Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 27

Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 27
Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn EINN SMELLUR og þú tekur stöðuna H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 7 8 9 NÝJA ARION APPIÐ Við kynnum Arion appið, nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi. Með Arion appinu getur þú tekið stöðuna á reikningunum þínum, séð nýjustu færslur og ógreidda reikninga með einum smelli. Þú finnur upplýsingar um appið á arionbanki.is. toppstarfi. Það vinnur frá hjartanu og það skiptir máli. Það væri ekki hægt að hafa fólk í þessu sem sæi starfið sem vinnu. Það þarf að hafa hjartað í lagi til að sinna honum svo honum líði sem best.“ Sigrún tekur við: „Það er ekki annað hægt en að þykja vænt um börnin. Ég vinn líka inni á bráðamóttöku barna. Þótt gaman sé að hitta þau þá eru þeir skjól- stæðingar sem við hittum heima fyrir þeir sem við eigum svolítið í.“ Óli hælir einnig starfsfólki Kópavogsbæjar ásamt því á Greiningarstöð ríkisins. „Allir sem koma að Kerani í dag standa sig mjög vel.“ Fagnar fjáröfluninni Standa vinir með þér? „Maður einangrast. Ég get svo lítið gert með vinunum. Þegar vinirnir fara út kemst maður ekki með. Ég veit þeir eru þarna einhversstaðar, en sam- bandið minnkar stöðugt.“ Óttast fólk þig ekkert? „Jú. Það var eins og við hefðum eignast skrímsli. Það þorði enginn að koma og fólk var hrætt við hann. Eins hafa ættingjar lítið viljað passa eða setja sig inn í stærra hlutverk. Þeir hafa ekki treyst sér í það. Enda þurfa öll handtök að vera rétt,“ segir Óli. Hann fagnar fjáröflun Á allra vörum sem safnar fyrir stuðningsmiðstöð fyrir foreldra alvarlega, langveikra barna. „Eins og staðan er í dag þarf að sækja til margra stofnana út um allan bæ. Væri ekki þægi- legt ef hægt væri að nálgast upplýsingarnar á einum stað? Að maður þyrfti ekki alltaf að vera að finna upp hjólið? Þannig er kerfið oft í dag.“ Ekki tilbúin svo ung fyrir sorgina Nú þegar feðgarnir standa einir í daglegu amstri lítur Óli um öxl. Hann segir ofboðs- lega erfitt fyrsta árið í lífi Kerans hafa haft gríðarleg áhrif á samband ungu foreldr- anna. „Við vorum sjálf bara krakkar. Við hefð- um hugsanlega getað sinnt heilbrigðu barni eins og Alexander. Hann gefur manni svo mikið með bjánalátum sínum. Það var gam- an að Kerani en hann tók líka svo mikið frá okkur. Þetta var svo erfitt og við fundum fyrir mikilli sorg yfir öllum hlutunum sem hann átti eftir að fara á mis við og við áttum eftir að fara á mis við. Fyrsta árið áttum við heima uppi á spítala, sjúkraflug, sjúkrabíl- ar... Þetta var svo yfirþyrmandi,“ segir hann. „Allt í einu vorum við, krakkar, komnir með eitt veikasta barnið á landinu. Við vor- um ekki í stakk búin fyrir það. Við hefðum getað sinnt heilbrigðu barni, og við sinntum Kerani vel, en það hafði áhrif á allt annað. Það hafði áhrif á vinina, sambandið. Það hafði áhrif á líf okkar. Við vorum með plön þegar hann fæddist. Við ætluðum að flytja vestur. Ég ætlaði á sjó og við ætluðum að safna peningum og lifa góðu lífi. Svo fædd- ist hann. Öllu var snúið á hvolf þegar grein- ingin kom og plönin farin. Það var settur punktur.“ Hann er hugsi. „Og þegar ég hugsa til baka og til þess hvernig var að vera með Alexander skil ég ekki hvernig við fórum að þessu. Ég skil ekki hvernig við gátum tekið Keran og hrist hann til svo hann gæti opnað augun á ný. Reyna að koma lofti í hann til að halda mettun. Allt í gangi og sjúkrabíllinn á leið- inni. Svo var maður búinn á því í marga daga. Maður lá fyrir, búinn á því andlega. En þetta gerðum við. Í dag erum við miklu sjóaðari. Við sjáum hver mettunin er, erum þrautþjálfuð í að bregaðst við aðstæðun- um,“ segir Óli. Óli óttast endinn „Þessi reynsla hefur þroskað mig mikið.“ En er þetta þroski sem þú vildir vera án? „Nei, þetta er búið að gera mér gott og ég er enn að læra,“ segir hann. „Ég hef verið að hugsa um lífið þegar hann fer. Lífið síð- ustu þrjú og hálft ár hefur snúist um Ker- an. Allar ákvarðanir hafa snúist í kringum hann. Og ég vil vitna í viðtalið við Hönnu [Sigurrósu Ásmundsdóttur í DV] þar sem hún segir að hún sé umönnunaraðili dótt- ur sinnar. Þannig er það líka hjá okkur. Ég er í ákveðnu hlutverki núna sem ég veit ekki hvernig verður þegar hann fer. Því þá fer það líka. Þetta verður skrítið og ég get ekki ímyndað mér það.“ En þú óttast þessa stund samt? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það. Þetta er barnið mitt.“ gag@frettatiminn.is Hvað hrjáir Keran? Keran er með SMA1 (e. Spinal Muscular Atrophy) sem er alvarlegur taugahrörnunar- sjúkdómur. Þetta er erfðasjúkdómur sem flokkaður er í fjóra undirflokka. Einstaklingsbundið er hve alvarlegur sjúkdómurinn er en spannar allt frá því að viðkomandi lætur lífið, skömmu eftir fæðingu, til þess að sjúkdómurinn hefur tiltölulega lítil áhrif á líf viðkomandi. Algengast er þó að sjúkdómurinn hafi veruleg áhrif á líf þeirra sem hann hafa. Börn með SMA1 greinast venjulega fyrir 6 mánaða aldur og í flestum tilvikum fyrir 3 mánaða aldur. Þau geta ekki setið óstudd, eiga erfitt með andardrátt og að kyngja. Rúmlega helmingur þeirra sem haldnir eru SMA sjúkdómnum eru með SMA á stigi 1 og látast þeir flestir fyrir tveggja ára aldur, en aðrir hafa lifað allt fram að unglingsárum. Heimild: http://fsma.ci.is Venjulegt gen Gallað gen á allra vörum 27 Helgin 14.-16. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.