðið í þriðja sæti eftir sigur á Pólverjum. Nú er liðið án Ólafs Stefánssonar, sem gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, og því rennir Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari nokkuð blint í sjóinn. Liðið spilaði ágætlega á æfingamóti í Danmörku um síðustu helgi og vann meðal annars Slóvena en síðasti leikur fyrir mótið fer fram í kvöld í Laugardalshöll þar sem liðið mætir Finnum. Fréttatíminn fékk Henry Birgi Gunnarsson, íþrótta- fréttamann á Fréttablaðinu, til að skoða á hvaða mönnum mun helst mæða í íslenska liðinu og hvaða leikmenn í hinum þremur liðunum gætu reynst strákunum okkar skeinuhættastir. Aron Pálmarsson Henry segir: „Þar sem kóngurinn Ólafur Stefánsson verður ekki með í fyrsta skipti í 19 ár þarfnast Ísland þess að prinsinn Aron stígi upp. Hann vill losna við „efnilega“ stimpilinn og fær nú kjörið tækifæri til þess. Sviðið er hans.“ Björgvin Páll Gústavsson Henry segir: „Ísland komst ekki á stall með þeim allra bestu fyrr en Björgvin varð aðalmarkvörður landsliðsins. Án alvörumarkvörslu fer Ísland ekki langt. Björgvin þarf því að vera í sama formi og á síðustu mótum svo Ísland geti gert eitthvað í Serbíu.“ Ingimundur Ingimundarson Henry segir: „Vörn vinnur leiki. Með vörn kemur markvarsla. Klisjur en sannar þó. Vörnin verður að halda saman í Serbíu og þar er Diddi aðalmaðurinn. Hann þarf að eiga verulega gott mót.“ hefja leik á mánudag Uros Zorman Slóveníu Henry segir: „Heilinn í sóknar- leik Slóvena; 31 árs, reynslumikill leikmaður sem spilar með Þóri Ólafssyni hjá Kielce. Gríðarlega út- sjónarsamur leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á.“ Domagoj Duvnjak Króatíu Henry segir: „Þessi 23 ára strákur er nýkrýndur besti handbolta- maður Króata þar sem hann sló meðal annars Balic við. Spilar með Hamburg og gríðarlega skeinu- hættur.“ Igor Vori Króatíu Henry segir: „Talinn besti línumaður heims af mörgum; 203 sentimetrar og 114 kíló. Nánast ómögulegt að stöðva hann. Einnig frábær varnarmaður. Spilar með Þýska- landsmeisturum Hamburg.“ Bjarte Myrhol Noregi Henry segir: „Frábær línu- og varnarmaður sem spilar undir stjórn Guðmundar Guðmunds- sonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Hefur verið að spila frábærlega þó svo hann hafi verið að berjast við krabbamein.“ Håvard Tvedten Noregi Henry segir: „Hinn norski Logi Geirsson. Gríðarlega hæfileika- ríkur hornamaður sem spilar fyrir áhorfendur. Allt snýst um snúninga og skot fyrir aftan bak. Skemmti- legur strákur.“ Christoffer Rambo Noregi Henry segir: „Flottasta nafnið í handboltaheiminum; 22 ára örvhent skytta sem átti flotta spretti á HM í Svíþjóð þar sem hann meðal annars skaut Þýskaland í kaf. Verður áhugavert að fylgjast með honum á EM.“ 24 handbolti Helgin 13.-15. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.