Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 32

Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 32
Þjóðhátíð við Úlfarsfell „Loksins, loksins,“ hefur einhver sagt um helgina þegar Bauhaus opnaði risaverslun í við Mos- fellsbæ. Þjóðin gekk, sjálfri sér samkvæm, af göflunum og liðið á Facebook tók virkan þátt í biluninni. Helga Vala Helgadóttir Er að spá... er þetta Bauhaus æði ekki bara feik? Þekki ég nokkurn sem svaf þarna í nótt? Kristjón Kormákur Guðjónsson Jæja, þá er búið að opna nýja félagsmiðstöð á Íslandi. Nú getur fjölskyldan valið hvort hún fer í kringluna, Smáralind eða þetta Bauhaus á helgum. Úps, gleymdi Ikea. Kristrún Heiða Það deyr eitthvað innra með mér þegar stórversl- anir eru opnaðar á Íslandi. Edda Jóhannsdóttir Er takmarkalaus tauhaus og kaus að kaupa planka- strekkjarann síðar. Nennti ekki að troðast innanum þrjár milljónir Íslendinga á 22 þúsund fermetrum. Vonandi samt að strekkjararnir seljist ekki upp. Hildur Knútsdóttir Ég ætla ekki að segja neina Bauhaus-brandara. Brynjólfur Þór Guðmundsson Facebook væri frekar fátæklegt í dag ef ekki væri fyrir opnun nýrrar verslunar. G. Pétur Matthíasson Eru Íslendingar verslunarfíklar? Þorfinnur Ómarsson Óskar Íslendingum til hamingju með að vera fyrsta þjóðin til að losna undan kreppunni. Almannatenglar Vinstri-grænna í Reykjavík láta ekki að sér hæða og tókst að gera verndun Elliðarárdals að enn einu vandræðamálinu sem kom beint í hausinn á flokknum aftur þegar góða fólkið í flokknum álpaðist til þess að fordæma leik- fimi fyrir hernaðartengingu. Magnús Ragnar Einarsson Það er æðislegt líf og fjör í Elliðaárdalnum. Synd að spilla þeirri náttúrugleði með organdi fitu- brennsluliði. Illugi Jökulsson Ég mun nú lýsa skoðunum mínum á stóra Boot 7 ár eru liðin frá því að jaxlinn skeggjaði Chuck Norris birtist síðast á hvíta tjaldinu en hann leikur stórt hlutverk í harðhausamyndinni The Expandables 2 sem frumsýnd verður í ágúst. 3 VikAn í tölum Heitustu kolin á milljarðar er upphæðin sem Bakka- bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir borga fyrir 25 prósenta hlut í Bakkavör. Slippurinn fær að vera um sinn Að vinna með það sem fyrir er, í stað þess að rífa og byggja nýtt, er stefnan sem unnið er út frá í nýju rammaskipulagi fyrir Reykja- víkurhöfn. Gamli slippurinn er ekki á förum þó búið sé að opna hótel í næsta húsi. Bílastæði í Hörpu ekki lengur sérmerkt konum Bílastæði í bílastæðahúsi Hörpu eru ekki lengur sérmerkt konum. Búið er að mála yfir merkingarnar sem gáfu til kynna að um kvennastæði væri að ræða. Stofnanir sameinaðar í Austurbrú Ný stofnun, Austurbrú, varð til á Austur- landi á þriðjudaginn. Í henni sameinast allar stoðstofnanir fjórðungsins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi að Austurbrú gæti orðið fyrirmynd að samskonar stofnunum í öðrum lands- hlutum. Ákæra gefin út í morðmáli Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 23 ára gömlum manni sem banaði fyrrverandi unnustu sinni á heimili sínu í Hafnarfirði í febrúar. Maðurinn kom á lög- reglustöð í annarlegu ástandi og greindi frá því sem hafði gerst. 6 sigrar í sex leikjum var árangur HK-manna í úr- slitakeppni N1-deildarinnar í handbolta karla. HK vann Hauka, 3-0 í undanúrslitum og FH á sama hátt í úrslitum. Francois Hollande var kjörinn forseti Frakk- lands um síðustu helgi eftir harða baráttu við Nicolas Sarkozy, fráfarandi forseta. Hollande er fyrsti forsetinn úr vinstra litrófi stjórnmálana í Frakklandi síðan Francois Mitterand var og hét en hann lét af embætti árið 1995. Nordic Photos/Getty Images 26 þúsund í alvarlegum van- skilum Rúmlega 26 þúsund einstaklingar voru í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðamót samkvæmt vanskilaskrá Creditinfo. Það er um 8,7 prósent fólks yfir átján ára aldri. Vill að slitastjórn víki Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður krefst þess að héraðsdómur víki slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans frá störfum. Hann gagnrýnir vinnubrögð stjórnarinnar harðlega. Bókhaldi Þorláksbúðar skilað innan tíðar Bókhaldi Þorláksbúðarfélagsins verður skilað til ríkisendurskoðunar fljótlega, segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. Hann er stjórnarmaður í félaginu auk Árna Johnsen. Almenningssamgöngur efldar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa skrifað undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almennings- samgangna. Tvöfalda á hlutdeild þeirra. Árlegt framlag ríkisins til verkefnisins er einn milljarður. VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn. Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári og er boðið upp á bæði fjarnám og staðnám. Camp málinu. Guðmundur Andri Thorsson Allt hefur sinn stað og sína stund og Elliðárdalur er sérlega slæmur vettvangur fyrir geltandi armbeygjumarkskálka í her- búningum. Allt þetta tóma iðnaðarhúsnæði í úthverfunum er kjörið fyrir slíkt. Ágætt hjá VG að standa vörð um friðsæld nátt- úruperlunnar. Bergsteinn Sigurðsson Ég hleyp þarna nokkrum sinnum í viku, ásamt mörgum fleiri. Reyni að halda orginu í lágmarki svo vonandi spilli ég ekki náttúrugleðinni. En mér finnst það sérstök afstaða hjá Vg að sýta það að þarna verði leikfimistöð frekar en bautasteinn um einkabílinn. Þórarinn Friðjónsson Ég þekki Bigga í Boot Camp vel þótt ég hafi ekki sótt stöðina hans. Hann er drengur góður og enginn hermarskálkur. Það verður enginn ófriður af starfsemi þeirra félaga, bara líf og fjör. Ef þetta hefði verið Kram- húsið sem vildi fá sína hreyfingu þarna þá hefði Sóley Tómasdóttir örugglega farið þangað og heilsað sólinni. Stefán Pálsson Góðu fréttirnar varðandi stóra Boot Camp/ heræfinga-málið er að allir virðast vera sammála um að ekki kæmi til greina að hafa raunverulegar heræfingar í Elliðaárdalnum. Það er mikil framför frá því þegar borgin heimilaði Nató-heræfingu í Hljómskálagarð- inum 1999, en við í SHA náðum að afstýra. Sveinn Andri Sveinsson Vinstri grænir vilja að Hjálpræðishernum verði gert að flytja höfuðstöðvar sínar enda alveg ófært að starfsemi með slíkri hernaðarlegri skirskotun sé í miðbæ Reykjavíkur. Erla Hlynsdóttir Pole fitness í Elliðaárdalinn! Sveinn Waage Jebb.. Enda Boot Camp útileikfimi á Ís- landi og Víetnam-stríðið næstum því sami hluturinn. 44 ár eru síðan Manchester City varð síðast Englands- meistari. Félagið getur tryggt sér sigur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 32 fréttir vikunnar Helgin 11.-13. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.