Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 6
BLÖNDUNARLOKI
FYLGIR.
VÖNDUÐ VARA
ÁRATUGA REYNSLA
HITAKÚTAR
RYÐFRÍIR
NORSK
FRAMLEIÐSLA
Olíufylltir
rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W
Í 61. grein stjórnarskrárinnar segir: „[...] má veita þeim dómara, sem orðinn er
fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa
neins í af launum sínum.“
Spáir hærri
stýrivöxtum
Greining Íslandsbanka spáir
því að peningastefnunefnd
Seðlabankans ákveði að
hækka stýrivexti bankans
um 0,25 prósentur á næsta
vaxtaákvörðunardegi bank-
ans sem er á miðvikudaginn,
16. maí. Gangi sú spá eftir
verða daglánavextir bankans
6,25 prósent, vextir af lánum
gegn veði til sjö daga 5,25
prósent, hámarksvextir á 28
daga innistæðubréfum 5,0
prósent og innlánsvextir 4,25
prósent. „Frá síðustu vaxta-
ákvörðun bankans hefur verð-
bólgan reynst þrálátari en
reiknað var með í spá Seðla-
bankans,“ segir Greiningin.
Seðlabankinn mun samhliða
vaxtaákvörðuninni 16. maí
birta nýja verðbólguspá en
síðasta spá bankans er frá
8. febrúar. „Má vænta þess
að verðbólguspá bankans
verði hækkuð allnokkuð, en
krónan hefur verið öllu veikari
en ráð var fyrir gert í þeirra
síðustu spá,“ segir Greiningin
enn fremur og reiknar með
áframhaldandi hækkun
stýrivaxta, um 0,25 prósentur
á vaxtaákvörðunardegi 13.
júní – og að hið sama gerist í
ágúst. - jh
Íslenskur bjór, Bríó sem var þróaður
sérstaklega af Borg Brugghúsi í sam-
starfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar,
bar sigur úr býtum í sínum flokki í
World Beer Cup 2012 sem fram fór í
Kaliforníu en 799 bruggverksmiðjur
frá 54 löndum tóku þátt í keppninni
með samtals tæplega 4000 bjóra. Bríó
er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús
sendi frá sér fyrir tveimur árum. Til að
byrja með var hann aðeins fáanlegur á Ölstofunni en
er nú seldur í Vínbúðunum í Kringlunni, Skútuvogi
og Heiðrúnu auk fríhafnarinnar í Keflavík. Bríó er
nefndur eftir góðum vini þeirra Kormáks og Skjaldar,
fjöllistamanninum Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni,
sem lést fyrir aldur fram árið 2009. Hann var kall-
aður Bríó en bríó er gamalt ítalskt orð yfir gleði. - jh
Bríó vann til verðlauna
Hærra raungengi
Raungengi íslensku krónunnar
hækkaði í apríl um 0,3 prósent
frá fyrri mánuði á mælikvarða
hlutfallslegs verðlags. Er þetta
í fyrsta sinn síðan í október
sem raungengi krónunnar
þróast í þessa átt, að því er
fram kemur hjá Greiningu
Íslandsbanka sem byggir á
tölum Seðlabankans. Þessa
hækkun á raungengi má rekja
til verðlagsþróunar hér í
samanburði við í okkar helstu
viðskiptalönd, enda lækkaði
nafngengi krónunnar um rúm
0,2 prósent á milli mars og
apríl miðað við vísitölu meðal-
gengis. -jh
Tónleikar í Hörpu
lokahnykkur
Evrópuviku
European Jazz Orchestra og
Stórsveit Reykjavíkur halda
ókeypis stórtónleika í Eldborg
á sunnudaginn, 13. maí. Tón-
leikarnir eru lokahnykkur
á Evrópuviku sem fram fer
dagana 7. - 13. maí. European
Jazz Orchestra er skipuð ungu
tónlistarfólki í fremstu röð sem
kemur vítt og breitt frá Evrópu.
Hljómsveitin fær á hverju ári til
liðs við sig þekkt tónskáld til að
semja og útsetja nýja efnisskrá.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
í ár er Jere Laukkanen. Euro-
pean Jazz Orchestra hefur að
leiðarljósi að gera hlustendum
kleift að fá innsýn í tónlistar-
flóru ólíkra þjóða. Stórsveit
Reykjavíkur mun leika nýja
og nýlega tónlist sem samin
hefur verið sérstaklega fyrir
hljómsveitina. Annarsvegar
verða flutt verk eftir Agnar Má
Magnússon, Hilmar Jensson
og Kjartan Valdemarsson af
nýjustu plötu sveitarinnar;
HAK, en þess má geta að hún
var valin jazzplata ársins á
Íslensku tónlistarverðlaununum
nú nýverið. Hinsvegar verður
flutt svíta finnska tónskáldsins
Eero Koivistoinen Tvísöngur, en
hún byggir á íslenskum þjóð-
lagastefjum. - jh
Hæstaréttardómarar óskert laun til æviloka
Nær allir nýta
sér sérréttindin
Stjórnlagaráð hefur lagt til að þessi heimild verði afnumin í
stjórnarskrá.
a llir nema einn hæstaréttardómari frá árinu 1994 hafa sótt um lausn frá störfum á grund-velli stjórnarskrárinnar og halda þannig
óskertum launum til æviloka í stað þess að fara á eftir-
laun líkt og aðrir starfsmenn ríkisins. Stjórnlagaráð
hefur lagt til að þessi heimild verði afnumin í stjórnar-
skrá enda hafi upprunalegur tilgangur hennar ekki
verið að tryggja hæstaréttardómurum sérréttindi, að
sögn Gísla Tryggvasonar, fulltrúa í stjórnlagaráði.
Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu
hafa átta af níu hæstaréttardómurum frá árinu 1994
sótt um að láta af störfum eftir 65 ára aldur í samræmi
við 62. grein stjórnarskrárinnar. Sá eini sem gerði það
ekki var Pétur Kr. Hafstein sem fór á eftirlaun 55 ára.
Stjórnlagaráð hefur lagt það til að þessi óeðlilegu
sérréttindi, eins og Gísli kallar þau, verði afnumin.
„Ég fullyrði að það var ekki tilgangurinn með þessari
grein í stjórnarskránni, að dómarar væru nær undan-
tekningalaust á fullum launum til æviloka,“ segir
Gísli. „Stjórnlagaráð leggur til að þetta ákvæði verði
afnumið og framvegis verði hæstaréttardómarar á líf-
eyrisréttindum en ekki fullum launum eftir starfslok,“
segir hann.
Gísli hefur bent á að upphaflegur tilgangur þess-
arar reglu um afsögn dómara gegn fullum launum
var ekki hugsaður sem trygging sérréttinda til handa
dómurum. Reglan var tekið úr dönsku stjórnar-
skránni en henni var breytt í Danmörku árið 1933
þegar þessi sérréttindi hæstaréttardómara voru
afnumin þar í landi og dómarar fóru á eftirlaun við
sjötugsaldur. „Upphaflegi tilgangurinn var að bæta
dómurum þann mismun sem þá virðist hafa verið
á eftirlaunarétti þeirra og annarra embættismanna
þannig að þeir færu ekki á vonarvöl við starfslok og
til að tryggja dómara gegn þrýstingi af þeim sökum,“
bendir Gísli á.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Ég fullyrði
að það var
ekki til-
gangurinn
með þess-
ari grein í
stjórnar-
skránni, að
dómarar
væru nær
undantekn-
ingalaust
á fullum
launum til
æviloka.
6 fréttir Helgin 11.-13. maí 2012