Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 18
B ylgja Kærnested lætur sér ekki nægja að bjarga mannslífum á vinnutíma
heldur nýtir hún frítímann einnig
í þágu sjúklinga sinna. Hún er
hjúkrunardeildarstjóri hjartadeild-
ar Landspítalans en hefur einnig
staðið fyrir söfnun á búnaði fyrir
sjúklingana sem deildin hafði ekki
ráð á að fjárfesta í vegna niður-
skurðar. Tuttugu konur á hjarta-
deild hlupu í fyrra í Reykjavíkur-
maraþoni og söfnuðu áheitum.
Afraksturinn var nær hálf milljón
króna sem notuð var til þess að
kaupa loftdýnu fyrir veikustu
sjúklinga hjartadeildarinnar, sjúk-
lingana sem geta lítið sem ekkert
hreyft sig og eiga á hættu að fá
legusár.
Svona er staðan á hjartadeild.
Þar er ekki hægt að fjárfesta í
búnaði sem þessum. En Bylgja fór
ekki í hjúkrun launanna vegna.
Hún valdi hjúkrun því hún vill láta
gott af sér leiða. Hún hlakkar til á
hverjum morgni að fara í vinnuna
– og segir það forréttindi.
Forréttindi Bylgju felast í því að
láta nánast ómögulega hluti ganga
upp svo bjarga megi mannslífum.
Starfsfólki á Landspítalanum hef-
ur fækkað, laun þess hafa lækkað,
sjúklingum fjölgað og þeir eru
Með líf fólks í höndum sér
Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri hjartadeildar Landspítalans, fór ekki í hjúkrun launanna
vegna. Hún valdi hjúkrun af því að hún vill láta gott af sér leiða. Hún hlakkar til á hverjum
morgni að fara í vinnuna – og segir það forréttindi. Forréttindi Bylgju felast í því að láta nánast
ómögulega hluti ganga upp svo bjarga megi mannslífum, líkt og Sigríður Dögg Auðunsdóttir
komst að þegar hún hitti hana á fjórðu hæð á Landspítalanum við Hringbraut.
veikari en áður því einungis þeir
allra veikustu eru lagðir inn og
tækjabúnaður er úr sér genginn.
Ekkert má klikka – og allir leggj-
ast á eitt.
Tuttugu ára mónitorar
Sumir mónitorarnir á sjúkrastof-
unum eru yfir tuttugu ára gamlir.
Þeir eru lífsnauðsynleg tæki sem
segja til um ástand sjúklingsins.
Starfsfólk leggur á sig aukna vinnu
til þess að koma á móts við þörfina á
nýjum tækjum. Sjúklingar eru sífellt
færðir á milli tækja þannig að veik-
ustu sjúklingarnir fái tækin sem
eru nýjust og ólíklegust til að bila.
Því það er ekki hægt að færa tækin.
Það er hins vegar hættulegt að færa
veika sjúklinga. Hættan sem skap-
ast ef tækin bila er þó meiri. Það
eru alltaf mannslíf í húfi. „Við höf-
um þurft að leita til velunnara með
endurnýjun á tækjabúnaði vegna
fjárskorts á Landspítala og má geta
þess að Hjartaheill - Landsamtök
hjartasjúklinga hafa mikið stutt við
bakið á deildinni í þágu sjúklinga.
Þeir gáfu til dæmis í fyrra sjónvörp
á flestar stofur deildarinnar og einn
monitor. Þetta er ómetanlegt fram-
lag og við erum þeim mjög þakklát,”
segir hún.
Auðvitað vill Bylgja, eins og
allir aðrir, geta tryggt öryggi allra
– alltaf. Stærstu áhyggjur hennar
varðandi rekstur hjartadeildar-
innar eru hins vegar tækjaskortur-
inn. „Hér er valinn maður í hverju
rúmi,“ segir hún um starfsfólk sitt.
„Ég gæti hins vegar ekki fækkað
fólki meira. Þá yrði hættulegt að
liggja hjá mér,“ segir Bylgja.
Bylgja ólst upp í Breiðholti og fór
með vinkvennahópnum í Kvennó.
Henni fannst spennandi að fara í
miðbæinn og yfir því var ákveðin
rómantík. Úr Kvennó lá leiðin í
hjúkrun í Háskóla Íslands. „Ég
hafði áhuga á þessu mannlega við
hjúkrun og vildi láta gott af mér
leiða og geta verið til staðar fyrir
sjúklingana,“ svarar hún þegar
hún er spurð hvers vegna hún hafi
valið hjúkrun. „Hjúkrunarfræð-
ingar geta haft mikil áhrif á með-
ferð og horfur sjúklinga. Fólk gerir
sér ef til vill ekki grein fyrir því í
hverju starf hjúkrunarfræðings
felst fyrr en það leggst sjálft inn á
spítala eða einhver nákominn því.“
Lestrarhestur á hestbaki
Bylgja er þriggja barna móðir. Hún
á 15 ára dóttur sem hóf nýverið
nám í Menntaskólanum í Reykja-
vík og 10 og 6 ára syni. Hún er
mikil fjölskyldukona og notar
gjarnan sinn frítíma í með börnum
sínum og fjölskyldu. Þegar hún er
ekki í vinnunni eða að njóta sam-
vista með börnunum sínum stund-
ar hún í hestamennsku. „Ég var í
hestamennsku með afa mínum í
gamla daga og hef tekið upp þráð-
Allir svo yndislega góðir
Gyða Ólafsdóttir er einn af sjúk-
lingunum á hjartadeild. Hún fékk
vægt hjartaáfall í júlí og var ný-
lögst aftur inn vegna gruns um nýtt
áfall. Hún lætur vel af starfsfólk-
inu á deildinni en segir aðbúnaðinn
mega vera betri.
„Það er mjög gott að liggja hér.
Allir eru svo yndislega góðir að ég
á ekki orð yfir það,“ segir Gyða.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Gyða þarf að leggjast inn á spítala,
„enda er ég orðin svo gömul,“ segir
hún, „85 ára.“
Hún liggur á fjórbýli en hefur
ekki reynt það fyrr. Aðspurð segir
hún umganginn dálítið óþægilegan
þótt hann hafi ekki truflað sig mik-
ið. „Verst er að komast á klósett-
ið. Það er svo langt að fara,“ segir
hún, en ekkert salerni er á sjúkra-
stofunni. „Það mætti tína margt til
sem betur mætti fara. Við erum til
dæmis ekki með sjónvarp,“ bætir
hún við.
Hún er afskaplega ánægð með
hjúkrunarfræðingana þótt hún seg-
ist finna fyrir því að fjöldi starfs-
manna sé í lágmarki. „Stundum er
eins og það sé skortur á starfsfólki
og hjúkrunarfræðingarnir séu ekki
nógu margir,“ segir Gyða. „Starf
þeirra er fórnfúst og mikilvægt.
Ég gerði mér enga grein fyrir því
hvers eðlis starf þeirra er fyrr en
ég lagðist sjálf inn á spítala.“
Hún segist vel sjá þörfina fyrir
nýjan spítala. „Vissulega er þörf á
nýjum spítala. Það er allt orðið svo
svakalega lúið. Það er agalegt að
það skuli ekki vera hægt að kaupa
tæki án þess að allt fólkið í landinu
skuli þurfa að safna fyrir þeim. Það
á að vera sjálfsagt mál að kaupa ný
tæki,“ segir Gyða.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
Framhald á næstu opnu
Fólk gerir sér
ef til vill ekki
grein fyrir
því í hverju
starf hjúkr-
unarfræð-
ings felst
fyrr en það
leggst sjálft
inn á spítala
eða einhver
nákominn
því.
Bylgja
Kærnested:
„Ekkert má
klikka – og
allir leggjast
á eitt. Það eru
alltaf manns-
líf í húfi.“
18 viðtal Helgin 14.-16. september 2012