Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 68
Fólk var náttúrlega miður sín yfir þessu þannig að ég held að þetta sé góð lausn. Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1000 km* Metan 8.442 kr. Dísil 13.484 kr. Bensín 18.158 kr. www.volkswagen.is Metanlegur sparnaður Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat * Miðast við almennt verð á eldsneyti hjá Olís 8. maí 2012 Passat kostar aðeins frá 3.990.000 kr. Voyage, eins og það leit út í Hull, áður en þjófarnir námu það á brott. Kjartan Sveinsson, sem rak bílaþvottastöðina í Sigtúni í hartnær fjörtíu ár, er í dag einn af dygg- ustu viðskiptavinum Bón og þvottastöðvarinnar sem opnaði á Grjóthálsi í lok árs 2011. Ari Rafn Vilbergsson, núverandi eigandi Bón- og þvotta- stöðvarinnar, keypti einmitt reksturinn í Sigtúni fljótlega eftir að Kjartan lét af störfum og rak stöð- ina í Sigtúni þar til hún vék fyrir nýju skipulagi. Stöðin hefur nú opnað á nýjan leik á Grjóthálsi og því má til sanns vegar færa hún sé elsta sjálfvirka bílaþvottastöð landsins. Ari Rafn segir að strákarnir á stöðinni hafi alltaf mjög gaman af því að þrífa bíl Kjartans, enda sér- lega glæsilegur gripur þar á ferð. Kjartan ekur um á glæsilegum Lincoln Continental sem hann keypti nýjan árið 1978 og hefur haldið vel við alla tíð. Bíll- inn var smíðaður í tilefni af 75 ára afmæli Ford og aðeins 500 slíkir voru framleiddir. Eins og sést á meðfylgjandi mynd fór sérlega vel á með þeim fé- lögum sem hafa sannarlega upplifað tímana tvenna í bílaþvottinum. Kjartan, sem er 86 ára gamall, segist hugsa með hlýju til þess tíma þegar hann rak bílaþvottastöðina í Sigtúni. „Á sólríkum dögum var stundum röð hjá mér alla leið upp á Laugaveg. Þegar ég kom hingað í Grjóthálsinn til Ara í fyrsta sinn og bílinn rann í gegn, þá fannst mér eins og ég væri kominn aftur í gömlu stöðina mína í Sigtúni. Mér fannst eins og ég væri kominn heim,“ sagði Kjartan. -óhþ  Þrif BílaBón Lætur bóna bílinn í gömlu bónstöðinni sinni Kjartan og Ari við Lincoln-ferlíkið.  list steinunn endurgerði stolið listaverk Öryggismyndavélar vakta bronsstyttu í Hull Síðasta sumar hvarf „Voyage“, eða „För“, listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur, af stalli sínum á hafnar- bakkanum í Hull. Talið var víst að rummungarnir sem rændu blýþungu bronsverkinu hafi brætt verkið og selt málminn. Verksins var sárt saknað í hafnarborginni og í dag, föstudag, verður endurgerð verksins afhjúpuð á sama stað. Og nú á allt að vera pottþétt og Steinunn telur víst að verkið fái nú að standa á sínum stað um ókomna tíð. t jónið vegna listaverkaþjófnaðarins hefði í raun verið óbætanlegt ef verkið hefði ekki átt systurverk heima á Ís- landi. „Verkið var einfaldlega gert aftur,“ segir Steinunn. „Við vorum svo heppin að verkið var í rauninni til ennþá. Annars hefði þetta eigin- lega ekki verið hægt,“ segir Steinunn og vísar til þess að verkið var í tveimur hlutum. Annar hluti þess var í Hull en hinn í Vík í Mýrdal og því var hægt að taka mót af verkinu í Vík til að endurgera verkið í Hull. Verkið var gert til minningar um breska sjómenn sem fórust við Íslandsstrendur og til þess að fagna þúsund ára sambandi Íslands og Bretlands. Einnig voru 30 ár liðin frá lokum síðasta þorskastríðs. Fígúrurnar horfðust síðan á yfir hafið þang- að til sú í Bretlandi hvarf. Líklega í bræðsluofn. Steinunn er þó hvergi bangin og notaði sama eftirsótta hráefnið í eftirmyndina. „Já, það á ekki að gefast upp gagnvart þessu,“ segir hún og hlær. „Öryggismyndavélar verða nær verkinu núna og frekari ráðstafanir gerðar. Verkið verður líka fest aðeins öðruvísi niður og líklega hefur frágangurinn ekki verið alveg 100 prósent hjá þeim síðast en þetta á að vera alveg pottþétt núna.“ Steinunn gerði verkið til að fagna þúsund ára sambandi Íslands og Bretlands og afkom- endum breskra sjómanna, sem sigldu frá Hull en fórust í skipsskaða, þótti sárt að horfa á eftir verkinu sem þeir tengja tengdu við minningu látinna ástvina. Endurkomunni er því tekið fagnandi í Hull. „Fólk var miður sín yfir þessu þannig að ég held að þetta sé góð lausn og frábært að þau ákváðu strax að ráðast í endurgerðina og það er bara almenn gleði með þetta.“ „Voyage“ var á sínum tíma samvinnuverkefni breska utanríkisráðuneytisins, ríkisstjórnar Íslands, borgaryfirvalda í Hull og Víkur í Mýrdal. Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í London, og Colin Inglis, borgarstjóri Hull, munu afhjúpa verkið á föstudag. Steinunn segir Inglis hafa átt stóran þátt í að verkið varð að veruleika í upphafi en hann var forseti borgar- stjórnar þá. Alp Mehmet, fyrrum sendiherra Breta á Íslandi, tók einnig þátt í verkefninu og hann verður einnig viðstaddur afhjúpunina. Verkið var fyrst afhjúpað 23. júní árið 2006 og Steinunn segist vonast til þess að það verði nú afhjúpað í síðasta skipti. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Pétur Bjarnason myndhöggvari vinnur að því að taka silikonmót af verkinu. Steinunn Þórarins- dóttir við verkið á afhjúpunardeginum 23. júní 2006. 60 dægurmál Helgin 11.-13. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.