Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 13.01.2012, Blaðsíða 40
40 bækur Helgin 13.-15. janúar 2012  RitdómuR inteRioRs Í efsta sæti lista Eymunds- sonar situr Þóra – heklbók sem höfundurinn Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir tileinkar ömmu sinni. Bókin geymir 32 nútímalegar upp- skriftir eftir Tinnu sem er mikil handverkskona. HandveRkið Hugleikið  RitdómuR BeRnskuBók eftiR siguRð Pálsson É g missti af uppistandi Sigurðar Pálssonar í Grimsby haustið 1963 þegar hann kom suður. Hann segist hafa troðið upp í þar portinu (sem hann kallar reyndar bæjarblokkir) undir lokin á Bernskubók sinni. Ég man aftur skýrt eftir honum fjórtán ára krakka að norðan sem fékk húsaskjól á Dunhag- anum. Sé hann smágerðan og renglulegan ungling í jakkafötunum, dökkur þar sem hann var með „einsmannssjó“ á steyptu stéttinni fyrir fram KRON fyrir krakka á ýmsum aldri og konurnar í hverfinu á vappi framhjá honum milli mjólkurbúðar; Siggu í Perlon, Dóra í Fiskbúðinni og Ella í KRON. Flandrari – „flaneur“ – kominn á kreik á Holtinu og sást fljótt í stærri hóp: Krummi, Önni, Vimmi og Gústi, hópur sem áttu staðinn í Simma-sjoppu. Þegar við settumst þar að fáum árum seinna var Simmi búinn að skrúfa bekkinn fastan í vegginn. Siddi var prestsonur að norðan, ári á undan í landsprófi og fór snemma að berast á með alpahúfu og langan trefil og áður en maður vissi var hann orðinn skáld: „Ungum var honum kennt að ganga vel um hey og bölva ekki guðs gjöfum,“ ef ég man það enn rétt. Árin á Grímsstaðaholtinu og í MR verða væntanlega þriðja bindið í minningaverki Sigurðar Pálssonar skálds, fyrst kom Minningabókin, svo Bernsku- bókin og verður það Skólabókin sem rekur lestina? Sigurður er á fornum slóðum í rit- mennsku sinni í þessu verki, rétt hjá hon- um að festa þessa upprifjun á blað svona snemma. Fyrsta rit þessa eðlis sem maður kynntist var vitaskuld Dægradvöl og svo kom Eyjólfur Guðmundsson: Pabbi og mamma, Afi og amma, Lengi man til lítilla stunda. Þetta var ég látinn lesa og svo kom Ofvitinn. Persónuleikinn smíðaður úr minningunni, ljósnæmið er misjafnt þótt oftast skíni sólin en myndir brotna, rifrildi passa ekki alltaf saman, hugmyndin um þig sjálfan er textinn og ekki er öllum gefið að skoða sjálfan sig í honum. Sigurður gengur á akur minninganna vopnaður hertri reynslu við margskonar prósa og póesíu, stillir sér upp á akrinum og byrjar að pæla; tilraun hans byrjar á flottri líkingu, beitingu hins örþunna mjóa blaðs í útsögun á Íslandsmynd í þunnan krossvið, ilmurinn af saginu, heitu blaðinu, flísað sárið, hið erfiða bil óþols og þolinmæði í beitingu verkfæris á efnið sem sveigist undan átakinu, finn ég lagið? Og svo hann finni lagið er honum eðlis- lægt að leita í reiturnar, dagbækur, veður- skýrslur og minningamyndirnar um leið og hann er í huganum kominn norður á hlað á Skinnastað. Viðmót frásagnarinnar ber svip líkingarinnar í gegnum frásögn- inni, ég þreifa fyrir mér á efniviðnum af varkárni og þegar ég er kominn á lagið gengur það hratt þar til komið er á vog- skorna kafla á eftirgerð landsins, útlínur verða réttar uns ströndin umhverfis eyju í minninu er fullgerð, við erum komin hringinn. Frásögn Sidda, eins og hann var kall- aður fyrir norðan – hingað suður kominn festist við hann Sigga nafnið, er vitanlega mörkuð þroskuðum frásagnarhætti sem rambar milli heima og tíða af mikilli og sterkri tilfinningu fyrir takti, hrynjandi með þeim persónulega upplifunarmáta sem hefur alltaf einkennt frásögn Sigurðar Pálssonar skálds, snögg og frjó skipti á sjónarhorni og persónu, offlæði í kátínu yfir dásemd lífsins vil ég kalla það frekar en gamansemi því hið skoplega er ekki hlægilegt heldur hluti af fögnuði sem gríp- ur hann með reglulegum hætti milli þess sem hugurinn fellur í rósama íhugun og grannskoðun á hugsunarhætti og málfari. Komin á bók er slík frásögn sprellifandi og forn í senn því uppeldisstöðvarnar eru ekki einn heimur, heldur margir, jafnvel í nyrstu sveit lengst í burtu. Því Skinna- staður er langt í burtu frá okkur, kannski ekki mikið lengra en allir aðrir sveitabæir voru á árunum uppúr fimmtíu, um margt dæmigerður og sólbjartur í minninu eins og þeir eru margir. Bernskubókin hans Sigurðar er fallegt og hrífandi verk og festist án efa í bók- menntatalinu sem mikilvægt dokument um sinn tíma, þá og nú. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Sólbökuð gangstétt Hokinn karlmaður einblínir upp í skyggnur í Íslandsskál- anum í Frankfurt á forsíðu þessa heftis og ritstjórinn biður lesendur forláts. Sem hann þarf ekki því mynd Kristins Ingvarssonar er fín. Fremst í Skírni er lag Tryggva M. Baldvinssonar við hyllingarkvæði Hannesar Hafstein til Jóns Sigurðssonar frá 1911. En svo taka við ritgerðir: Páll Skúlason fjallar um menntaríkið, Svanur Kristjánsson skrifar um lýðræðið og kvótakerfið 1983, Guðmundur J. Guð- mundsson ræðir þróun héraðsríkjanna á 13. öld og endalok þjóðveldisins. Guðrún Kvaran fjallar um orðasmíð Jónasar Hallgrímssonar, Kristín Loftsdóttir um hlut- gervingu íslenskrar menningar og Þorsteinn Þorsteinsson skrifar um súrrealisma og kveðskap Halldórs Laxness. Þá er í ritinu grein Stefáns Snævarr um Kommúnistaávarpið og Gerður Kristný rekur tildrög Blóðhófnis. Ritstjórinn er Hall- dór Guðmundsson. -pbb Skírnir haustsins kominn út Þriðja hefti Ritsins 2011 var nýverið gefið út með greinum um Evrópu í forgrunni. Evrópugreinarnar fjalla um sögu sjálfs- myndar Evrópubúa, um stöðu þjóðríkisins innan Evrópu- sambandsins, málstefnu sambandsins og menningarlega þjóðardýrlinga Evrópu. Undir Evrópuþemanu er einnig birt þýðing á nýlegri grein eftir franska heimspekinginn Étienne Balibar um framtíð Evrópusambandsins í kjölfar efnahags- kreppu. Höfundar Evrópugreinanna eru Sverrir Jakobsson, Guðmundur Hálfdanarson, Gauti Kristmannsson og Jón Karl Helgason. Í Ritinu er einnig birtar greinar um guðfræði og loftslags- breytingar, tengsl manns við náttúru, landafundi Spánverja og frásagnir landkönnuða, íslensku gamanþáttaröðina Sigtið, franska skáldsagnahöfundinn Emmanuel Carrère og greinasafn Karls Popper, Ský og klukkur. Ritstjórar Ritsins að þessu sinni eru þau Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason. -pbb Ritið komið út  interiors Orri Jónsson Steidl, Göttingen, 2011. Orri Jónsson ljósmyndari sendi fyrir jól frá sér ljósmyndabók, einn fallegasta prentgrip liðinnar bókavertíðar enda er útgefandinn Steidl í Þýska- landi, útgáfufyrirtæki sem getur með sanni stært sig af því að prentun er list, alla vega í þeirra garði. Ókunnugum má segja í framhjáhlaupi að það er mikil viðurkenning hvaða listamanni sem er að komast í útgáfu hjá Gerhard Steidl í Göttingen. Orri tók semsagt stökkið í efsta þrep í einu. Bók sem þessi er hluti af fjölda ljósmynda- bóka af hæstu gæðum í heiminum sem er gefin út í litlum upplögum fyrir þröngan hóp fagurkera og safnara. Þær verða hratt ófáanlegar og eftirsóttir safngripir. Viðfangsefni Innréttinga Orra eru yfirgefin hús, oftast timburhús, þar sem eyðilegging er komin vel á veg, málning flögnuð af, gerekti meidd, spjaldahurðar skaddaðar, kverklistar teknir, veggstrigi bólginn undir trosnuðu og vatnsblettuðu veggfóðri. Orri spennir jafnan inn í myndfleti sína horn og línur. Hann sækir í dumba, daufa liti sem birtir um í dagsbirtu, skuggar í myndum hans eru jafnan til að draga fram inni- lega liti þess máða, keyra upp myndbygginguna en slíkar myndir eru fáar frá hans hendi. Yfirleitt er ráðandi í þeim heið birta og sí-nálæg áferð sem kallar á snertingu. Myndheimurinn er yfirgefinn mönnum, eina vitnið milli myndarinnar og þín er utan myndar og lætur þig, sjáandann á myndina, vera óáreittan. Þú ert í friði, einn í myndheimin- um, alla vega vildir þú vera þar, finna hægan vind trekkja sig um yfirgefið hús, finna fyrir því sem yfirgaf það, finna ógn þess sem brátt mun fylla þetta skjól. Myndheimur Orra er að þessu sinni slíkur. Nú er slit tímans ekki nýtt viðfangsefni; síðustu for- vöð, síðasti söludagur er viðvarandi viðfangsefni ljósmyndara um allan heim, tilræði gegn gleymsk- unni, tilraunin að ná hinstu dögum á hluta heims- ins. Það er því eðlilegt að orð séu óþörf í þessu samhengi þótt stutt samtal fylgi í vasa bókar- spjaldsins þar sem gerð er grein fyrir tilurð verks- ins: Vélar fyrir stórt format til að ná öllu því smáa í hverju skoti. Guð er í hinu smáa, eins og sést, eins og sést ... -pbb Dýrðin í áferð gamalla veggja  Bernskubók Sigurður Pálsson JPV útgáfa 288 síður, 2011. Sigurður Pálsson gengur á akur minninganna vopnaður hertri reynslu við margskonar prósa og póesíu. Sigurður Pálsson. Orri spennir jafnan inn í myndfleti sína horn og línur. Hann sækir í dumba, daufa liti sem birtir um í dags- birtu, ... Bernsku- bókin hans Sigurðar er fallegt og hrífandi verk.Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínuseyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.