Fréttatíminn - 14.09.2012, Page 34
ILVA Korputorgi s: 522 4500
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
www.ILVA.is
Nýjar
Nýjar
vörur
erum að taka upp -
einfaldlega betri kostur
nýtt
sALoon fLowers
Ljósakróna með
9 skermum.
49.900,-
Þ egar Märtha Louise Noregs-prinsessa og Elisabeth Nor-deng hittust fyrst fyrir tæpum
tíu árum voru þær á námskeiði um
skyggnigáfnu. Staðurinn var Osló en
líklega var enginn hissa á að prins-
essan færi sínar eigin leiðir. Það hafði
hún alltaf gert og stóð með sjálfri sér
og sannfæringu sinni. Þetta varð þó ekki „vinátta við
fyrstu sýn“, þær höfðu verið saman á námskeiðinu í tvö
og hálft ár þegar þær urðu vinkonur og hófu samvinnu.
Märtha Louise prinsessa og Elisabeth Nordeng segja
það ekkert leyndarmál að þær eigi samskipti við engla
og hafa skrifað tvær bækur um þá upplifun sína. Sú
fyrri, „Hittu verndarengil þinn“, kom út fyrir þremur
árum og nú kemur út í íslenskri þýðingu bókin „Leynd-
armál englanna“. Þær Elisabeth og Märtha Louise eru
komnar til landsins til að kynna og árita bók sína og
halda jafnframt fyrirlestur um upplifun sína af englum
á sunnudagsmorguninn í sal Þjóðdansafélags Reykja-
víkur, Álfabakka 14, klukkan 10 til 12.
Meðal þess sem höfundarnir segja um bókina er
eftirfarandi: „Þú munt sjá tækifæri þar sem aðrir sjá
hörmungar, þú munt sjá ljós þar sem aðrir sjá myrkur
og þú munt geta skapað kringumstæður sem eru til
góðs fyrir þig og þá sem þú elskar.“
Reyndi að vera „eðlileg“ eins og hin börnin
Þegar ég spyr þær hvenær og hvernig þær hafi fyrst
upplifað tengsl sín við engla verður Märtha Louise
fyrir svörum:
„Elisabeth átti í samskiptum við engil sem hún kall-
aði „Stelpuna“ þegar hún var barn, en hún lokaði fyrir
samskiptin og reyndi að vera „eðlileg“ eins og allir aðr-
ir. Sjálf á ég ekki beinlínis minningar frá bernskuárum
mínum sem tengjast englum, en minnist þess að hún
hélt að allir fyndu fyrir þeim tilfinningum sem ég tók
inn á mig frá öðrum. Þegar ég var rúmlega tvítug las
ég bók sem heitir „Spurðu englana þína“ („Ask your
angels“) og upplifði þá tenginguna mjög sterkt. Það
opnaði djúpt samband milli mín og englaheimsins.“
„Það var eðlilegt í mínum augum að vera í sambandi
við verndarengil minn,“ segir Elisabeth. „Þegar ég
var í sambandi við þennan kraft þarfnaðist ég einskis
annars – ég fann fyrir öryggi og var umvafin kær-
leika. Það rann svo upp fyrir okkur báðum löngu áður
en við kynntumst að fólkið í kringum okkur skynjaði
hlutina ekki á sama hátt og við. Það varð til þess að við
reyndum að loka á þessi sambönd og tilfinningar og
misstum þannig leiðsagnarkerfið fyrir lífið sem okkur
var gefið. Við urðum feimnar, óöruggar, einmana og
okkur leið einkennilega. Samt blundaði í okkur báðum
forvitni sem leiddi okkur áfram.“
Rósailmur og kærleiksrík nærvera
„Á fyrsta fundi mínum með verndarengli mínum fann
ég rósailm og kærleiksríka nær-
veru sem var svo sterk að ég gat
ekki litið framhjá henni.. Frá þeim
degi breyttist lífið hægt, en örugg-
lega og ég fór að skoða andleg mál
af alvöru, byrjaði að fylgja hjarta
mínu og endaði á námskeiði um
skyggnigáfu þar sem Elisabeth var
líka þátttakandi og þar hófst vinátta okkar síðar.“
Treystum bæði á Guð og engla
Þær segja fyrstu upplifun sína af að hitta engil síður
en svo hafa verið vandræðalega og fremur megi líkja
þessu við að þær hafi verið að hitta vin. Verndarenglar
þeirra hafi verið þeim sem birtust þeim fyrst. En eru
englar almennt viðurkenndir í Noregi eða eru margir
sem leggja ekki trúnað á frásagnir ykkar?
„Fleiri og fleiri samþykkja skoðanir okkar og trúa
á engla eins og við, en vissulega verður alltaf einhver
hluti sem mun ekki trúa á engla. Hvað okkur sjálfar
varðar finnst okkur mjög mikilvægt að treysta bæði á
Guð og englana. Og svo verður hver og einn auðvitað
að treysta á sjálfan sig.“
Þær segja trú sína á engla ekkert hafa með það að
gera að þær hafi ekki verið sáttar við sjálfar sig og líf
sitt.
„Nei, alls ekki. Við vorum bara forvitnar stelpur sem
voru alltaf vissar um að það væri eitthvað meira og
stærra „þarna úti“. Við erum bæði líkami og sál og þess
vegna minna englarnir okkur stöðugt á að við erum
guðlegar verur. – Það er hægt að spyrja englana að
öllu, á hvern þann hátt sem hver vill og eins oft og fólk
vill. Þannig geturðu beðið þá um leiðsögn ef það er það
sem þér finnst þú mest á að halda á einhverri stundu.“
Í feluleik með engli
Í bókinni segir Märtha Louise meðal annars frá því
þegar hún týndi lyklum á gríðarstórri grasflöt. Hún
hafði leitað lengi og var búin að gefa upp vonina að
finna þá þegar henni datt í hug að biðja engilinn
Chamuel um aðstoð:
„Dóttir mín var í kór. Utan við staðinn þar sem
kóræfingarnar voru var stór grasflöt. Ég fór með dóttur
mína inn og þar sem það var fallegur haustdagur og
ég þurfti að hringja mörg símtöl gekk ég um grasflöt-
ina meðan ég talaði. Ég settist hér og þar en að mestu
gekk ég um á meðan ég talaði. Daginn eftir átti að vera
kennsla í Astarte Education og þegar ég stóð fyrir utan
dyrnar og ætlaði að opna komst ég að því að ég hafði
týnt lyklinum sem hafði legið laus í vasa mínum. Ég
varð örvæntingarfull, því ef við týnum lykli að húsnæð-
inu verðum við að skipta um lása í allri byggingunni.
Það var neyðarlegt að það skyldi einmitt vera ég sem
týndi lyklinum og það myndi hafa í för með sér kostnað
sem við höfðum ekki reiknað með. Ég fann út að ég
Umkringdar englum
Elisabeth Nordeng og Märtha Louise Noregsprinsessa hafa skrifað tvær bækur um upplifun sína
af englum og reka andlegan skóla sem í daglegu tali er kallaður Englaskólinn. Þær eru forvitnar
og vissar um að meira sé til en það sem augað sér. Märtha Louise og Elisabeth komu hingað til
lands í gær. Fréttatíminn ræddi við þær um sambandið við englana.
Elisabeth Nordeng og Märtha Louise Noregsprinsessa: „Það rann svo upp fyrir okkur báðum að fólkið í kringum okkur skynjaði
hlutina ekki á sama hátt og við. Það varð til þess að við reyndum að loka á þessi sambönd og tilfinningar og misstum þannig
leiðsagnarkerfið fyrir lífið sem okkur var gefið. Við urðum feimnar, óöruggar, einmana og okkur leið einkennilega. Samt
blundaði í okkur báðum forvitni sem leiddi okkur áfram.“
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Framhald á næstu síðu
34 viðtal Helgin 14.-16. september 2012