Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Side 2

Fréttatíminn - 11.05.2012, Side 2
2 fréttir Helgin 11.-13. maí 2012 Leynd yfir starfsloka- samningi hjá lífeyrissjóði Þurfa meira metan vegna eftirspurnar Framleiðslugeta hreinsistöðvarinnar Sorpu á metangasi verður fullnýtt um mitt ár 2013 ef þróun sölunnar verður með sama hætti og nú er. Þetta er mat stjórnar Sorpu. Stjórnin bendir á að verkfræðistof- an Mannvit telji að hægt sé að auka fram- leiðsluna upp í 290 þúsund rúmnanómetra á mánuði með stækkun hreinsistöðvarinn- ar, sem minnki líkur á að skortur myndist á markaðinum. Bregðast þurfi við eins hratt og frekast sé unnt við uppsetningu gasgerðarstöðvar. Seldar voru 1,3 milljónir nm3 af metangasi frá hreinsistöð Sorpu á síðasta ári og tvöfaldaðist salan nánast á milli áranna 2010 og 2011. - gag Um 22 þúsund flug ár- lega á vegum Fjarðaáls „Það eru um 22 þúsund flugferðir farnar á vegum Fjarðaáls á hverju ári. Við höfum ekki einokað sæti heldur fjölgað þeim. Um helmingur ferða okkar er á dýrum fargjöldum,“ sagði Óskar Borg, inn- kaupastjóri Alcoa Fjarðaáls, á ráðstefnu um innanlandsflug sem haldin var á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Hann segir samninga Alcoa við Flugfélag Íslands hafa aukið framboð á flugsætum milli Egils- staða og Reykjavíkur, að því er fram kemur í Austurglugganum. Haft er eftir Óskari að núverandi staða Reykjavíkurflugvallar skipti sköpum fyrir greiðar samgöngur. „Höfuðborg án flugvallar er bara þorp. Við viljum geta komist til borgarinnar að morgni dags og til baka um kvöldið. Menn hafa um sex og hálfan tíma milli fluga og reyna að afgreiða nokkur erindi í hverri ferð því flugið er dýrt. Tíminn sem við hefðum myndi styttast niður í fjóra tíma ef völlurinn væri í Keflavík. Það er ekki nóg.“ - jh Lækka lóðaverð Lóðaverð í Hafnarfirði hefur verið lækkað til að bregðast við efnahagsástandinu. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks harma að verðið hafi ekki verið lækkað meira í þeirri „afar erfiðu fjárhagsstöðu“ sem bærinn sé í. Gera þurfi allt sem hægt er til að auka atvinnu og fjölga íbúum. Verð einbýlishúsalóða lækkaði úr rúmum 13,8 í 10,5 milljónir króna. Parhúsalóðir úr rúmum 11,4 í 9,6 og raðhúsalóðir úr 9,5 í 8,6 svo dæmi séu tekin. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar, segir ástæðu lækkunarinnar fyrst og fremst þá að menn reyni að koma hjólunum á stað aftur og koma hreyfingu á sölu lóða. - gag Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar gefur ekki upp hvernig samið var um starfslok Sigurjóns Björnssonar, fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins. Guðmundur Rúnar Árnason, formaður stjórnar og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að einungis Fjár- málaeftirlitið geti kallað eftir slíkum gögnum svo og endurskoðendur sjóðsins. „Samningar við starfsfólk, núverandi og fyrrverandi eru trúnaðargögn,“ svarar hann fyrirspurn í tölvupósti, „svo sem fundargerðir og annað slíkt.“ Eftirlaunasjóðurinn hefur frá 1. apríl verið í vistun Lífeyrissjóða starfsmanna sveitarfélaga. Sigurjóni hafði ekki verið sagt upp viku fyrir flutninginn, þótt unnið hafi verið að honum í þó nokkurn tíma. Sigurjón var eini starfsmaður sjóðsins. Fréttatíminn hefur kært ákvörðun stjórnarformanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. - gag É g er auðvitað feginn að geta um frjálst höfuð strokið aftur eftir all-an þennan tíma. Það er ómögulegt að stunda viðskipti þegar maður sætir rannsókn,“ segir fjárfestirinn Heiðar Guð- jónsson í samtali við Fréttatímann. Seðlabankinn kærði Úrsus, félag Heiðars, til lögreglu vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum í nóvember 2010. Sér- stakur saksóknari hætti rannsókn í lok febrúar á þessu ári og eftir að Seðlabank- inn hafði kært þá ákvörðun í lok mars komst Ríkissaksóknari að þeirri niður- stöðu að ákvörðun sérstaks saksóknara hafi verið rétt. Heiðar segir þetta mál galið frá upp- hafi. „Þetta mál kom upp á sama tíma og ég og meðfjárfestar mínir vorum að klára kaupin á Sjóvá. Ég fékk engar skýringar á málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir enda var ég þess fullviss að engar reglur hefðu verið brotnar,“ segir Heiðar. Þetta leiddi til þess að hann dró sig út úr kaupunum á Sjóvá sem var honum þungbær ákvörðun. „Ég fékk þau skilaboð að kaupin myndu ekki ganga í gegn á meðan ég væri í fjár- festahópnum. Ég skildi þetta ekki þá og skil það ekki enn. Við vorum með lang- hæsta tilboðið og með hugmyndir fyrir félagið sem öllum hugnaðist. Það eina sem vantaði var undirskrift Seðlabanka- stjóra,“ segir Heiðar. Hann kærði meðferð málsins til umboðsmanns Alþingis og það var í bréfaskriftum á milli umboðsmanns Alþingis og Seðlabankans sem í ljós kom að bankinn hafði kært Úrsus til lögreglu. „Þetta var í maí á síðasta ári. Þá kom í ljós að Seðlabankinn hafði kært félagið mitt í nóvember 2010 og ekki látið mig vita. Ég frétti það sjö mánuðum seinna,“ segir Heiðar sem tekur fram að umboðsmaður eigi enn eftir gefa út álit sitt á málinu. Og hann vill að Seðlabankinn verði gerður ábyrgur fyrir gjörðum sínum. „Þetta mál er búið að kosta mig tugi milljóna í lögfræðikostnað svo ekki sé talað um allan þann tíma sem ég hef í raun verið óvirkur sem fjárfestir með þann merkimiða frá Seðlabankanum að það sé eitthvað að mér. Seðlabankar hafa mikið vald og eru virtar stofnanir í öllum löndum og þeim ber að fara vel með það. Seðlabankinn framdi lögbrot gegn mér og ég mun láta kanna það fyrir dómstól- um hvort Seðlabankinn sé bótaskyldur í þessu máli. Ég trúi því ekki að dómstólar leggi blessun sína yfir svona vinnubrögð. Ef bótaskylda bankans er viðurkennd mun ég fara fram á bætur og leita til dóm- stóla ef þess gerist þörf,“ segir Heiðar. Hann telur mál sitt vera sterkt enda hafi hann fengið tvöfalda staðfestingu fyr- ir því að ekki hafi verið fótur fyrir þessari rannsókn eða kæru. „Bæði sérstakur sak- sóknari og Ríkissaksóknari hafa kveðið upp sinn úrskurð mér í hag. Misbeitingu valds sem þessa þarf að stoppa á Íslandi svo aðrir þurfi ekki að upplifa hið sama. Það þarf að koma í veg fyrir það þetta gerist aftur.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  GjaldeyrislöG rannsókn á fÉlaGi Heiðars Hætt Vill athuga bótaskyldu Seðlabankans fyrir dómi Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um að hætt skuli rannsókn á gjald- eyrisviðskiptum félags Heiðars Guðjónssonar sem Seðlabankinn kærði. Heiðar Már missti af tækifæri til að kaupa Sjóvá vegna málsins og segir hann málið allt hafa valdið sér mikilu fjárhags- legu tjóni og að mannorð hans hafi beðið hnekki. Misbeitingu valds sem þessa þarf að stoppa á Íslandi svo aðrir þurfi ekki að upplifa hið sama Heiðar Már Guðjónsson segir að þau vinnubrögð sem Seðlabankinn ástundaði í málinu hafi ekki þekkst fyrir hrun og einkennist af algjöru virðingarleysi fyrir lögum. Ljósmynd/Hari Íslendingar keyptu vörur fyrir hátt í milljarð króna í Bauhaus-versluninni þessa fyrstu viku sem liðin er frá opnun nýju verslunarinnar, að sögn Halldórs Óskars Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra. Hann er ekki með tölu yfir gestafjöldann en giskar á að gestir hafi verið nálægt 20 þúsund. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og viðtökurnar eru jafnvel betri en við áttum von á. Opnun verslunarinnar var samkvæmt því sem Bauhaus á að venjast í Evrópu þar sem verslana- keðjan nýtur mikilla vinsælda,“ segir Halldór. Spurður hvort um veltumet sé að ræða segir Halldór: „Þetta hlýtur að minnsta kosti að vera veltumet hér á Íslandi.“ Vinsælustu vörurnar eru að sögn Halldórs grill og garðhúsgögn, palla- efni og ýmsar garðvörur. Einnig hafi háþrýstiþvottatæki hreinlega rokið út. Hann segir jafnframt að mikið hafi verið að gera í flísa- og timburdeild og því ljóst að Íslendingar hyggja á um- bætur jafnt innanhúss sem utan.  Opnun Veltumet í BauHaus Keypt fyrir milljarð króna í Bauhaus Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur @frettatiminn.is Frá opnunardegi Bauhaus. Íslendingar flykkt- ust í nýja byggingarvöruverslunina og eyddu þar hátt í milljarði króna í fyrstu vikunni. ... viðtök- urnar eru jafnvel betri en við áttum von á. Fullt tilefni til að vísa til lögreglu Í nóvember 2010 vísaði gjald- eyriseftirlit Seðlabanka Íslands til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra 4 málum sem vörðuðu skuldabréfaút- gáfur sem grunur lék á að færu í bága við ákvæði reglna sem Seðlabanki Íslands hafði sett um gjaldeyrismál. Í september 2011 var efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans lögð niður og málin færðust til embættis sérstaks saksóknara. Í febrúar 2012 tók embætti sérstaks saksóknara ákvörðun um að hætta rannsókn málanna meðal annars vegna erfiðleika við að afla sönnunargagna erlendis frá. Seðlabankinn kærði þá ákvörðun til ríkis- saksóknara. Ríkissaksóknari hefur nú tekið afstöðu í málinu og staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara. Seðlabankinn fellst ekki á rökstuðning fyrir afstöðu embættis ríkissaksóknara og hefur óskað eftir fundi með ríkissaksóknara þar sem farið verður yfir málið. Það er afstaða Seðlabankans að fullt tilefni hafi verið til að vísa málunum til lögreglu. Svar Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Fréttatímans varðandi lyktir þessa máls Már Guðmundsson seðla- bankastjóri.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.