Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Side 12

Fréttatíminn - 11.05.2012, Side 12
Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 G uðmundur H. Jónsson er þriðja kynslóð forstjóra í BYKO. Hann er sonur Jóns Helga sem kenndur er við fyrirtækið og alnafni afa síns sem stofnaði það fyrir hálfri öld. Guðmundur er staðráðinn í því að ná BYKO upp úr þeirri lægð sem fyrirtækið hefur verið í frá hruni. „Byggingavörumarkaðurinn var sá markaður sem fór hvað verst út úr hruninu,“ segir Guðmundur. „Við þurftum að fara í gagn- gera endurskoðun á rekstrinum og taka erfiðar ákvarðanir,“ segir hann. Erfiðasta ár BYKO var 2009 þegar sala á byggingavöru dróst saman um 70 prósent frá fyrra ári. Hápunktinum hafði verið náð á árun- um 2007-8 þegar byggingabransinn var á suðu- punkti. En svo kom hrun. „Eftir á að hyggja var náttúrulega ekki eðlilegt magn af byggingar- vöru selt á þessu landi,“ segir Guðmundur. Ákveðið var að loka nýjustu og stærstu verslun BYKO, við hliðina á IKEA í Kauptúni og nauðsynlegt reyndist að segja upp fólki. Helmingi færra starfsfólk er nú í BYKO en þegar mest var. Vöruúrvalinu var einnig breytt þar sem kauphegðun landsmanna tók stakka- BYKO á tánum í samkeppninni Neytendur tóku opnun hjá Bauhaus fagnandi og hópuðust í þúsundum saman í hina nýju verslun um síðustu helgi. Hvernig ætlar BYKO, einn þriggja risa á bygginga- vörumarkaði, að bregðast við samkeppninni? Sigríður Dögg Auðunsdóttir spurði Guðmund H. Jónsson for- stjóra út í það. skiptum í kjölfar hruns og var dýrum vörum skipt út fyrir ódýrari. Aukin samkeppni krefjandi Og nú er Bauhaus komið. Hvernig tekur BYKO nýjum keppinauti? „Það er krefjandi að fá aukna samkeppni á markað. Við höfum fylgst með erlendum bygginga- vörumarkaði um langa hríð og í þeim rannsóknum höfum séð að verð á byggingavöru á Íslandi kemur vel út í samanburði. Þegar Bauhaus opnaði gerðum við strax verðkannanir á þúsundum vörunúmera sem stað- festi að BYKO er fyllilega samkeppnishæft. Það gladdi okkur og hvetur til dáða. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að standa okkur vel í þeirri samkeppni,“ segir hann. Guðmundur segir að strax hafi verið brugðist við verði á ýmsum vöruflokkum hjá Bauhaus. Ýmist hafi verð verið lækkað niður fyrir það verð sem Bauhaus auglýsti eða sama verð boðið. „Í fjölda til- vikum þurftum við ekki að bregðast við þar sem okkar verð var lægra,“ segir Guðmundur. Hann segir ekkert nýtt vera að koma til landsins með tilkomu Bauhaus en gaman sé að fá nýja aðila til að bera sig saman við og ekki síst gaman að vita hve BYKO stendur sig vel í al- þjóðlegum samanburði. Rekstur BYKO hefur verið þungur á undanförnum árum og móðurfélagið, Norvik, hefur þurft að hlaupa undir bagga svo BYKO geti staðið við skuldbindingar sínar. „Við höfum lifað hrunið af með blóðgjöf frá móðurfélaginu. Fyrir vikið hafa engir fjármunir verið afskrifaðir vegna rekstursins og við vonumst til þess að reksturinn á þessu ári náist upp að núllpunktinum og að afkoman á árinu 2013 muni á nýjan leik verða jákvæð. Það er ekki bara vor í lofti hvað árstíðirnar varðar heldur trúum við því að það sé vor í íslensku efnahagslífi. Við viljum taka þátt í því að þjóna bæði heimilum og atvinnulífi í nýrri sókn“. Guðmundur segir að helstu verðmæti fyrirtækisins liggi í starfsfólkinu. „Hér er fólk með gríðarlega langan starfsaldur enda erum við svo lánsöm að hér tíðkast lítil starfsmannavelta. Þekkingin hefur byggst upp innanhúss og mun skila okkur langt. Það er krefjandi og skemmtilegt að fá aukna samkeppni. Við bjóðum Bauhaus velkomið á markaðinn. Samkeppnin á bara eftir að hvetja okkur til dáða.“ Viðtökurnar komu ekki á óvart BYKO hefur um nokkra hríð búið sig undir hina vænt- anlegu samkeppni við Bauhaus og tók til að mynda upp nýja verðstefnu um áramót. „Við drógum úr því að gefa afslátt og notuðum þá fjármuni til að lækka verð til allra en einnig hafa hagræðingaraðgerðir undan- farin misseri gert okkur þetta kleift. Það var þó ekki endilega vegna nýrrar samkeppni heldur samkeppni til framtíðar,“ segir Guðmundur. Hann viðurkennir þó að sjálfsagt muni Bauhaus taka sinn skerf af kökunni. Verslun hafi þó ekki dregist saman eftir að Bauhaus tilkynnti um fyrirhugaða opnun þó svo að einhverjir hafi hugsanlega beðið með kaup. Guðmundur segir að viðtökur á opnunarhelgi Bauhaus hafi ekki komið honum á óvart. „Við höfum opnað búðir hér og fylgst með opnunum á stórum verslunum svo sem ELKO,“ bendir hann á en ELKO er í eigu Norvikur, móðurfélags BYKO. „Opnun ELKO leiddi til talsverðar lækkunar á verði á raftækjum um allt land. Ég er ekki að sjá að hið sama muni gerast á byggingavörumarkaði í kjölfar opnunar Bauhaus. Ég er sannfærður um það eftir að hafa fylgst með markaðn- um erlendis í samanburði við verð á þeirri vöru sem við erum að bjóða,“ segir hann. Verðsamanburður BYKO leiddi að sögn Guðmundar í ljós að BYKO var í langflestum tilvikum með lægra verð en Bauhaus í svokallaðri kjarnabyggingavöru og þar sem það átti ekki við var verð lækkað. Hann segir starfsfólk BYKO vera á tánum í samkeppninni. „Við settum saman sérstakt teymi í fyrra til að fylgjast með verði á markaði. Við ætlum okkur að vera með lægra verð og vera hagstæðari kostur. BYKO býður upp á gríðarlegt vöruúrval með 40 þúsund vörunúmer og erum við í miklum tengslum við markaðinn og eigum gott að bregðast við þörfum hans. Það sem selst vel í Danmörku selst ekki endilega vel hér og öfugt.“ Byggingavörumarkaður að hjarna við Aðspurður segir hann að timbursala BYKO sé grunnur að styrkleika fyrirtækisins og þar hafi BYKO ákveðið samkeppnisforskot. „Við höfum góð sambönd við er- lenda aðila og kaupum langmest af okkar vörum beint af framleiðanda og fækkum þannig milliliðum eins og mögulegt er. Við höfum ákaflega góða tengingu inn í timburmarkaði í gegnum systurfyrirtæki okkar í Evrópu.“ Guðmundur segist bjartsýnn. „Ég held að hagkerfið muni smám saman taka við sér. Ekki í neinum stórum skrefum þó, en mér finnst ýmisleg benda til þess að hófleg aukning sé á byggingarvörumarkaðinum. Það veitir reyndar ekki af því hann hefur verið skelfilegur.“ Hann segir ýmsar vísbendingar benda í þá átt. „Það virðist vera orðinn skortur á ákveðinni tegund íbúða, minni og meðalstórum íbúðum í ódýrari kantinum, og mun það leiða til þess að verð mun hækka. Það er að aukast að menn séu að byrja á nýjum verkefnum. Það er mikilvægt að byggingamarkaðurinn komist af stað, hægt og rólega án þess að um bólumyndun verði að ræða. Það má vera hófleg aukning með eðlilegum hætti. Ég trúi því að það muni gerast þótt það gerist hægt.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Guðmundur H. Jónsson, forstjóri BYKO: Ég er sannfærður um að við eigum eftir að standa okkur vel í aukinni samkeppni á byggingavörumarkaði. Ljósmynd Hari Móðurfélag- ið, Norvik, hefur þurft að hlaupa undir bagga svo BYKO geti staðið við skuldbind- ingar sínar. 12 fréttaviðtal Helgin 11.-13. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.