Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 46

Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 46
38 heilsa Helgin 11.-13. maí 2012 Frekari upplýsingar www.gengurvel.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, heilsuhillum stórmarkaða og á www.femin.is Hjálp náttúrunnar við aukakílóum VIÐUR-KENNTAF EFSA KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd. KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, (glucomannan) sem eru unnar úr konjak plöntunni sem vex í Asíu. Notkun: 2 töflur með stóru vatnsglasi hálftíma fyrir 3 stærstu máltíðir dagsins. - líka fyrir karlmenn P róteinríkt mataræði getur reynst heilsusamlegt á marga vegu, en það fer þó eftir hvers konar próteins er neytt. Nýjar rann- sóknir benda til þess að mikil neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á heila- blóðfalli en fuglakjöt dregur úr þeim. „Skýr skilaboð úr niðurstöðum þessarar rannsóknar eru þau að teg- und próteina hefur mikið að segja um áhættuna á heilablóðfalli,“ segir dr. Frank Hu, prófessor hjá Harvard og einn þeirra sem stýrðu rannsókninni, í viðtali við Reuters fréttastofuna. Rannsóknin náði til gagna frá tugþúsundum kvenna og karla frá miðjum aldri og upp úr sem tekið höfðu þátt í heilsufarskönnunum á síðustu tveimur áratugum. Af þeim höfðu um 1400 karlar og 2600 konur fengið heilablóðfall. Samkvæmt upplýsingum frá Heila- heill er heilablóðfall afleiðing skyndi- legrar og varanlegrar truflunar á blóðflæði til heilasvæða af völdum æðasjúkdóma. Blóðflæðitruflunin getur orsakast af stíflu í heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða því að æð brestur og blæðir í heilavef-  Heilsa RannsókniR á PRóteinneyslu Rautt kjöt eykur líkurnar á heilablóðfalli s olla Eiríks, sem hlaut viður-kenninguna besti hráfæði-kokkur í heimi á þessu ári, er að opna útibú frá heilsuveitinga- staðnum vinsæla, Gló, í Hafnarhús- inu í Hafnarfirði á næstu dögum. Ástæðan er ekki síst sú að Gló hefur sprengt utan af sér húsnæðið í List- húsinu á Engjateigi í Laugardal. „Svo hafa Hafnfirðingar, Garðbæ- ingar og Kópavogsbúar verið að biðla til okkar um að opna Gló á þeirra slóðum,“ segir Solla. „Okk- ur bauðst síðan húsnæði sem erfitt er að segja nei við. Hafnarhúsið er ofsalega fallegt og hlakka ég mikið til að opna Gló í Hafnarfirði sem er sjarmerandi staður sem ég á miklar tengingar við,“ segir Solla. Staður- inn verður eftirmynd Glóar í Laug- ardal og hafa framkvæmdir staðið yfir frá því 1. mars. Spurð að því hvert leyndarmálið sé að baki velgengni Glóar segir Solla: „Við erum mjög rausnarleg með ástina í matinn. Ástin er leyni- kryddið okkar. Svo held ég að það skipti líka máli að við gerum svo vel við svo margar tegundir af fólki, allt frá harðlínuhráfæðismanneskju til kjötætunnar. Þó svo að við leggjum allt í hráfæðið leggjum við mikla ást í grænmetisfæðið og líka í kjötið,“ segir Solla. Hún leggur áherslu á að allur matur sé unninn frá grunni á staðnum. „Sérstaða okkar felst hins vegar í hráfæðinu. Við finnum að fólk er rosalega ánægt með það.“ En hvað er það sem gerir hráfæð- ið svona sérstakt? „Hráfæðið er sú matreiðsluaðferð sem hjálpar þér sem best að ná markmiðum Mann- eldisáðs um 6-9 skammta á dag af grænmeti og ávöxtum sem getur verið svolítið erfitt. Við umbreytum grænmeti og hnetum í venjulegan mat sem ekki er búið að mauk- sjóða úr alla næringu. Það er ekk- ert mál að ná þessum markmiðum með hráfæði. Ósjálfrátt borðar fólk jafnframt minna af brösuðum mat, minna af hvíta hveitinu, minna af svokallaðri óhollustu af því að það er orðið mett af hráfæðinu,“ segir Solla. „Það sem gerist þegar fólk fer að borða hráfæði í auknari mæli er að það finnur hvað það er hrifið af þessum mat. Fólk missir líka kíló sem gjarnan mega fara og svo hef ég heyrt sögur af því að ýmsir vel- megunarsjúkdómar taka að hjaðna, svo sem háþrýstingur og fleira. Líkaminn fer að verða aftur svolítið ánægður með sig þegar fólk leitast við að koma aftur til upprunans. Ég hef heyrt um grimmustu kjötætur sem koma á Gló og finna að líðanin eftir hráfæðið er einstök og fara að fá sér eina og eina hráfæðimáltíð.“ sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Ástin er leynikryddið Solla Eiríks: „Við erum mjög rausnarleg með ástina í matinn. Ástin er leynikryddið okkar.” Fréttatíminn/Hari Hráfæðikokkurinn Solla Eiríks, sem alla jafna er kennd við veitingastaðinn sinn Gló í Listhúsinu á Engiteig, er að opna útibú í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði eftir helgi. Gló er fádæma vinsæll heilsuveit- ingastaður og er Solla búin að sprengja utan af sér staðinn. Hún færir því út kvíarnar.  Heilsa solla eiRíks oPnaR útibú fRá Gló í HafnaRfiRði www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.