Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 58

Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 58
Trúlofunin endalausa Emily Blunt og Jason Segel (How I Met Your Mother) leika kærustuparið Tom og Violet í gamanmyndinni The Five-Year Engagement, þau smellpassa saman þótt trúarlegur bakgrunnur þeirra sé ólíkur. Þegar Tom biður Violet að giftast sér svarar hún strax játandi. Samkvæmt kúnstarinnar reglum í Bandaríkjunum er sjálfur brúðkaupsdagurinn jafnan ekki langt undan eftir að hringarnir hafa verið settir upp og parið ráðgerir að giftast innan árs. Þetta gengur þó ekki eftir og þrátt fyrir endalausar spurningar og afskiptasemi ættingja, vina og kunningja frestast brúð- kaupið endalaust. Ekki síst vegna þess að Violet fær gott starf í borg fjarri þeirra nánustu. Aðrir miðlar: Imdb: 6.7, Rotten Tom- atoes: 64%, Metacritic: 61% 50 bíó Helgin 11.-13. maí 2012 Hún lætur þó ekki duga að drepa Barabas heldur býr hún honum örlög sem eru miklu verri en dauðinn.  FrumsýndAr Einhvern tíma í framtíðinni hefur verið brugðið á það snilldarráð að geyma hættulegustu fanga jarðar í öruggri fjarlægði í geimstöð einhvers staðar úti í buska. Lockout segir frá mögnuðum átökum sem brjótast út eftir að fangarnir sleppa úr klefum sínum og ná geimstöðinni á sitt vald. Til að bæta gráu ofan á svart er dóttir forsetans í geimstöð- inni þegar fangarnir taka völdin og henni verður að bjarga hvað sem það kostar. Hörkutólinu Snow, sem Guy Pearce leikur, eru þá gefnir þeir afarkostir að fara í fangelsi, fyrir glæp sem hann framdi ekki, eða ráðast til inngöngu í fangelsið og bjarga forsetadótturinni. Hann tekur vitaskuld að sér vonlausa verkefnið og lætur verkin heldur betur tala. Aðrir miðlar: Imdb: 6.8, Rotten Tomatoes: 36%, Metacritic: 48% Guy Pearce hreinsar til í geimfangelsi B örn geta, þrátt fyrir engil-fagra ásjónu, verið grimm og hjá þeim er oft stutt í villidýr- ið ekki síður en hjá þeim fullorðnu. Frumskógarlögmálið ríkir á skóla- lóðinni þar sem þetta leiðinda sam- félagsmein, eineltið, blossar upp þegar tuddarnir þefa uppi þá veik- ustu í hjörðinni og hossa sjálfum sér með því að beita þá andlegu- og líkamlegu ofbeldi. Bandaríska heimildarmyndin Bully tekst á við ömurlegt eineltið með því að segja sögu fimm krakka sem allir þurfa að þola útskúfun og stöðugar ofsóknir án þess að geta sér nokkra björg veitt. Krökkunum er fylgt eftir með kvikmyndatöku- vélinni í skólabílnum, í skólanum og á förnum vegi og alls staðar leynast villidýrin og útdeila eymd og ógeði af einurð og festu. Þjáning krakkana er vægast sagt áþreifanleg í Bully ekki síður en örvænting og ráðaleysi fjölskyldna þeirra sem standa fullkomlega mátt- vana andspænis meininu. Áhuga-, getu- og úrræðaleysi skólastjórn- enda fá einnig sitt pláss. Afneitun- in er ræktuð af elju og rétt bráir af fólki þegar eineltið kostar mannslíf en síðan er augum og eyrum lokað aftur. Bully er því tímabært og þarft spark í rassinn á fólki. Gott spark sem fólk hefur gott af því að fá. Bully tekur virkilega á og er síður en svo auðveld á að horfa en að sama skapi gríðarlega mikilvæg mynd og sem allra flestir ættu að hlunkast til þess að sjá hana, neyða sjálfa sig til þess að opna augun hugsa sinn gang, ræða málin heimafyrir og leggjast á árarnar með þeim sem reyna að sporna gegn óværunni. Bully er mikilvæg mynd og leik- stjórinn Lee Hirsch hefði gjarnan mátt ganga lengra; óneitanlega saknar maður þess að fá ekki að kynnast ófétunum sem stunda ein- eltið. Fókusinn er á fórnarlömb- unum og þeirra nánustu en auðvit- að væri ekki síður fengur að fá að kynnast því hvaða súra sósa gerjast í kollinum á krakkakvikindunum sem stunda eineltið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Bíódómur Bully  Þarft spark í rassinn  Tim BurTon mæTTur AFTur með Johnny depp Skuggalegur frændi Tim Burton er með skemmtilegri og flippaðari leikstjórum sem starfa í hinni oft á tíðum hug- myndasnauðu Hollywood. Hann á að baki sérstaklega farsælt samstarf með leikararnum undur- fagra Johnny Depp og þeir félagar eru nú mættir saman eina ferðina enn í vampírugríninu Dark Shadows. T im Burton vakti athygli og kátínu með draugamyndinni Beetlejuice árið 1988. Þar fór Michael Keaton hamför- um í hlutverki samnefnds draugs sem gerði Alec Baldwin og Geenu Davis lífið leitt. Kea- ton og Burton áttu vel skap saman og ári síð- ar tefldi Burton leikararnum fram í hlutverki sjálfs Leðurblökumannsins þegar Burton blés nýju lífi í þá sívinsælu hetju. Myndin sló hressilega í gegn enda fjörðið mikið þar sem Jack Nicholson sló eign sinni á myndina þegar Burton gaf honum lausan tauminn í hlutverki Jókersins. Vinsældum Batman fylgdi Burton eftir þremur árum síðar með Batman Returns og þar með skildu leiðir með Batman, Keaton og Burton. Á milli Batman-myndanna sendi Burton frá sér hið ljúfsára nútímaævintýri um Edward Scissorhands. Myndin var bergmál af sögunni um Gosa spýtustrák en þar lék Johnny Depp dreng sem mátulega ruglaður vísindamaður býr til. Skaparinn fellur frá áður en honum auðnast að festa hendur á drenginn. Hann situr því uppi með ansi voldugt sett af garðklippum í stað handa sem gerir honum óhjákvæmilega erfitt að fóta sig í veröldinni. Edward Scissorhands markaði upphafið á samstarfi Burtons og Depp sem ekki sér enn fyrir enda á en saman hafa þeir gert Ed Wood, Sleepy Hollow, Charlie and the Chocolate Fac- tory, Corpse Bride, Sweeney Todd: The De- mon Barber of Fleet Street, Alice in Wonder- land og nú síðast Dark Shadows. Í Dark Shadows leikur Depp Barnabas Coll- ins sem flyst ungur að árum, ásamt foreldrum sínum, frá Liverpool í Englandi til Bandaríkj- anna árið 1752. Fjölskyldan litla flytur ekki síst til Bandaríkjanna til þess að reyna að hrista af sér bölvun sem hvílt hefur yfir ættinni. Þau setjast að í bænum Collinsport í Maine og eiga þar tuttugu náðug ár. Þá er Barnabas litli orð- inn stór og er aðalgæinn í bænum. Ríkur, vold- ugur og óforbetranlegur glaumgosi. Honum er þó ekki ætlað að dvelja í þessari Paradís sinni lengi. Hann gerir nefnilega, að hætti glaum- gosa, þau afdrifaríku mistök að svíkja hina fögru Angelique Bouchard í tryggðum. Angelique er, illu heilli, norn og lætur ekki hafna sér þegjandi og hljóðalaust. Hún lætur sér ekki duga að drepa Barabas heldur býr hún honum örlög sem eru miklu verri en dauð- inn. Hún breytir honum í vampíru og grefur hann síðan lifandi. Barnabas liggur síðan í gröf sinni í tvær aldir en rumskar árið 1972 og klórar sig upp á yfirborðið. Heimurinn sem mætir honum þar er vægast sagt frábrugðinn því sem hann þekkti áður og þessi föli glaum- gosi þarf nú að reyna að ná áttum i heimi þar sem glitrar á diskókúlur og dansinn dunar. Barnabas snýr aftur á ættaróðalið þar sem hann hittir fyrir afkomendur sína sem eru býsna skrautlegir og ekki síður ráðvilltir og ruglaðir en hann sjálfur. Glæsihýsi hans er í niðurníðslu og svipaða sögu má segja af niðjum hans. Þegar nornin Angelique skýtur svo upp kollinum, jafn brjálið og áður, hitnar heldur betur í kolunum og blóðsugan þarf að taka á honum stóra sínum til þess að komast undan háskakvendinu og bjarga ættingjum sínum um leið. Johnny Depp er alvanur því að leika furðufugla fyrir vin sinn, Tim Burton, og vampíran Barnabas sver sig í ætt við aðra rugludalla sem Depp hefur túlkað í gegnum tíðina. Guy Pierce gefur ekkert eftir í Lockout. Þrátt fyrir heita ást gengur Tom og Violet illa að koma sér upp að altarinu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.