Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 36
hefði týnt honum á stóru
grasflötinni fyrir utan æf-
ingahúsnæði kórsins. – Þeg-
ar ég kom aftur að húsnæð-
inu og stóð fyrir utan það
minnkaði von mín um að
finna lykilinn. Ekki var nóg
með að grasið hafði ekki
verið slegið í nokkurn tíma
heldur var komið haust og
grasið farið að gulna og var
nákvæmlega eins á litinn og
lykillinn. Daginn áður hafði
ég gengið um allt svæðið.
Ég leitaði ákaft í fjörutíu og
fimm mínútur án þess að
finna lykilinn. Þá datt mér
allt í einu í hug að Chamuel
hlyti að geta hjálpað mér.
Ég sá fyrir mér að ég fyndi
lykilinn í grasinu og sýndi
Chamuel hann. Svo gekk
ég aðeins um svæðið en án
árangurs. Allt í einu sagði
Chamuel að við skyldum
fara í leikinn „Að fela hlut“.
Ég hugsaði með mér að nú
væri að slá út í fyrir mér. Ég
get ekki verið hér í grasinu og leikið Að fela hlut með engli! Það var
einum of mikið. En svo komst ég að því að það myndi enginn annar
vita að ég væri að því. Fólk myndi bara sjá að ég væri að leita að
einhverju í grasinu eins og ég var búin að gera undanfarna klukku-
stund. Ég byrjaði. „Kaldur“. Ég fór í aðra átt. „Heitari, heitari, heitt.
STOPP!“ heyrðist frá Chamuel. Þetta tók nákvæmlega fimm sekúnd-
ur. „Nú er ég í einhverju rugli,“ hugsaði ég, „þetta er fáránlegt.“ En
þegar ég leit niður lá lykillinn í grasinu á milli fóta minna.“
Mörg dæmi nefna þær í bókinni, til dæmis hvernig hægt sé að
biðja um að verkir séu teknir frá þeim sem finnur til og færðir yfir á
þann sem biður og þær segjast sannfærðar um að allir hafi þennan
hæfileika: Þetta sé alltaf spurning um að biðja og hlusta.
Englaskólinn
Í fimm ár hafa þær rekið andlegan skóla, Astarte Education, sem í
daglegu tali er kallað Englaskólinn:
„Þar höldum við sjálfshjálparnámskeið með andlegu ívafi, en
sambandið við englana er miðpunkturinn. Við teljum að allir ein-
staklingar eigi möguleika á að ná slíkum samböndum sem veita inn-
blástur og aðstoðar fólk við leit að sannleikanum um eigið líf. Þetta
er þriggja ára nám, en
fólk getur valið milli eins
veturs, tveggja eða þriggja.
Alla jafna er mætt í skólann
tvisvar í viku, en stundum
dveljum við heila viku
saman. Nemendafjöldinn
er mismunandi og á fjöl-
breyttum aldri, frá tvítugu
upp að sjötugu. Konur eru
í meirihluta en þó nokkuð
af karlmönnum hefur sótt
skólann.“
Að fylgja visku hjartans
Þær segjast vera „á næst-
um því sama aldri“ –
Elisabeth er gift og býr
ásamt eiginmanni, fjórum
börnum og tveimur hund-
um rétt fyrir utan Osló, en
Märtha Louise prinsessa
er nýflutt il Bretlands með
eiginmanni sínum, Ari
Behn rithöfundi og leik-
skáldi, og þremur börnum
þeirra. En ala þær börn sín
upp í trú á engla?
„Okkar skoðun er sú að hver og einn verði að finna sína lífsleið –
meira að segja börnin okkar...! Það sem skiptir allra mestu máli er að
reyna að hafa þau áhrif á þau þannig að þau séu sönn í því sem viska
hjartans býður þeim. Sjálfar höfum við verið forvitnar alla okkar ævi
og vissar um að það hljóti að vera eitthvað meira til en það sem augað
sér!“
Allir geta verið í tengslum við engla
Þegar ég spyr þær hvort þær séu ánægðar með þann árangur sem
þær hafa náð við að hjálpa fólki að finna verndarengla sína, hvort sem
það er í gegnum bækurnar eða skólann svara þær:
„Það er gjöf að geta miðlað þessari visku til fólks um allan heim og
við erum svo sannarlega þakklátar fyrir þann möguleika. Við sjáum
og upplifum þetta þannig að hver og einn hefur sinn verndarengil,
en allir geta verið í tengslum við marga engla í einu eftir því hvað við-
komandi liggur á hjarta í hvert sinn.“
Margir þekkja mörg englanöfn eins og Mikael, Raziel, Gabriel og
svo framvegis. En er hægt að segja hversu margir englar eru til?
„Ríki englana er mjög stórt. Opnið hjarta ykkar og þið munuð
verða hissa á þeirri gnægð sem þar er að finna.“
„Það er ekkert leyndarmál að við eig-
um samskipti við engla. Mikið af boð-
skapnum í þessari bók hefur orðið til
vegna samtala við englana og hvatn-
ingu frá þeim. Það kemur greinilega
fram í textanum, en einnig sem bein til-
vitnun í samtöl við þá. Við deilum upp-
lifun okkar og annarra í tengslum við
englana. Hver og einn hefur einstakan
möguleika á að finna sinn eigin sann-
leika og upplifa þannig englana. Ef
til vill getur þessi bók orðið hvatning
fyrir þig að leita inn á við í þínum guð-
dómlega alheimi. Það eru óendanlega
margir englar sem hægt er að upplifa
– og vertu viss; þeir vilja gjarnan hafa
samband við þig.“
Í bókinni kemur Märtha Louise Nor-
egsprinsessa með skemmtilega sam-
líkingu á því hvernig hægt er að upplifa
engil og prinsessu:
„Þegar ég sinni opinberum störfum,
sem getur verið heimsókn á heimili fyr-
ir fatlaða eða íþróttamót, er sjaldgæft
að ég sé klædd síðum kjól, með orður
og djásn. Það getur verið erfitt að út-
skýra þetta fyrir börnum sem hreykin
koma til mín og mamma þeirra vill taka
myndir af okkur. Oft stoppa börnin fyr-
ir framan mig og líta ringluð í kringum
sig: „En mamma, hvar er prinsessan?“
Mamman svarar pirruð: „Hún stendur
beint fyrir framan þig. Stilltu þér nú
upp hjá henni svo ég geti tekið mynd-
ir af ykkur saman.“ Þá fer barnið að
leita að flaueli eða blúndum – alla vega
lítilli gullkórónu. Stelpan snýr sér að
mömmu sinni sem bendir aftur á mig
og er orðin rauð í andliti. Andlitsdrætt-
irnir breytast úr hrifningu í vonbrigði
þegar barnið uppgötvar að það er í raun
prinsessan sem stendur fyrir framan
það. Engin kóróna. Enginn glæsilegur
kjóll. Aðeins venjuleg kona sem heldur
á nokkrum blómum. Það er bara ég
sem er prinsessan.“
úr LEyndArmáLum EngLAnnA
„Það er gjöf að geta miðlað þessari visku til fólks um allan heim og við erum svo sannar-
lega þakklátar fyrir þann möguleika. Við sjáum og upplifum þetta þannig að hver og einn
hefur sinn verndarengil.“
36 viðtal Helgin 14.-16. september 2012