Fréttatíminn - 14.09.2012, Page 12
K Kosningavetur hófst með setningu Alþingis í vikunni. Þingið verður í styttra lagi enda kosið, að óbreyttu, til þings ekki síðar en í apríllok. Kosningarnar, flokksþing og forystu-kjör munu setja svip á þingið en ekki síður
val á framboðslista, hvort heldur verður með
prófkjöri eða öðrum hætti.
Þingið sem nú situr er um margt sérstakt
enda kosið vorið 2009, við áður óþekktar
ástæður, þegar upplausnar-
ástand ríkti í þjóðfélaginu í
kjölfar hruns bankakerfisins
og þeirrar efnahagsóreiðu
sem fylgdi. Kallað var eftir
breytingum. Það leiddi meðal
annars til þess að af 63 þing-
mönnum voru 27 nýir þing-
menn kosnir til Alþingis en
það er mesta endurnýjun á milli
kosninga í sögu lýðveldisins.
Valdahlutföll breyttust. Átök
hafa verið á Alþingi, og innan
ríkisstjórnar, allt kjörtímabilið og um þverbak
keyrði á liðnu vori þegar afar umdeild stórmál
voru til umfjöllunar og hvorki gekk né rak.
Afstaða almennings til Alþingis hefur komið
skýrt fram í skoðanakönnunum undanfarin
misseri. Virðing gagnvart þessari elstu og
helstu stofnun þjóðarinnar hefur farið þverr-
andi og traustið hefur dvínað sem sést af því
að árabilinu 2003 til 2008 treystu 30-44 pró-
sent Alþingi en samkvæmt könnun Capacent
snemma í vor var traustið komið niður í 10
prósent.
Eðlilegt er því að forseti Íslands hafi vikið
að vanda Alþingis þegar hann setti þingið
og minnti á að löggjafinn væri hornsteinn
lýðræðis. „Sú stofnun sem setur lögin þarf
að njóta trausts ella er hætta á að ákvarðanir
glati áhrifamætti,“ sagði forsetinn og bætti
við að mikið væri í húfi fyrir þjóðina og stofn-
anir hennar, að á komandi vetri verði tekið
á vanda Alþingis, leitað lausna til að efla álit
þess meðal almennings.
Rétt er það hjá forsetanum en lausnin er
ekki sú að hann auki afskipti sín af setningu
laga umfram það sem tíðkast hefur, eins og
hann sagði í ræðu sinni að kröfur væru um.
Affarasælast er að löggjafarvaldið verði hér
eftir, sem hingað til, í höndum Alþingis og
aðkoma forsetans ekki önnur en formleg.
Ýmsu má breyta og verður væntanlega gert
við endurskoðun stjórnarskrárinnar, meðal
annars því að ákveðið hlutfall kjósenda geti
krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem
Alþingi hefur sett. Umdeildur málskotsréttur
forsetans verður þar með óþarfur.
Í því sambandi má vitna til nýlegrar greinar
Vilhjálms Þorsteinssonar stjórnlagaráðsfull-
trúa. Þar sagði meðal annars: „Sumir segja að
forseti lýðveldisins eigi þá að vera mótvægi,
eða jafnvel „brjóstvörn þjóðarinnar“, gagnvart
hinu „ónýta“ Alþingi. Þetta er að mínu mati
afar vanhugsað. Alþingi starfar í umboði full-
veldishafans, þjóðarinnar. Þingið er æðsta
valdastofnun landsins og vettvangur full-
trúalýðræðisins. Þar koma saman flokkar og
einstaklingar sem endurspegla ólíkar skoð-
anir kjósenda. Fulltrúalýðræði, og lýðræði
almennt, getur vissulega verið pirrandi á köfl-
um, þreytandi til lengdar og virst óskilvirkt
þegar hver höndin er uppi á móti annarri. En
það er – þrátt fyrir gallana – besta aðferðin
sem mannkynið þekkir til að fara með stjórn
sameiginlegra mála hvers samfélags.
Forseti, þótt þjóðkjörinn sé, er á hinn bóg-
inn aðeins einn einstaklingur. Hann eða hún
byggir orð sín og gjörðir þegar til kastanna
kemur á einni sannfæringu og einni dóm-
greind. Enginn er svo óskeikull að taka ætíð
réttustu ákvörðun sem völ er á. Þá er alþekkt
að vald spillir smám saman, beint og óbeint.
Það getur þurft sterk bein til að standast
freistingar og láta ekki upphafna stöðu emb-
ættisins taka sig úr jarðsambandi og hlaupa
með sig í gönur. Nei, lausnin hlýtur að vera sú
að endurbæta fulltrúalýðræðið og starfshætti
þingsins.“
Þótt deila megi um ýmsar tillögur stjórn-
lagaráðs er þetta það sem bíður alþingis-
manna nú, og ekki síður þeirra sem kjörnir
verða næsta vor. Þingmennirnir starfa í
umboði þjóðarinnar og verða að vinna traust
hennar og virðingu á ný.
Alþingi og forsetinn
Löggjafarvaldið er þingsins
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
fyrir viðskiptavini
á bílstólum
20% afsláttur
Ticket to heaven galli
Verð frá 11.990
vatns og vindheldur.
Frábær við íslenskar aðstæður.
Simo barnavagn 2012
www.fa.isAkureyri: Kaupvangsstræti 1 - S: 462 6500 · Opið: Mán. - Fös: 11-18 Lau: 12-16
Reykjavík: Bíldshöfða 20 (Húsgagnahöllin) - S: 562 6500 · Opið: Mán. - Fös: 10-18 Lau: 10-16 Sun: 13-16.
... allt fyrir börnin
Fundir og ráðstefnur
Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn
fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa.
Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi,
flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf
varðandi veitingar og annað sem huga þarf að.
GLÆSILEGUR VEISLUSALUR!
Náttúruparadís í hjarta borgarinnar
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Vá býr í lofti
Sjálfstæðisflokurinn má ekki verða
teboðshreyfing Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, alþingiskona Sjálf-
stæðisflokksins, virðist hafa
nokkrar áhyggjur af því
að einhverjir flokksfélagar
hennar séu á villigötum
og horfi of stíft til öfgaafla
innan Repúblíkanaflokksins í
Bandaríkjunum.
Ekkert te, bara Braga kaffi
Ég hef zero tolerance fyrir svona
kjaftæði Þorgerður Katrín.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður
Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar formanns
Framsóknarflokksins,
brást hinn versti við
þegar Þorgerður Katrín
setti harðlínufólk
í Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokki undir
tehettu Söru Palin.
Denny Crane!
Það er kannski svolítið eins og að fara
að selja ost til Sviss að fara að selja
lögfræðidrama til Bandaríkjanna.
Sigurjón Kjartanson, handritshöfundur
lögfræðiþáttanna Réttur, sér kómíska
hlið á því að Bandaríkjamenn
ætli sér að endurgera þættina
fyrir heimamarkað sinn en Kaninn
fjöldaframleiðir lögfræðidrömu af
miklum móð og hefur gert áratugum
saman.
Hennar eigin am-
bögur
... sminkurnar á RUV sáu
um förðunina og ræðuna
skrifaði ég sjálf – sama
hvað spunameistarar segja
en sumir halda að ég sé með
ræðuskrifara – tómt kjaftæði.
Sú vaska framsóknarþingkona Vigdís
Hauksdóttir sagði Eiríki Jónssyni frá
því hvar og hvernig hún stíliseraði
sig fyrir umræður um stefnuræðu
forsætisráðherra. Og hreinsaði um
leið saklaust fólk af grun um að vera
ræðuskrifarar hennar.
Lengi er von á einum
Vigdís þú ert til sóma!
Snorri Óskarsson, oftast er kenndur við
Betel, hefur staðið í eldlínunni undanfarið
en steig fram í athugasemdakerfi dv.is
Vigdísi Hauksdóttur til stuðnings. Snorri
var sérstaklega ánægður með að Vigdís
skyldi hafa snuprað Róbert Marshall
fyrir að hafa skrópað í guðsþjónustu fyrir
þingsetningu.
Bænheyrður!
Ég og Vigdís Hauksdóttir erum frá
og með deginum í dag ekki lengur
sessunautar í þinginu. Guði sé lof fyrir
það.
Róbert Marshall var ekki jafn hress með
Vigdísi og þær skammir sem hann fékk
frá henni. Þakkaði Guði en láðist að gera
það í Dómkirkjunni.
ViKan sem Var
,,Það er mér mikill heiður að vera maður
vikunnar. Vikan hefur verið annasöm og ekki
síður vikurnar þar á undan þegar undir-
búningur fyrir fjármálafrumvarpið stóð sem
hæst. Það krefst ekki mikils hugrekkis
að hækka tóbaksgjaldið, miklu frekar
umhyggju fyrir ungu fólki sem vonandi
notar peningana sína í annað en tóbak eftir
hækkunina,” segir Oddný G. Harðardóttir
fjármála- og efnhagsráðherra en hún mun
svo láta af starfi um næstu mánaðamót
en þá kemur Katrín Júlíusdóttir úr
fæðingarorlofi.
MaðuR vikunnaR
Annasamri viku
að ljúka
12 viðhorf Helgin 14.-16. september 2012