Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 41
Helgin 11.-13. maí 2012 viðhorf 33
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri:
Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is.
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Ó
Ótrúlegur uppgangur er í ferðaþjónustu
hérlendis. Erlendir ferðamenn sem hingað
komu í nýliðnum apríl voru fimm þúsund
fleiri en í sama mánuði í fyrra, sem þá var
metmánuður. Aukningin er 16,5 prósent.
Frá áramótum hefur ferðamönnum fjölgað
um 20,4 prósent miðað við sama tíma í fyrra.
Aukningin hefur verið stöðug undanfarin ár,
hlutfallslega mun meiri en í
nálægum löndum. Bent hefur
verið á að miðað við sömu þró-
un fari fjöldi erlendra ferða-
manna yfir milljón á ári innan
fimm ára. Ferðaþjónustan er
því ein af undirstöðuatvinnu-
greinum okkar og styrkist
stöðugt sem slík.
Vandi greinarinnar er hins
vegar sá að hún býr við mikla
árstíðarsveiflu. Arðsemi
hennar er því ófullnægjandi. Aukin arðsemi
fyrirtækja í ferðaþjónustu er forsenda þess
að þau geti stundað vöruþróun, fræðslu-
og gæðastarf og öfluga markaðssetningu.
Sumarmánuðirnir eru nánast fullbókaðir. Þá
köku er hægt að stækka með bættri aðstöðu
og afþreyingu en þegar horft er til framtíðar
líta menn einkum til aukinnar vetrarferða-
þjónustu. Það þýðir betri dreifingu og jafn-
vægi innan greinarinnar, fleiri heilsársstörf
og auknar tekjur af hverjum ferðamanni
sem hingað kemur. Fjöldinn einn segir
ekki alla sögu, eins og fram kemur í orðum
Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins,
í riti Samtaka atvinnulífins, Uppfærum Ís-
land: „Við eigum að hugsa um að fá milljón
af hverjum ferðamanni í stað þess að fá millj-
ón ferðamenn en til að ná því verða innviðir
að vera mjög traustir og þjónusta góð.“
Talsvert skortir á að þeir innviðir hafi
verið treystir nægjanlega vilji menn jafna
álagið, þótt margt hafi vissulega verið vel
gert, meðal annars í menningartengdri
ferðaþjónustu. Endurnýjað Þjóðminjasafn
dregur að. Sama gildir um Landnámssetrið í
Borgarnesi og Síldarminjasafnið á Siglu-
firði, svo dæmi séu tekin. Kannanir sýna að
erlendir ferðamenn eru farnir að líta til fleiri
hluta en rómaðrar náttúru Íslands, meðal
annars menningar og sögu. Framtíðar-
möguleikar eru tengdir sérstöðu hér, meðal
annars í bað- og matarmenningu. Tónlistar-
viðburðirnir Iceland Airwaves og Aldrei fór
ég suður hafa verið nefndir sem dæmi um
góða vöruþróun sem skilað hefur árangri.
Þá hefur markaður skapast fyrir íslenskar
hönnunarvörur.
Í fyrrgreindu riti Samtaka atvinnulífsins
er meðal annars litið til framtíðar ferðaþjón-
ustunnar og bent á að ekki eigi að auglýsa
Ísland sem ódýran áfanga- og dvalarstað
heldur að leggja áherslu á upplifunina. Ís-
lendingar þurfi að vera eigingjarnir gagn-
vart landinu og finna leiðir til að takmarka
aðgang að viðkvæmri náttúru. Álag á vin-
sælustu staðina er komið að þolmörkum yfir
sumarmánuðina.
Fram kom á liðnu hausti, þegar mark-
aðsátakið „Ísland allt árið“ fór af stað, að
fram undan væri stærsta verkefni íslenskrar
ferðaþjónustu; að stórauka vetrarþjónustu
um land allt. Þar er meðal annars litið til
þess hvernig Finnar fóru að því að gera
ferðaþjónustu yfir veturinn viðameiri en
yfir sumarið. Að verkinu koma helstu aðilar
ferðaþjónustunnar auk þess sem ríkið lagði
til nýsköpunarfé. Meðal markmiða er að
styrkja þá ímynd að Ísland sé áfangastaður
ferðamanna árið um kring og fjölga ferða-
mönnum utan háannar um 100 þúsund fram
að hausti ársins 2014, eða um 12 prósent.
Nýtt er sú þekking sem fékkst með verk-
efninu „Inspired by Iceland“ sem hleypt var
af stokkunum eftir gosið í Eyjafjallajökli árið
2010. Verkefninu er beint sérstaklega að
neytendamarkaði og ráðstefnu- og funda-
markaði.
Í undirstöðugrein eins og ferðamennsku
þarf að auka rannsóknir svo hún megi
dafna. Nýting gististaða, afþreyingarstaða,
flugvéla, hópferðabíla og bílaleigubíla er
góð yfir sumarið og farin að teygja sig til
vors og hausts. Svo þarf einnig að vera yfir
vetrartímann. Myrkrið, snjórinn, vatnsföll í
klakaböndum og norðurljósin eru söluvara,
ekki síður en náttleysa sumarsins.
Ferðaþjónusta
Vaxtarverkir undirstöðugreinar
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Fært til bókar
Þar hitti andskotinn ömmu sína
Stórhveli verða ekki veidd við Íslands-
strendur í sumar frekar en í fyrra. Samn-
ingar náðust ekki milli Hvals og Sjómanna-
félags Íslands um kaup og kjör háseta á
hvalbátunum. Hætt var við hvalveiðarnar í
fyrra eftir jarðskjálftana miklu í Japan. Haft
hefur verið eftir Kristjáni Loftssyni, for-
stjóra Hvals, að það sé grundvallarmál að
ganga ekki að kröfu Sjómannafélagsins um
að Hvalur bæti hásetum þá skerðingu sem
orðið hefur á sjómannaafslættinum. Það sé
ekki fyrirtækisins að taka á sig aukna skatt-
heimtu. Kristján er þekktur fyrir úthald og
þrákelkni en hann hélt við hvalveiðiskipum
sínum og greiddi af þeim hafnargjöld í tvo
áratugi í kjölfar hvalveiðibanns uns hann
hóf veiðar á langreyði og sandreyði og
stundaði þær árin 2009 og 2010. En þeir
eru fleiri þrjóskir en Kristján Loftsson.
Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélaginu
gefur sig ekki baráttulaust. „Við viljum,“
segir hann, „að útgerðin greiði þá upphæð
sem búið er að skerða laun mannanna um.
Þetta er klink; 919 krónur á dag.“ Og Jónas
bætir við: „Ég vissi ekki að málið væri í
þessum farvegi, satt best að segja og það
kemur mér á óvart að ekki verði farið til
hvalveiða vegna þessa. Við höfum hitt þá
hjá Hval tvisvar sinnum og sögðumst ekki
geta gert við þá samning ef ekki væri tekið
tillit til afsláttarins. Við áttum ekki von á
þessu og okkur finnst þetta sérkennilegt.
En þetta verður að hafa sinn gang.“ Það
má því líkja samskiptum þessara tveggja
ágætu manna við það að þar hafi and-
skotinn hitt ömmu sína – eins og stundum
er sagt.
Leitið og þér munuð finna
Þeir sem vildu kynna sér innihald SÁÁ-
blaðsins sem fylgdi Fréttablaðinu á
miðvikudaginn þurftu að hafa talsvert fyrir
því. Þegar lesendur voru komnir í gegnum
fyrstu síður Fréttablaðsins komu þeir að
Markaðinum, vikulegu viðskiptablaði. Inni
í Markaðinum var sérblað Símans. Inni í
því sérblaði var kynningarblaðið Fólk. Þeir
sem náðu í gegnum það komu loks að SÁÁ-
blaðinu.
Þurfum við að vita þetta?
Viðtal var við söngvarann Friðrik Ómar
í fylgiblaði Morgunblaðsins á dögunum
og það síðan birt á vefnum mbl.is. Ekkert
er nema gott eitt um það að segja en þar
fengu menn meðal annars að vita að söngv-
arinn hatar köngulær meira en allt annað
og þá líður yfir Friðrik sé hann sprautaður.
Minna kom lesendum kannski við að hann
er með stóra mynd af Elvis Presley fyrir
ofan klósettið hjá sér og að Friðrik Ómar á
sér uppáhaldsnærbrók sem hann er alltaf
í þegar mikið liggur við. Spurning er hins
vegar hvort lesendur blaðs og vefjar vildu
vita að söngvarinn kúkaði á sig þegar hann
var átta ára á rúntinum með pabba vinar
síns? Fyrirsögnin á vefnum var einmitt
„Kúkaði á sig á rúntinum“. Molaskrifarinn
Eiður Guðnason tók það að minnsta kosti
fram að hann hefði ekki fundið hjá sér þörf
til að kynna sér efnið nánar.
H E LGA R BL A Ð