Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 66

Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 66
B orgarleikhúsið hefur tekið til sýninga leikgerð Ólafs Egilssonar sem byggð er á rómaðri bók Bergsveins Birgis- sonar: Svar við bréfi Helgu, sem kom út 2010 en við er bætt undir- titlinum ástarsaga. Líklega hafa vinsældir bókarinnar orðið til þess fyrst og síðast að leikhúsfólk vill vinna upp úr henni sýningu því ýmsir hafa nefnt að bókin sé illa til þess fallin, þeirra á meðal höf- undurinn sjálfur sem segir í pistli í leikskrá: „Þegar leikhúsfólk hafði samband við mig með það í hyggju að búa til leikrit úr sögu Bjarna Gíslasonar, var mín fyrsta hugsun að það væri ekki hægt. Endur- minningar gamals elliglapins bónda. Leikrit? Varla.“ En, Magn- ús Geir Þórðarson leikhússtjóri lagði peninginn á rétt hross því svo mjög virðast lesendur tryggir bók- inni að uppselt er á fjölda sýninga. Verkið fjallar, í grófum dráttum, um bónda sem á gamalsaldri skrif- ar ástinni í lífi sínu bréf þar sem hann rifjar upp þeirra kynni og þá innri togstreitu sem þau ollu og ein- kenndi líf hans; eftirsjá en jafnframt tilraunir til útskýringa á því hvers vegna hann gat ekki fylgt henni á mölina eins og hún lagði til þegar ástarbrími þeirra stóð sem hæst og hún með barni þeirra. Þar skiptir máli að hann býr á jörð áa sinna og er í barnlausu hjónabandi; kona hans er óbyrja sem þýðir að ekki er um neinn afkomanda til að taka við jörðinni. Þeim sem hér skrifar er nokkur vandi á höndum því flest í sýning- unni er virkilega vel af hendi leyst en samt eru þarna þættir sem ganga illa upp; jafnvel einmitt þau atriði sem takast sérlega vel á einu plani virka illa á því næsta: Styrkur sýn- ingarinnar reynist jafnframt veik- leiki hennar. Í því samhengi er ágætt að líta til leikmyndarinnar sem er til marks um gott samstarf Ólafs Egilssonar, leikstjórans Kristínar Eysteinsdótt- ur og leikmyndahönnuðarins sem er Snorri Freyr Hilmarsson – leik- hús eins og það verður best. Leik- myndin er snjöll; stórir tréplankar umkringja rýmið svo helst minnir á gripahús en býður jafnframt uppá skemmtilega möguleika á lýsingu. Á sviðinu, sem hallar fram eru svo göt eða holur þar sem er vatn sem þjónar margvíslegum tilgangi – bæj- arlækur og haf. Allt er þetta sérlega vel útfært. En gripahúsið, sem er sterk mynd fyrir átthagafjötra, tek- ur sem slíkt jafnframt á sig mynd fangelsis eða rimla. Einn styrkur bókar Bergsveins er að honum tekst að fanga tungu- mál sem er að hverfa, grípa orð í útrýmingarhættu sem varða bú- skaparhætti og sjósókn en eru sér- kennileg á vorum tímum í Reykja- vík. Þetta lingó reyndist uppspretta hláturs í salnum og þegar við bætist stúss í kringum búsmalann, eink- um brundhrútinn stolt Bjarna og svo leikmyndin, gripahúsið – fang- elsið, var Bjarni fyrst og fremst af- káralegur og slappur að vera ekki maður í að rífa sig upp. Og þar er komið að því sem ekki gengur upp í kolli þess sem hér skrifar: Átt- hagafjötrar eru með ýmsu móti og þar spila náttúrumyndir inní, ást til sveitarinnar og í þessu samhengi; trúmennska Bjarna við Unni konu sína sem hér er aukaatriði. Eins og sýningin liggur nær sú þaulreynda leikkona Sigrún Edda Björnsdóttir ekki að kalla fram nokkra samúð með persónu sinni sem þó er fórn- arlamb aðstæðna. Því síður Gunnar Hansson sem Hallgrímur, maður Helgu – Bjarni giljar konu hans sem mest hann má en það snertir ekki kokkálinn vitundarögn, hefur engin áhrif á atburði eða þankagang pers- óna? Án þess stendur eftir paródía á hlálegan sveitamanninn Bjarna sem nær ekki að slíta sig úr viðjum að- stæðna sinna. Þrátt fyrir að þessar dramatísku eigindir, sem miðað við þráðinn ættu að vera til staðar, er sýningin á því plani sem á er keyrt fagmannleg, leikhúslausnir eins og þær gerast bestar; svo að ekki er hægt annað en hvetja fólk til að sjá sýninguna. Þröstur Leó fer virkilega vel með sitt hlutverk, sem og Ilmur Krist- jánsdóttir; samleikur þeirra er með miklum ágætum. Ellert A. Ingi- mundarson og Gunnar bregða upp myndum af mannlífinu í sveitinni af mikilli kúnst. Lýsing, tónlist og bún- ingar er vel af hendi leyst; reyndar eru allir strengir einkar vel saman stilltir og Kristín leikstjóri hlýtur að fá prik fyrir það. Jakob Bjarnar Grétarsson Niðurstaða: Þó dramatískar eigindir skorti leið- ist manni ekki Bréf til Helgu nema síður sé – á því plani sem unnið er; leikhús eins og best verður á kosið.  Bréf til Helgu Bréf til Helgu - ástarsaga/Leikgerð: Ólafur Egilsson (byggt á bók Bergsveins Birgissonar)/Leikstjóri: Kristín Eysteins- dóttir/Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson/Búningar: Stefanía Adolfsdóttir/Lýsing: Björn Bergsteinsson/Tónlist: Frank Hall. Borgarleikhúsið Einkennilegir átthagafjötrar 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Sun 10/6 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli. Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 12/5 kl. 14:00 lokas Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar! NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Mið 16/5 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Hótel Volkswagen (Stóra sviðið.) Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 lokas Eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Fös 1/6 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 9/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 12/5 kl. 13:00 Lau 12/5 kl. 14:30 aukas Sun 20/5 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 20/5 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Fim 24/5 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Afmælisveislan (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Uppselt í maí - örfá sæti laus í júní. Bliss (Stóra sviðið) Mán 21/5 kl. 12:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Sun 20/5 kl. 17:00 Frumsýn. Þri 22/5 kl. 19:30 Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Á Listahátíð í Reykjavík 2012 Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mán 14/5 kl. 19:30 Lau 19/5 kl. 16:00 Sun 20/5 kl. 16:00 AUKASÝNINGAR Í MAÍ tryggðu þér sæti MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! NÁTTÚRAN KENNIR SKEPNUM AÐ ÞEKKJA VINI SÍNA CORIOLANUS RALPH FIENNES GERARD BUTLER SJÁÐU DAGSKRÁNA Á WWW.ISALP.IS 16.-17. MAÍ 58 menning Helgin 11.-13. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.