Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 42

Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 42
Framtíð menntakerfisins Íslenskt atvinnulíf kallar eftir tæknimenntun Þessa dagana kallar atvinnulífið eftir sameiginlegri stefnumótun með stjórnvöldum um framtíð og þróun menntakerfisins og að fjölga þurfi útskrifuðu fólki úr verkfræði, tæknifræði, iðnfræði og öðrum tækni- og raungreinum. Framtíðartækifæri felast í þeim hluta atvinnulífsins sem er kallað- ur hátæknigeirinn og mikil eftir- spurn eftir starfsfólki í fyrirtækjum sem tengjast heilbrigðistækni, líf- vísindum, tölvum og hugbúnaði, umhverfistækni og upplýsinga- tækni. Takist skólakerfinu ekki að svara þessari eftirspurn er hætta á að hátæknifyrirtæki muni kjósa að byggjast upp erlendis frekar en á Íslandi í enn ríkari mæli en þau gera í dag. Ísland stendur aftarlega í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að tæknimenntun fólks á aldrinum 25-35 ára og er það alvar- legt áhyggjuefni. Fyrirtækin verða að geta byggst upp með viðvarandi þekkingu þó að efnahagsástandið kunni að sveiflast og við það verður menntakerfið að ráða. Frá því að verkfræði varð til sem sérstök faggrein á 19. öldinni og fram yfir miðja 20. öld, byggði kennsla verkfræðigreina á hagnýtri nálgun. Helstu kennarar í faginu voru verkfræðingar með mikla reynslu af rekstri eða hönnun sem fóru inn í háskólana og miðluðu af reynslu sinni til næstu kynslóðar. Á sjötta áratug síðustu aldar hófst sú þróun að lögð var aukin áhersla á vís- indalegar undirstöður verkfræðinnar. Þetta varð til þess að tækni- þróun fleygði fram en þýddi um leið að teng- ingin við iðkendur í faginu minnkaði, þar sem minna varð um að kennarar hefðu unnið í iðnaði, en sífellt fleiri lögðu stund á rann- sóknir. Við menntun verk- og tæknifræðinga tak- ast gjarnan á tvö sjón- armið sem bæði eiga rétt á sér. Nemendur þurfa sannarlega að innbyrða sí- vaxandi magn vísindalegrar þekk- ingar til að verða góðir sérfræð- ingar. Hins vegar þurfa þeir að ná yfirsýn yfir uppbyggingu flókinna kerfa, tengja fræðin við praktíkina og hafa samskiptafærni til að ná ár- angri í hópavinnu með öðrum sér- fræðingum. Vinnuveitendur hafa þær væntingar að verkfræðingar og tæknifræðingar séu góðir í sam- skiptum og ráði við að greina flókin verkefni, bera kennsl á aðalatriði og skorður, hanna hagnýtar lausn- ir og koma þeim í framkvæmd og rekstur. Þessa hæfni er æskilegt að nemendur öðlist á meðan á skóla- göngu stendur. Á tíunda áratug síðustu aldar fengu kennarar við verkfræðideildir tveggja virtra há- skóla, MIT og Chal- mers, skýr skilaboð frá samstarfsfyrir- tækjum, m.a. Boeing flugvélaverksmiðjun- um og Volvo bílaverk- smiðjunum, um að ungir verkfræðingar sem skólarnir útskrif- uðu réðu ekki við ein- föld verkfræðileg við- fangsefni. Þótt þeir kynnu fræðin þá réðu þeir ekki við raun- hæfar lausnir, hag- nýta hönnun né hóp- vinnu. Fyrirtækin kvörtuðu undan því að það tæki óásættanlega lang- an tíma að kenna nýútskrifuðum nemendum að vinna. Prófessorar við skólana ræddu þetta sín á milli og hófu samstarf um hvernig bæta mætti tæknimenntun. Samstarfs- netið hlaut nafnið „The CDIO ini- tiative“ þar sem CDIO er skamm- stöfun fyrir „Design, Implement and Operate“, sem útleggst á ís- lensku sem Hugmynd, hönnun, framkvæmd og rekstur, sjá www. cdio.org. Stofnun CDIO árið 2000 var svar við áhyggjuröddum atvinnu- lífsins, en meðal þess sem þátt- taka í CDIO felur í sér er áhersla á hagnýta, verklega kennslu og ár- www.advania.is/abyrgd vinnu ábyrgð varahluta ábyrgð Kynntu þér málið www.advania.is/tolvubunadur Fartölvur, borðtölvur og netþjónar með fimm ára ábyrgð. á okkar Tölvubúnaður fyrirtækisins ábyrgð SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi . Blaðið kemur út fi mm sinnum á ári og er uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni. Velkomin í áskrifendahópinn! Afmælistilboð í tilefni af 20 ára afmæli tímaritsins, þrjú næstu blöð á kr. 2.868 og að auki fylgja þrjú eldri blöð með. Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár og kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti. T Í M A R I T I Ð Tilboð á áskrift Þrjú fræbréf fylgja með áskriftinni meðan birgðir enda st Rósa Gunnarsdóttir, kennsluþjálfari og sér- fræðingur á kennslusviði Háskólans í Reykjavík 34 viðhorf Helgin 11.-13. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.